Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 16
Eymabólga í bömum Grein eftir Sigurð Júlíusson Bólga í miðeyra er einn algengasti sjúkdómur sem hrjáir börn. Hún getur skilið eftir sig varanlegar menj- ar, þar á meðal skerta heyrn. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir foreldra sem aðra að þekkja sjúkdóms- einkennin og vita í hverju meðferð er fólgin. Bráðabólga Algengasta form bólgu í miðeyra er svokölluð bráðabólga. Þetta er bakteríusýking í slímhúð miðeyrans og gýs upp á skömmum tíma. Gröft- ur safnast saman og þrýstingur getur orðið svo mikill að hljóðhimnan láti undan. Sjúklingur fær fyrst hellu fyrir eyrað, síðan hlustarverk og hita. Hin dæmigerða lýsing er að barn- ið, sem hefur verið kvefað í nokkra daga, vaknar upp um miðja nótt við hlustarverk, heldur um veika eyrað og grætur. Eftir nokkra stund hverf- ur verkurinn og barnið sofnar á ný. Um morguninn er blóðlitað klístur á koddanum og gröftur lekur úr eyr- anu. Ungbörnin hafa óljósari einkenni, fálma ef til vill í eyrað, eru kvefuð, óróleg og með hita. Sum börn fá engin óþægindi þó að mikil bólga sé í eyrunum. Þau þurfa stöðugt eftirlit, því sjúkdómurinn segir ekki til sín. Læknirinn skoðar, hreinsar gröft ef hann er til staðar og tekur sýni í ræktun. Hann metur ástandið og ákveður meðferð, sem getur verið fólgin í gjöf fúkalyfja og nefdropa. Bólgan gengur yfir á nokkrum dög- um og óþægindin hverfa. Eftir slíka bráðabólgu er fyrst í stað vökvi í miðeyranu, en ef allt gengur vel hverfur hann og hljóðhimnan verður eðlileg á ný. Til að tryggja að svo sé þarf barnið að koma í eftirskoðun. Miðeyrað og kokhlustin Miðeyrað er innan við hljóðhimnu eyrans. Það er loftfyllt holrúm. Þar eru heyrnarbeinin, hamar, steðji og ístað, sem við eðlilegt ástand leiða hljóðið frá hljóðhimnu til innra eyr- ans. Kokhlustin eru göng sem tengja miðeyrað við nefkokið. í hvert sinn sem við kyngjum opnast kokhlustin og þannig fær miðeyrað eðlilega loft- rás og sami loftþrýstingur er fyrir innan og utan hljóðhimnuna, en við þau skilyrði sveiflast hljóðhimnan mest og heyrnin er best. Slímhúð kokhlustar er alsett bifhárum sem ýta slími frá miðeyranu í átt til koks- ins. Þannig gegnir kokhlustin tvenns konar hlutverki til að viðhalda eðli- legu og ákjósanlegu ástandi í mið- eyranu. Hún er bæði loftventill og niðurfall. Slím og vökvi í miðeyra Þegar kokhlustin virkar ekki sem skyldi hefst röð atburða. Fyrst leys- ist súrefnið í loftinu í miðeyranu upp í bláæðablóðinu og minnkar rúmtak loftsins. Þá er kominn undirþrýsting- ur sem við skynjum sem hellu fyrir eyra. Lækkaður súrefnisþrýstingur veldur hálfgerðri lömun bifháranna. Vegna lélegrar afrásar og und- irþrýstings safnast saman vökvi í miðeyranu. Fyrst er vökvinn tær en síðan þykknar hann og verður að lokum að seigu slími. Viðkomandi sjúklingur er með viðvarandi hellu og minnkaða heyrn. Stundum geta komið verkir við geispa og kyng- ingu. Börn með eyrnabólgu verða oft pirruð og ergileg, og óróleg á nótt- unni. Þau heyra illa, talþroska getur seinkað, og þau verða einnig á eftir hvað félagslegan þroska varðar. Vökvasöfnun í miðeyra er algeng- asta orsök heyrnarskerðingar meðal skólabarna og hefur augljóslega áhrif á námsárangur. Vökvinn í mið- eyranu er hið ákjósanlegasta æti fyrir bakteríur og stuðlar að þrá- látum eyrnabólgum. Rannsóknir hafa sýnt að hjá þeim börnum sem fá endurteknar eyrna- bólgur virkar kokhlustin illa eða ekki. Hún er lokuð og opnast ekki þó börnin kyngi, geispi eða gapi. Bifhárin eru lömuð og slímið situr fast í miðeyranu. Margt getur valdið því að kok- hlustin virkar ekki. Miðeyrað er út- skot úr nefkokinu og slímhúð mið- eyrans er hluti af einni samfelldri órofinni slímhúðarþekju öndun- arveganna. Sjúkdómar sem byrja á einum stað geta breiðst út til annars svæðis og valdið óþægindum þar. Lang algengasti sjúkdómur sem hrjáir menn er sýking í efri öndun- arvegum, og er þá átt við nef og kok. Þetta eru yfirleitt veirukvefpestir sem margir fá nokkrum sinnum á ári. Þá þrútnar viðkomandi slímhúð og slímmyndun eykst. Hjá börnum er nef þröngt og fljótt að fyllast af hor og lokast. Þá lokast einnig kok- hlustin og bólgan getur breiðst út til Háls- nef- og eyrnalæknir skotSar eyra á barni og notar til þess Ijós- og ennisspegil ásamt eyrnatrekt. 16 HEILBRIGÐISMÁL 1/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.