Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 12
um (lymphoproliferative disorders) í sjúklingum með meðfædda eða áunna galla á ónæmiskerfinu. Nefkokskrabbamein. Þessi tegund krabbameins hefur mjög sérkenni- lega landfræðilega dreifingu. Það eru aðallega íbúar Suður-Kína, í Kanton og nálægum héruðum, sem verða hvað verst úti. Einnig er tíðni nefkokskrabbameins mjög há meðal eskimóa. Alls staðar þar sem þessi sjúkdómur er landlægur hefur Ep- stein-Barr veiran fundist einnig, og er samband veirunnar við nefkoks- krabbamein jafnvel enn sterkara en við Burkitt's eitlakrabbamein. Tíðni mótefna gegn Epstein-Barr veirunni er há og geta mótefnamælingar gegnt mikilvægu hlutverki við sjúk- dómsgreiningu. Erfðaefni veirunnar er einnig til staðar í öllum nefkoks- æxlum, sem hafa verið prófuð. Hér er þó einn galli á gjöf Njarðar. Þetta krabbamein er upprunnið í þekju- frumum í nefkoki og slíkar frumur hefur enn ekki tekist að sýkja með Epstein-Barr veiru, þó svo að sýnt hafi verið fram á, svo óyggjandi sé, að erfðaefni veirunnar er til staðar inni í þekjufrumunum. Það er því með öllu óljóst hvernig þessi veira veldur nefkokskrabbameini, en Ijóst er að hér þarf meira að koma til en veiran ein. í þessu sambandi hafa verið nefndir óskilgreindir þættir er varða mannfræði, landafræði og erfðafræði. Leghálskrabbamein. Faraldsfræði- legar athuganir hafa lengi bent til þess að leghálskrabbamein og forstig þess gætu að einhverju leyti verið smitsjúkdómar. Herpes simplex veira, gerð 2, hefur löngum verið orðuð við þessa tegund krabba- meins. Það er einkum þrennt sem hefur bent til þessara tengsla. Konur með ieghálskrabbamein hafa oft hærri tíðni mótefna gegn herpes sim- plex af gerð 2 heldur en almennt gerist. Sýnt hefur verið fram á að þessi veira getur ummyndað sumar frumutegundir í rækt. Einnig hefur tekist að finna afurðir veirunnar í illkynja æxlum úr leghálsi, þó svo að erfiðlega hafi gengið að staðfesta nærveru erfðaefnis veirunnar sjálfr- ar. Það hefur þó aldrei tekist að sýna fram á eins náið samband á milli þessarar herpesveiru og legháls- krabbameins eins og t.d. á milli Ep- stein-Barr veirunnar og Burkitt's eitlakrabbameins eða nefkoks- krabbameins. Þetta hefur leitt til þeirrar tilgátu að ef til vill sé um aðra veiru að ræða. Sú veira önnur sem hvað mesta athygli hefur vakið er af gerðinni papilloma, en veirur í þessum flokki valda m.a. vörtum. Menn eru því farnir að hallast að því að báðar þessar veirur vinni saman við að hrinda af stað leghálskrabba- meini. Lifrarkrabbamcin. Það hefur löngum verið talið að hepatítis-B veiran, sem veldur einni tegund lifr- arbólgu (serum hepatítis), eigi drjúgan þátt í tilurð lifrarkrabba- meins. Enn eru sannanir ófullnægj- andi og í hæsta máta óbeinar. Far- aldsfræðilegar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að há tíðni lifrarkrabbameins og sýkingar af völdum hepatítis-B veirunnar fara yfirleitt saman. Þessi veira og afurðir hennar hafa oft fundist í æxlisfrumum úr slíkum krabbameinum og visst samband hefur fundist á milli tíðni mótefna gegn hepatítis-B veirunni og lifrar- krabbameins. Tilgátur um þetta samband fengu nýlega byr undir báða vængi þegar náskyld veira fannst í nagdýrum, svonefndum múrmeldýrum (woodchucks). Það hefur nefnilega komið í ljós að þessi nýja veira veldur lifrarkrabbameini í þessum dýrum. Þarna hafa menn því hugsanlega fundið dæmi úr dýrarík- inu sem gæti hjálpað til við að út- skýra hvernig hepatítis-B veiran veldur krabbameini í mönnum. Hvítblæði. Veirur í hópi retró- veira valda hvítblæði í miklum fjölda spendýra þar á meðal í öpum, köttum, rottum og músum, auk hænsnfugla. Veirurnar í þessum flokki eru merkilegar að því leyti að þær ráða ótvírætt yfir þeim eigin- leika að valda krabbameini í nátt- úrulegum hýsli sínum. Menn hafa því leitað ákaft að sams konar veirum í fjölmörgum krabbameinum úr mönnum, en erfiðlega hefur geng- ið að fá fram áþreifanlegar sannanir fyrir að veirur í þessum flokki sýki yfirleitt manninn, hvað þá að þær valdi krabbameini í mönnum. Erfðavísar krahhameina (onco- genes). Það varð uppi fótur og fit þegar það kom í Ijós að þeir erfða- vísar veiranna, sem gefa þeim krabbameinsvaldandi eiginleika sína, eru einnig órjúfanlegur hluti af litningamengi (genome) allra hrygg- dýra, þar á meðal mannsins. Þessir erfðavísar hafa varðveist að því er virðist næsta óbreyttir í milljónir ára. Þetta má m.a. ráða af því að lítill munur er á slíkum erfðavísum í óskyldum tegundum svo sem hænsn- fuglum annars vegar og svo mannin- um hins vegar. Þetta bendir því til að þessir erfðavísar gegni mikilvægu hlutverki í þroskun frumna, en fyrstu stig fósturþroskunar eru mjög svipuð hjá öllum hryggdýrum. Rannsóknir síðustu ára gefa til kynna að veirur í flokki retróveira hafi innlimað þessa erfðavísa snemma í þróunarsögunni. Þegar Veirur sem talið er að geti valdið krabbameini í mönnum Hepatítis-B veiran ... Lifrarkrabbamein Papóvaveirur: Papillómaveirur . .. Leghálskrabbamein Retróveirur: T-frumu veiran (HTLV) . . . Hvítblæði Herpesveirur: Herpes simplex veira, gerð 2 ... Epstein-Barr veiran ... Leghálskrabbamein ... . Burkitt’s eitlakrabbamein Önnur eitlakrabbamein Nefkokskrabbamein 12 HEILBRIGÐISMAL 1/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.