Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 9
6. Reykingar á vinnustað auka slysa- hættu. Rannsóknir hafa sýnt, að hætta reykingamanna á að lenda í vinnuslysum er tvöföld á við þá sem ekki reykja. Meðal ástæðna þess má nefna, að reykingar draga að sér athygli frá öðru, hendi er upptekin við reykingar, menn hósta og þeim súrnar í augum. Auk þess leiða reykingar oft til íkveikju og sprenginga, enda mikið um eld- fim efni á mörgum vinnustöðum. Reykingamenn bera eldfæri. Nokkur dauðaslys hafa orðið vegna neista frá logsuðu- eða raf- suðutækjum, sem hafa brennt sig gegnum föt og plasthylki á kveikj- urum og valdið sprengingu. 7. Mikið er nú rætt um orsakasam- band milli fósturskemmda og skaðlegra umhverfisáhrifa. Athygli beinist að vinnuumhverfi sérstak- lega. Vert er að muna eftir sam- verkun þess og reykinga. Reykingar eru hættulegar, en hér hefur verið drepið á ýmislegt, sem magnar hættuna. Auk félagslegra sjónarmiða mælir því margt gegn reykingum á vinnustað. En fyrir menn í sumum störfum dregur það lítið úr hættunni að reykja ein- göngu utan vinnu. Hin samverk- andi áhrif minnka ekki nóg við það. Vissulega þarf einnig að kappkosta að draga sem mest úr allri mengun á vinnustöðum, en slíkar aðgerðir hafa í sumurn til- vikum lítið að segja, ef starfs- mennirnir reykja. Helstu heimildir: 1. Adversc Health Effects of Smoking and the Occupational Environment. NIOSH Current Intelli- gence Bulletin 31. U.S. Departmcnt of Health, Edu- cation and Welfare. NIOSH Pub. No. 79-122. 1979. 2. Kotin P.. Gaul L.A. Smoking in the Workplace: A Hazard Ignored. Am. Journal of Public Health. June 1980. Vol. 70. No. 6. 575-576. 3. Selikoff I.J., Hammond E.C. and Cheng J.: As- bestos Exposure, Smoking and Neoplasia. JAMA 1968; 204; 106-112. Helgi Guðbergsson lœknir hefur slarf- að á alvinnusjúkdómadeild Heilsuvernd- arslöðvarinnar i Reykjavík en er mi við framhaldsnám I atvinnusjúkdómum I Finnlandi. Krabbameinsfélag Reykjavíkur: Séð yfir hluta af fundarsalnum á aðalfundi Krahhameinsfélags Reykjavíkur. í rœðustól er Baldvin Tiyggvason gjaldkeri félagsins. Heilbrigðis- fræðsla og happdrættis- rekstur Aðalfundur Krabbanreinsfélags Reykjavíkur var nýlega haldinn. Formaður félagsins, Tómas Árni Jónasson læknir, og framkvæntda- stjóri þess, Þorvarður Örnólfsson, fluttu skýrslur um starf félagsins en gjaldkerinn, Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, gerði grein fyrir ársreikningunt. Meginviðfangsefni félagsins hafa sem fyrr verið víðtækt fræðslustarf og rekstur á Happ- drætti Krabbameinsfélagsins. Veigamesti þáttur fræðslustarfsins fer fram í grunnskólum landsins. Á skólaárinu 1979—1980 heimsóttu starfsmenn félagsins bekki með samtals unt sautján þúsund nem- endunt í unr 100 skólum víðs vegar um landið og í vetur hefur þessi starfsemi verið með svipuðu sniði. Auk fastra starfsmanna félagsins tekur nú hópur læknanema þátt í þessu fræðslustarfi sem nær eink- um til nemenda 5.-9. bekkjar, þ. e. 11 ára og eldri. Félagið gefur út blaðið Takmark í 30 þúsund eintökum þrisvar til fjórum sinnurn á vetri og dreifir rneðal þessara sömu aldursflokka í grunnskólum um land allt. I haust var í fyrsta sinn gefið út sérstakt kennarablað af Takmarki með ýmsum upplýsingum varðandi fræðslustarfið í skólununr. Lita- bókarblöð handa 8 ára börnuni voru endurútgefin á árinu og dreift urn allt land. Nú í vetur hefur félagið látið grunnskólunum í té nýja gerð við- urkenningarskjala í tengslum við baráttuna gegn reykingum. Þá hafa verkefni fyrir hópvinnu um áhrif og afleiðingar reykinga enn komið út í endurbættri útgáfu. Félagið hefur um nokkurra ára skeið fengið árleg framlög frá ríki og Reykjavíkurborg til fræðslu- starfsins í grunnskólunum en stendur þó sjálft undir stærstum hluta kostnaðar við það. Fræðslustarf félagsins i öðrum skólum fer óðum vaxandi og stefnt er að aukinni almenningsfræðslu urn krabbamein og krabbameins- vamir. í því skyni hefur verið aflað nýrra fræðslugagna og nokkur ný fræðslurit um krabbamein eru ým- Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.