Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 28
SamanburSur á uniferSarslysum eft- ir mánuSum, samkvæmt tölum Slysadeildar Borgarspítalans árin 1982—84. Áberandi færri slösuSust í umferSinni í fyrrasumar heldur en áriS 1982 og færri hafa slasast fyrstu mánuSi þessa árs heldur en á sama tíma undanfarin tvö ár. slysum fækkaði álíka mikið og meiri háttar slysum, en innlögnum vegna umferðarslysa fækkaði þó aðeins minna eða um 10%. A það skal minnt að í fyrra, en þá var norrænt umferðaröryggisár, var meiri fræðsla um öryggi í umferð en þekkst hefur um árabil. Það er at- hyglisvert að slysunum fækkaði mest meðal 15-19 ára pilta, þar sem slysatíðnin hefur verið langhæst, en meðal stúlkna á sama aldri fækkaði slysunum mun minna. Ef fækkun slysa er fræðslunni að þakka virðast piltarnir móttækilegri fyrir henni nú en áður. Meðal eldri en fertugra slösuðust fleiri konur en karlar árið 1983, en það gæti bent til þess að þær væru meira í umferðinni en áður var. Fróðlegt er að líta á dreifingu slys- anna eftir mánuðum. Flesta mánuði ársins 1983 voru færri slys heldur en árið 1982. Mestur munur var þó frá júní til september, en í fyrrasumar var notkun bílbelta meiri en dæmi eru til áður hér á landi. Fyrstu fjóra mánuði ársins 1984 komu alls 299 íbúar höfuðborgar- svæðisins á Slysadeild Borgarspítal- ans vegna meiðsla í umferðarslysum (168 karlar og 131 kona). Það er 53 færra en ári áður (15% fækkun) og 83 færra en fyrsta þriðjung ársins 1982. Gæti þetta bent til þess að áhrif fræðsluátaksins og annarra að- gerða í fyrra vari að einhverju leyti enn. Höfundur þessarar greinar, Bjarni Torfason, er læknir á Borgarspítalan- um í Reykjavík.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.