Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 15
Betri líðan og 85 ára meðalævi? Hugleiðingar um heilbrigðis- ástandið um nœstu aldamót Grein eftir dr. Bjarna Þjóðleifsson Það er hlutverk heilbrigðisþjón- ustunnar að stuðla að heilbrigði þegnanna. Heilbrigði er mjög flók- ið hugtak og má jafnvel vera að merking þess breytist á næstu ára- tugum. Gera má ráð fyrir því að sá einstaklingur sem nær meðalævi- lengd í dag án þess að þjást af sjúkdómum sem skerða starfsþrek hans eða lífslöngun hafi notið góðrar heilsu. Segja má að við séurn þarna að líta á „magn og gæði“ heilsunnar. Lítum fyrst á fyrra atriðið, þ. e. meðalævilengd Islendinga í fortíð, nútíð og framtíð. Ævilengd og dánarorsakir Um síðustu aldamót var meðal- ævi Islendinga um 47 ár, en árið 1950 var hún komin í 71 ár og má fullyrða að aldrei í íslandssögunni hafi orðið jafnmiklar framfarir varðandi heilsufar landsmanna. En hvað olli þessum framförum? Algengustu dánarmein fslend- inga á fyrri helmingi aldarinnar voru smitsjúkdómar t. d. berklar og fóru þeir hraðminnkandi einkum eftir 1940. Það er athyglisvert að þetta undanhald smitsjúkdóma var byrjað áður en virkar lækningaað- gerðir voru komnar fram og bendir það til að bætt viðurværi og að- búnaður eigi þar stærstan þátt, en heilbrigðisþjónustan á vafalaust einnig hlut í þessum breytingum með óbeinum og beinum aðgerð- um. Minnkun smitsjúkdóma hafði einkum hagstæð áhrif á ungbarna- dauðann. Eftir 1950 hefur meðal- ævin haldið áfram að lengjast, en þó mun hægar en áður. Ólifuð I meðalævi við fæðingu er nú 76 ár (1975—76: karlar 73.0 ár, konur 79.2 ár). Stafar aukningin á þessu tímabili mest af áframhaldandi lækkun á ungbarnadauða. Lífslíkur miðaldra fólks breytt- ust hins vegar nær ekkert frá 1950 til 1970. Aðaldánarmeinin á þessu tímabili eru hrörnunarsjúkdómar í æðakerfi, eins og kransæðasjúk- dómar og heilablóðfall, og svo krabbamein. Eftir 1970, og sér- staklega síðustu 5 árin, hafa enn orðið merkilegar breytingar á meðalaldri Islendinga. Meðalævi- líkur miðaldra fólks hafa tekið að aukast að nýju og stafar það af minnkun á dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma og heilablóð- falls. Á síðasta ári voru 63% af dánar- meinum íslendinga í flokkunum kransæðasjúkdómar, heilablóðfall og krabbamein. Það skortir tölu- vert á að orsakir þessara sjúkdóma séu að fullu þekktar, en þekking okkar í dag er samt mjög vanmetin. Ég vil halda því fram að ef henni Hvemig verður ástandid í heilbrigð- ismúhun þjóðarinnar þegar þessi biirn eru kontin á fullorðinsahlur'! Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.