Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 33
ingsmeðferðar, dregið hefur úr reykingum meðal miðaldra karla sem mesta áhættuna hafa, líkams- áreynsla ýmiss konar hefur aukist og mataræði þar í landi hefur breyst nokkuð þannig að hlutfallið milli fjölómettaðrar fitu og mettaðrar fitu hefur orðið æskilegra en áður. Leiða má að því líkur, út frá gögnum Hjartaverndar, að breytingarnar hér á landi hafa orði í svipaða átt en hvort það sé nægilegt til að skýra þessa lækkun á tíðni kransæðadauðs- falla hérlendis er ómögulegt að full- yrða um á þessu stigi. Af rannsóknum síðustu áratuga má þó fullyrða að margir áhættu- þættir gegna veigamiklu hlutverki í tilurð æðakölkunar, þótt aðeins einn þeirra hafi verið tekinn til umræðu í þessari grein, hátt kólesteról í blóði. Ýmislegt bendir og til þess að með- ferð þessara áhættuþátta, a.m.k. meðal miðaldra fólks, dragi út tíðni kransæðasjúkdóma. Jafnframt virð- ist ljóst að jákvæðs árangurs af slíkri meðferð er helst að vænta meðal þess fólks sem hefur áhættuþættina, einn eða feiri, í ríkum mæli. Nokkrar hcimildir: 1. Thc Lipid Research Clinics Coronary Primary Prcvcntion Trial Rcsults. JAMA 1984, Jan. 20., Vol. 251, No. 3. 2. Multiple Risk Factor Intcrvcntion Tri- al. JAMA 1982, Sept. 24, Vol. 248, No. 12. 3. Cholesterol-Heart Discasc Link Illum- inated. Science 1983, Sept. 16, Vol. 221. 4. Risk Factor Analysis. W.B.Kannel and A.Schatzkin. Progress in Cardiovascular Discasc 1983, Vol. 25, No. 4. 5. Áhættuþættir fyrir kransæðadauösföll- um mcðal miðaldra íslenskra karla. Gunnar Sigurðsson. Hjartavcrnd 1978, 15, 2. 6. Matarráðgjöf við hækkuðu serum kól- cstcróli. Laufcy Stcingrímsdóttir og Gunnar Sigurðsson. Læknablaðið 1983, 69, 4. 7. Time, 26. mars 1984. 8. Effect of dict and smoking intervention on thc incidcncc of coronary hcart disease. I. Hjcrman ct. al. Lancct 1981, Dcc. 12, 1303-1310. 9. Dccline in mortality from coronary he- art discasc in Finland 1969 to 1979. J. T. Salonen ct. al. Brit.Mcd.J. 1983, Junc 11, 286, 1859. Höfundur þessarar greinar, dr. Gunnar Sigurðsson, er yfirlæknir lyf- lækningadcildar Borgarspítalans og dósent við læknadeild Háskóla íslands. Hann er sérfræðingur í efnaskipta- og innkirtlasjúkdómum, og starfaði um skeið á Rannsóknastöð Hjartaverndar. „Aldrei er góð vísa of oft kveðin“ Stuttir kaflar úr gremum sem birst hafa í Heilbrigðismálum Blindratal. í könnun árið 1979 reyndust 419 íslendingar vera lög- blindir. briðjungur þeirra hafði enga eða lítt nýtanlega sjón og teljast því blindir í þrengstu merkingu þess orðs. Um tveir þriðju eru starfsblindir, en þeir eru vegskyggnir og hafa ratsjón. Algengi blindu hefur lækkað úr 300 á 100.000 íbúa árið 1950 niður í 120 árið 1979 eða urn 60%. Guðmundur Björnsson: Sjóndepra og blinda. 4/1980. Fetill og fötlun. Fötlun nær eftir umfangi allt frá minni háttar líkamsá- galla til himinhrópandi líkamlegs eða andlegs bjargarleysis. Talið er að orðið fötlun sé samstofna orðinu fetill, sem merkir band eða borði sem ætlað er að styðja lasburða handlegg. Hnukur Pórðarson: Fötlun og örorka. 1/1981. Að hugsa fyrir aðra. Þegar við, sem tilheyrum meirihlutanum, setj- umst niður til þess að hugsa fyrir þá sem við teljum að geti það ekki sjálfir, þurfum við að temja okkur þá auðmýkt sem til sh'kra hugleið- inga þarf. Við verðum að bera fulla virðingu fyrir tilfinningum þeirra sem við viljum aðstoða, eins og þær eru, jafnvel þótt við óskum þess að þær væru eitthvað líkari okkar eigin tilfinningum. Við þurfum að rækta með okkur næmleik fyrir þörfunt þessara einstaklinga. Magnús Magnússon: Hugfötlun. 2/1981. Tannkrem. Skipta rná tannkremstegundum í þrjá flokka. í fyrsta lagi tegundir er sannað þykir að veiti tönnum nokkra vörn og séu jafn- framt óskaðlegar við reglulega og eðlilega notkun. í öðru lagi tegund- ir sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma eru gagnlegar og öruggar í notkun, þó ósannað sé. 1 þriðja lagi tegundir sem líta verður á sem tannsnyrtiefni eingöngu. Sé tannkrem notað á annað borð virðist næsta eðlilegt að það sé af fyrsta eða öðrum flokknum. Ólafur Höskuldsson: Hvað er tannkrcm? 3/1982. Kafflefni. I venjulegum skömmtum verður koffein tæpast taiið vímu- gjafi. Það veldur örugglega ekki fíkn, en hins vegar er ávani í það vafalaust geysisterkur. Full ástæða er til þess að vara þungaðar konur við mikilli kaffidrykkju (umfram 3-5 bolla af kaffi á dag), einkum á síðari hluta meðgöngutímabilsins. Porkcll Jóhanncsson: Koffcin, algcngasta örvandi cfnid. 4/1982. Brjóstaniein. I’egar kona finnur hnút í brjósti, og ekki er vafa und- irorpið að konunni er þessi fyrirferð framandi, er ekki ástæða til að bíða boðanna. Best er að leita til heiinilislæknis og getur hann metið hvaða aðferð honum lítist heppilegust til greiningar. Ef aðferðirnar benda á góðkynja hnút er oftast ráðlegt að bíða og sjá til. Sé niðurstaðan sú að rétt sé að fjarlægja hnútinn skyldi það gert strax. Gunnlaugur Gcirsson. Of l'úar konur skoða hrjóst sín. 1/1983. Vinna og heilsa. Samkvæmt málshætti í trúarbrögðum Budda er atvinnan mikilvæg af þremur ástæðum, hún eykur samveru við aðra, hún er framlag okkar til samfélagsins og hún brauðfæðir okkur. Rannsóknir benda til að sá þáttur í lífi okkar sem hefur mest forspár- gildi um langlífi sé svarið við spurningunni: Hvernig líður þér í vinnunni? Gudjón Magnússon. Hvad cru félagslækningar? 2/1983. HEUiBRlGÐISMAL 1/1984 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.