Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 34
Heilsugœslustöðin á Seltjarnarnesi, suðurhlið og grunnmynd. 1. Sameig- inlegt rými fyrir gesti. 2. Sameigin- legt rýmifyrir starfsfólk. 3. Móttaka. 4. Móttaka lœkna og hjúkrunar- frceðinga. 5. Móttaka félagsfræð- inga og sálfræðinga. 6. Tannlæknis- þjónusta. 7. Ungharna- og mæðra- skoðun. 8. Röntgenrannsóknir. 9. Aðgerðastofa. 10. Rannsóknastofa. II. Sótthreinsun o. fl. Stefnt er að þrí að liluti húsnæðisins verði tekinn í notkun á þessu ári. Jes Einar Þor- steinsson arkitekt teiknaði húsið. (1 '/4 staða) og ritarar (l'/í staða). Heilsugæslustöðin er í starfstengsl- um við sjúkrahúsið að Reykjalundi þannig að þjónustúdeildir og starfslið nýtist fyrir hvort tveggja. Mosfellshreppur er vaxandi bæjar- félag. Á síðastliðnu ári fæddust þar 78 börn. í Mosfellshreppi er grunnskóli með u. þ. b. 800 nemend- ur, á Kjalamesi er bamaskóli með 50 nemendur og I Kjósarhreppi er bamaskóli með 25 nemendur. Það gefur auga leið að starfsemi við heilsugæslu í skólum fer ört vax- andi. Heimilishjúkrun er nokkur. Seltjamarnesumdœmi: Seltjarnarnes (H2). Starfssvæði: Seltjarnarneskaupstaður. íbúatala 3.093. Á Seltjarnarnesi er risin myndarleg heilsugæslustöð. Smíði hennar er ekki að fullu lokið, og gert ráð fyrir að hún verði tekin í notkun í áföngum. Stöðin stendur í menningarmiðbæ Seltjarnarness við Melabraut og er um 1.000 fer- metrar að flatarmáli. Fullbúin mun hún geta þjónað 10 til 12 þúsund manns, og munu þeir íbúar Reykjavíkur er búa í Vesturbænum geta sótt þangað heilsugæslu fyrst um sinn. Fyrsti áfangi stöðvarinnar verður tekinn í notkun síðari hluta þessa árs. Þar verða móttökustofur fyrir tvo lækna og starfsaðstaða fyrir hjúkrunarfræðinga og ritara. Rannsóknar- og röntgenþjónusta verður sótt til Landakotsspítala. Á efri hæð í húsi heilsugæslustöðvar- innar er Tónlistarskóli Seltjarnar- ness og bókasafn. Sjúklingar og aðrir, er bíða þjónustu heilsugæsl- unnar, geta skroppið upp á efri hæðina, náð sér I góða bók að lesa eða notið fagurrar hljómlistar. Það er hvort tveggja ágæt heilsubót og má því segja að húsið í heild þjóni heilsugæslu íbúa staðarins, and- legri og líkamlegri. í næsta húsi við heilsugæslustöðina er sundlaugar- byggingin. Þar er gert ráð fyrir góðri endurhæfingarstöð I kjallara. Ingibjörg R. Magnúsdóllir er deiidar- stjóri sjúkrahúsa- og heilsugœsludeildar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins. Hún er hjúkrunarfrœðingur að mennt og Itefur lokið framhaldsnámi i hjúkrunarkennslu og spitalastjórn. Fyrri greinar um húsnæðismál heilsu- gceslustöðva birtust í 3. thl. 1980 (Aust- urlandshérað) og 4. tbl. 1980 (Suður- landshérað). 34 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.