Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 10
mislingaveiran og hettusóttarveiran, svo eitthvað sé nefnt. í hópi RNA- veira eru líka svokallaðar retró- veirur, sem valda krabbameini í fjöl- mörgum dýrategundum. Þrátt fyrir mismunandi samsetningu og upp- byggingu er það öllum veirum sam- eiginlegt, að þær eru snýklar á þeim frumum sem þær sýkja, þ.e. hýsil- frumum sínum. Vegna einfaldrar uppbyggingar sinnar verður veiran að færa sér í nyt efnaskiptaferli frumunnar til veirunýmyndunar eða fjölgunar. Þessum samskiptum lýkur yfirleitt með því að fruman deyr, en fjöldi nýrra veiruagna fer út í um- hverfið, þar sem þær geta sýkt aðrar frumur. Samskipti veira og frumna geta þó verið af öðrum toga spunn- in. Stundum leggjast veirurnar í Rafeindasmásjármynd af frumu sem sýkt hefur veriS meS adenóveiru (úr flokki DNA-veira). Myndin sýnir hluta af frumu og sést kjarninn (K) greinilega fyrir miSri mynd. Ef grannt er skoSaS má sjá aS kjarninn er fullur af veiruögnum (V) sem koma fram eins og örsmá korn í reglulegum kristöllum. Myndin sýnir vel stærSarhlutföllin á milli meSal- stórrar veiru og hýsilfrumu hennar. Stækkunin er um sextánþúsundföld. dvala innan frumnanna og gera þeim, að því er virðist, ekkert mein. I sumum tilfellum geta veirurnar breytt hýsilfrumunni í illkynja krabbameinsfrumu. Veirur og krabbamein. Það var árið 1908 sem fyrst var sýnt fram á að veirur gátu valdið krabbameini. Pá tókst Dönunum V. Ellerman og O. Bang að sýkja heilbrigða kjúk- linga með síund (extract) úr kjúk- lingum með hvítblæði (leukaemia) Þessi veira er nú í hópi retróveira. Nokkrum árum seinna, eða 1911, tókst P. Rous að sýkja kjúklinga með síund úr kjúklingum með sark- mein (sarcoma). Hér var einnig um retróveiru að ræða. Menn sinntu þessum niðurstöðum lítið í fyrstu og það var ekki fyrr en árið 1932, þegar R.E. Shope tókst að sýna fram á að bandvefs- og þekjuæxli (papilloma) í kanínum var af völdum veiru (papó- vaveiru), að skriður komst á rann- sóknir á krabbameinsvaldandi veir- um. Árið 1936 markaði tímamót þegar J.J. Bittner sýndi fram á að krabbamein í brjóstkirtli músa or- sakaðist af veiru (retróveiru), sem fluttist frá móður til dóttur með móðurmjólkinni. Þetta var í fyrsta sinn sem staðfest var að krabbamein í dýrum gæti verið smitsjúkdómur. Allar götur síðan hafa krabba- meinsvaldandi veirur verið mikið rannsakaðar og þekktar eru fjöl- margar veirur sem vitað er með vissu að valda krabbameinum í dýrum. Árið 1951 sýndi L. Gross fram á að hvítblæði í músum stafaði af völdum veiru (retróveiru) og sex árum síðar einangruðu Stewart o.fl. polyoma- veiru (papóvaveiru), sem veldur fjölmörgum mismunandi æxlum í ný- fæddum músum. Veirur og krabbamein í mönnum. Það var árið 1964 sem Englendingur- inn M. Anthony Epstein og sam- starfsmenn hans sýndu fram á herpesveiru (Epstein-Barr veiruna) í svonefndu Burkitt's lymphoma, og má segja að það hafi verið í fyrsta skipti sem ákveðin veira var orðuð við krabbamein í mönnum. Ekki er hægt að beita sömu aðferðum við rannsóknir á krabbameinsvaldandi veirum í mönnum og gert hefur ver- ið í dýrum. Þær aðferðir, sem gefist hafa best í dýrum, hafa einfaldlega byggst á því að staðfesta að viðkom- andi krabbamein sé smitandi, þ.e. með því að einangra veiruna, auð- kenna hana og sprauta henni inn í heilbrigð dýr. Þannig hefur verið sýnt fram á að fjölmargar mismun- andi veirur valda krabbameini í ýms- um dýrategundum. Slíkum aðferð- um er augljóslega ekki hægt að beita þegar maðurinn á í hlut. Það verður því að byggja frekar á óbeinum upp- lýsingum. Hægt er að sýkja ýmsar dýrategundir náskyldar manninum, t.d. ýmsar apategundir, og athuga hvort fáist fram krabbamein svipað þeim sem viðkomandi veira er talin valda í mönnum. Einnig er hægt að sýkja mannafrumur í rækt. Faralds- fræðilegar athuganir hafa tengt ákveðin krabbamein ákveðnum veirum. Þá hafa menn athugað sýni úr illkynja æxlum í rafeindasmásjá og leitað að veirum. Margar veirur hafa uppgötvast á þann hátt. Með ýmsum lífefnafræðilegum aðferðum er hægt að athuga hvort erfðaefni ákveðinna veira er til staðar inni í æxlisfrumum, og hvort erfðaefni veirunnar er tjáð (expressed). Þau prótein sem veiran ákvarðar má ein- angra og auðkenna, og í mörgum tilvikum má rekja krabbameins- hvetjandi verkun ákveðinna veira til starfsemi veirusérvirkra (virus-spec- 10 HEÍLBRIGÐISMÁL 1/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.