Heilbrigðismál - 01.06.1981, Side 25

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Side 25
KRABBAMEIXSFÉLAG ÍSLAXDS 30ÁRA Verkefni Krabba- meinsfélagsins Grein eftir dr. Gunnlaug Snœdal Nú er liðið á fjórða áratug síðan krabbameinssamtökin skutu rótum hér á landi. Það var lán þessara samtaka að í upphafi völdust áhugasamir, bjartsýnir og duglegir menn til forystu, enda voru verk- efnin næg. Þá ríkti enn vonleysi og hræðsla við krabbamein sem sjúk- dóm og þurfti því ekki síst á bjart- sýni að halda til að snúa við blað- inu og hefja sókn gegn krabba- meini. Það yrði of langt mál að telja upp allt það sem gert hefur verið en rétt er þó að rifja upp nokkur atriði. Mörgunt þótti það undarlegt þegar Krabbameinsfélagið tók upp skipulegar læknisskoðanir á „heil- brigðu fólki“. Það var árið 1957 sem Leitarstöð-A var komið á fót. Hún var starfrækt sem almenn leitarstöð fyrir krabbamein hjá fólki sem hafði engin einkenni um sjúkdóminn. Frumurannsóknir hófust þá um leið enda varð sú rannsóknaraðferð meðal annars til þess að ýta leitarstarfi úr vör. Þó að nokkur krabbamein hafi fundist og auk þess fjöldinn allur af alls konar kvillum, sem nauðsynlegt var að kærnu til læknisaðgerða, þá sá fé- lagið sér ekki fært að reka þessa almennu leitarstöð lengur en til 1972, þar eð afköst við slíka al- menna leit þóttu of lítil. Um skeið var starfrækt einnig Leitarstöð-C, sem hafði það verkefni að rannsaka nánar þá sem komið höfðu til rannsóknar í Leitarstöð-A, en voru með sýrulausan maga. Var þá ein- göngu leitað að magakrabbameini. Árið 1964 var farið að leita skipulega að krabbameini í leghálsi og forstigum þess og var stöðin nefnd Leitarstöð-B. Síðan 1974 hefur leit að brjóstakrabbameini verið fastur þáttur í þessum hóp- skoðunum. Árangurinn sem náðst hefur í baráttunni við krabbamein í leghálsi hefur vakið athygli víða og má raunar mæla hann í tugum mannslífa sem bjargað hefur verið. Varðandi brjóstakrabbamein verð- um við að leita nýrra leiða til að ná betri árangri en þó ber ekki að vanmeta það sem áunnist hefur. Núverandi leitarstarf beinist að tilteknum krabbameinum hjá kon- um en nýlega ákvað stjórn Krabbameinsfélags íslands að skipa nefnd lækna til að leggja mat á það hvort ekki sé orðið tímabært að hefja aftur rekstur leitarstöðvar fyrir karlmenn. Er einkum haft í huga að unnt sé að greina fyrr en ella krabbamein í blöðruhálskirtli, endaþarmi og ristli. KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDS Stofnað 27. júní 1951 __ Aðalfundur kýs níu manna stjórn Stjórnin velur þrjá í framkvæmdanefnd Framkvæmdastjóri og yfirlæknar sjá um reksturinn Stöðugildi 20-25 23 KRABBA- MEINS- FÉLÖG KRABBA- MEINS- FÉLAG REYKJA- VÍKUR LEITARSTÖÐ B Hópskoðanir kvenna (legháls og brjóst) FRUMURANNSÓKNASTOFA Þjónusta við Leitarstöð B og aðra aðila KRABBAMEINSSKRA Skráning krabbameina Faraldsfræðirannsóknir ÝMIS MÁLEFNI Aðstoð við sjúklinga Styrkveitingar o. fl. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisfræðsla FRÆÐSLA Reykingavarnir Krabbameinsfræðsla HAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉLAGSINS Vor og haust 1951 - 27 JLXÍ 1981 Fréttabrél um HEILBRIGÐISMAL 2/1981 25

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.