Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 17
Stungifi á hljóðhinuiu og plaströr sett í. Aðgerðin er gerff undir smásjá og i svæfíngu. Á síðasta ári voru slík rör sett í eyru á eitt til tvö þúsund íslenskum börnum, þar af um helm- ingur á Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans, en þar var þessi mynd tekin. miðeyrans sem er á næsta leiti. Bakt- eríur eiga síðan auðvelt með að slá sér niður í veiklaða slímhúðina og valda bráðabólgu. Ofnæmi í nefi veldur þykknun í slímhúð og vatnsþunnu horrennsli. Það er talið stuðla að vökvasöfnun í miðeyra. Stórir nefkirtlar þrýsta á kokhlust- ina þar sem hún opnast inn í nefkok- ið og eru þannig taldir geta lokað henni. Því eru þeir oft fjarlægðir í þeirri von að kokhlustin opnist betur. Alls kyns erting, svo sem mikill hiti eða kuldi, snöggar hitabreyting- ar, alls kyns ryk og síðast en ekki síst tóbaksreykur ertir slímhúð nefsins og veldur þrota. Algengasta einkenni undirþrýst- ings og vökvasöfnunar í miðeyra er minnkuð heyrn. Við heyrnarmæl- ingu kemur þetta fram. Með sér- stöku mælitæki er hægt að mæla þrýstinginn í miðeyranu. Niðurstöð- ur mælinganna koma að gagni fyrir lækninn sem skoðar eyrað, metur ástandið og ákveður meðferð. Með- ferðin miðar að því að koma á ný eðlilegu loftstreymi til miðeyrans. Reynt er að opna betur kokhlustina með nefdropum og lyfjum til inn- töku. Einnig eru eldri börn látin blása út í eyrun oft á dag. Læknirinn þarf að fylgjast með hvort vökvinn hverfur og að heyrn verði eðlileg. Rör í eyra Ef ofangreind meðferð ber ekki árangur þarf að stinga á hljóðhimn- una í svæfingu og soga slímið burt. Jafnframt þessu er stundum sett ör- smátt plaströr í gegnum hljóðhimn- una. Það hleypir í gegn um sig lofti og kemur í stað loftrásar sem eðli- lega á að vera um kokhlust. Plaströr- ið er yfirleitt látið vera kyrrt í marga mánuði og þarf viðkomandi að koma í eftirlit. Oftast dettur rörið sjálfkrafa út, ella er það fjarlægt af eyrnalækni. Gatið á hljóðhimnunni grær síðan. Ekki má vökvi komast í eyrað meðan rör er í því eða gat á hljóð- himnu. Komi sýking í eyra með röri í, hefur bólgan afrás um rörið og gröfturinn lekur út um hlustar- ganginn. Slík bólga er meðhöndluð eins og venjuleg bráðabólga. „Eymabólgubömin11 Bólga í miðeyra er langalgengasta ástæða fyrir því að komið er með sjúkt barn til læknis. Áður en fimm ára aldri er náð hefur helmingur barna fengið einn eða fleiri fúka- lyfjakúra vegna sýkinga í eyrum. Helmingur þeirra barna sem fá svæsna miðeyrnabólgu á fyrsta ári koma til með að eiga við eyrna- vandamál að stríða næstu árin. Hægt er að skipta börnum í þrjá hópa. Pau sem aldrei fá í eyrun, þau sem fá nokkur eyrnabólguköst og þau sem hafa viðloðandi eyrnavandamál um skemmri eða lengri tíma. Síðast taldi hópurinn þarf góða þjónustu og reglubundið eftirlit til að fleyta börnunum yfir þetta tíma- bil, sem oftast nær frá öðru ári fram á fjórða ár. Ef vel tekst til losna þau við hina hvimleiðu fylgikvilla, sem eru langvarandi sýkingar með graftr- arútferð úr eyra og heyrnarskerðing, þannig að viðkomandi þarf að bera heyrnartæki. Margt hefur foreldrum verið ráð- lagt til að þau geti forðað barni sínu frá því að fá eyrnabólgu, en flest brugðist. Þó eru þrjú atriði sem vert er að koma á framfæri, vegna þess að þau eru rökrétt og hægt að breyta eftir þeim. { fyrsta lagi er æskilegt að barnið sé á brjósti að minnsta kosti í sex mánuði. f móðurmjólkinni eru þau mótefni gegn sýklum sem barnið þarf svo mjög á að halda en er van- búið að mynda sjálft. í öðru lagi skal forða barninu frá því að vera þar sem loft er mengað af tóbaksreyk. Það er óþörf og óæskileg erting fyrir viðkvæma slím- húð. í þriðja lagi á ekki að láta börn sofa úti í vagni nema þegar veður- skilyrði eru hagstæð. Maðurinn hef- ur búið heimili sín þannig að jafn og góður hiti og raki er þar. Því er það ekki nauðsynlegt að setja lítilburða barnið út í vetrarhörkur þær sem hér ríkja. Við búum í það rúmgóðum híbýlum að það ætti að vera rými fyrir yngstu kynslóðina til að hvílast og þroskast innan veggja heimilisins. Grein þessi er eftir Sigurð Júlíusson lækni á Háls-, nef- og eyrnadeild Borg- arspítalans í Reykjavík. Plaströr sem sett er í eyra er hér sýnt ísamanburffi viff enda á eyrnapinna. Röriff er affeins um 4 mm langt. HEILBRIGÐISMAL 1/1984 1 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.