Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 7
hver tildrög slíkrar lömunar. Bati getur verið með ýmsum liætti en líklegt að til frambúðar verði minni máttur í útlimum þeirrar hliðar. Er þar með til staðar varanlegt mein sem leiðir til fötlunar og fæmi hans er skert til að fást við ýmis viðfangsefni eins og t. d. að ganga, að sinna persónuþörfum og öðrum athöfnum o. s. frv. Ef ekkert er að gert er örorka sjálfgert fram- hald fötlunarinnar að því leyti að hann getur að öllu jöfnu ekki rækt hlutverk sitt í atvinnu og e. t. v. sem fyrirvinna, né tekið þátt í félagslífi o. s. frv. Ljóst er að mörk milli fötlunar, skerðingar og örorku kunna að vera óskýr og oft fljótandi. I ýms- um tilvikum kann heldur ekki að vera Ijóst strax að menn hafi hlotið varanlega fötlun eftir sjúkdóm eða slys þótt líklegt sé að slík atvik geri fljótlega vart við sig. í sumuni tilvikum kann einnig að vera mats- atriði hvort fötlun leiðir til skerð- ingar en að öllum jafnaði fer það ekki milli mála. Hins vegar geta augljóslega margir þættir komið við sögu og ráðið hvort af þessu leiðir örorka eða ekki. Mörg atriði skipta þar máli, líkamsástandið, sálarhagurinn, fyrri störf, menntun, búseta, umferðaraðstæður, at- vinnuframboð, fjölskylda og ýmis persónuatriði, hneigðir, viðleitni, skapgerðarþættir o. s. frv. Vert er að benda á að örorka er ekki síður merki um vanefni sam- félagsins til að mæta þörfum þeirra sem fatlast hafa. Samfélagið reikn- ar ekki nteð slíkunt meðlimum innan vébanda sinna, heldur er það fyrst og fremst byggt upp fyrir þá sem eru fullfærir að taka þátt í keppninni unt gæði þess. Óafvit- andi leggursantfélagið þannigstein í götu þeirra sem fatlast hafa og er þannig sjálft meðvaldur örorku þeirra. bað ferli sem hér hefur verið drepið á gefur jafnframt tilefni til að íhuga á hvern hátt heilbrigðis- og félagsmálaþjónusta getur haft áhrif á það. breytt því á betri veg eða stöðvað. Ljóst er að drýgsta aðferðin er fólgin í því að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. bar næst að ráða bót á sjúkdómum að svo ntiklu leyti sem unnt er hverju sinni og að búa svo urn slys að varanleg mein verði sem minnst. Verði meinum ekki forðað eftirsjúkdóma eða slys þarf að draga úr eða eyða áhrifum þeirra svo að þau leiði til eins lítillar fötlunar og frekast er unnt, að færni til að fást við við- fangsefni verði sem minnst skert. bar kemur til kasta endurhæfingar. Sé ekki unnt að komast hjá fötlun þrátt fyrir læknisfræðilega endur- hæfingu þarf að beita atvinnulegri, menntunarlegri og félagslegri end- urhæfingu til að freista þess að koma í veg fyrir örorku eins og frekast er fært svo að maðurinn geli sinnt a. m. k. hluta þeirra verkefna sem honum er ætlandi og hann kýs. Framannefndar skilgreiningar. skráning og flokkun afleiðinga sjúk- dóma og slysa í fötlun, skerðingu og örorku hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum á alþjóðlegum vetlvangi og því eðlilegt að kynna þessi atriði hér á landi. Hitt er Ijóst að ekki eru allir á einu máli hvernig túlka beri íslensku hugtökin fötlun og örorka og þar nteð liklegt að ekki felli allir sig við áðurnefndar skilgreiningar. Heldur er ekki víst að ntenn sætti sig við víðtækan skilning á orðinu fötlun. að t. d. varanlegt geðmein sé fötlun. að varanlegt hjartamein. varanlegt lungnamein o. s. frv. telj- ist fötlun. Ennfremur líklegt að ekki verði allir á eitt sáttir um skil- greiningu á fötlun og örorku þegar svo hagar að menn eru knúðir til að líta í eigin barm um þessi atriði eftir sjúkdóma og slys. Vera má að vafaatriði og áhorfs- mál rýri gildi tilrauna til alþjóð- legrar skráningar og flokkunar fötl- unar, skerðingar og örorku en hafa ber í huga að megintilgangurinn er bætt skipulag og betri undirstaða fyrir áætlunargerð unr uppbygg- ingu á heilbrigðis- og félagsmála- þjónustu, þ. á m. endurhæfingu, í samræmi við raunverulegar þarfir á hverjum tíma. Haukur Þórðarson er yfirlœknir Vinnuheimilis SÍIIS að Revkjalumli i Mosfellssveil. Hann er sérfrœðingur i orkulækningiiin. Fréttabrél um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.