Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 31
þátt hvors um sig í þessum jákvæða árangri. Spurningunni um áhrif kól- esteróllækkunar á áhættuna var því enn ósvarað með vissu. Nýjasta rannsóknin Til þess að svara þessari spurningu hefur verið framkvæmd hóprann- sókn í Bandaríkjunum síðustu sjö árin. Um 3800 miðaldra karl- mönnum með hátt kólesteról í blóði (efstu 5%) var skipt í tvo hópa og dregið um það í hvorum hópnum þátttakendur lentu og vissu þeir ekk- ert um það, ekki heldur þeir læknar sem fylgdu þeim eftir (double blind). Síðan var öðrum hópnum gefið kólesteróllækkandi lyf, Chol- estyramine, sem bindur gallsýrur í meltingarvegi og leiðir til aukins út- skilnaðar á kólesteróli. Hinn hópur- inn fékk sams konar útlítandi duft en án virks efnis (placebo). Báðum hópunum voru gefnar vægar niatar- ráðleggingar til að tryggja að ekki kæmu til síðar áhrif frá umræðu um þessi mál meðal almennings. Mat- arráðgjöfin lækkaði kólesterólgildi um 3% í báðum hópunum áður en byrjað var á lyfjagjöfinni. Meðalkól- esterólgildi í blóði lækkaði síðan um 8—10% í lyfjahópnum og heldur meira, eða um 13%, að því er varðar svokallað LDL-kólesteról sem helst er talið hafa áhrif á æðavegginn. Kólesteróllækkunin varð þó veru- lega meiri meðal þess undirhóps sem tók fullan skammt af lyfinu, eða 25 — 35% lækkun, en margir þoldu ekki svo mikið og tóku því minni skammt með minni áhrifum á kólesterólgild- ið í blóðinu. Allan þennan tíma vissu þátttakendur eða læknarnir ekki um kólesterólgildi viðkomandi einstak- linga. Að loknunt sjö árum voru kannaðar dánarorsakir þeirra er lát- ist höfðu úr hópnum og einnig kann- aðar sjúkraskrár með hliðsjón af kransæðatilfellum o.fl. Meðfylgj- andi rnynd sýnir niðurstöðurnar. í samanburðarhópnum (hóp P) fengu 187 af 1900 körlum kransæðastíflu eða létust af völdum hennar, sam- anborið við 155 af þeim 1900 sem lyfið tóku (hóp C). Þannig fengu 19% færri úr lyfjahópnum kransæða- tilfelli og er sá munur tölfræðilega marktækur. Mjög svipaður varð ár- angurinn að því er varðar önnur kransæðaeinkenni svo sem brjóst- verk (hjartakveisu) og hjartalínurits- breytingar. í þeim undirhópi sem tók lyfið reglulega og fékk þar af leiðandi mesta kólesteróllækkun varð munurinn verulega meiri eða um 50%. Þrátt fyrir þetta varð ekki munur á heildardánartíðni í hópun- um tveimur sem skýrist af ellefu slys- um í lyfjahópnum samanborið við fjögur í lyfjalausa hópnum, en sá munur verður ekki skýrður af öðru en tilviljun að mati þeirra sem yfir dánarorsakirnar fóru. Ályktanir forstöðumanna banda- rísku heilbrigðismálastofnunarinnar (National Institute of Health), sem stóðu fyrir þessum viðamiklu rann- sóknurn, voru þær að rannsóknin hefði sannað að unnt væri að draga úr áhættu á kransæðasjúkdómum með því að lækka kólesteról um 10% eða meira meðal miðaldra karla með hátt kólesterólgildi í blóði og sem ekki höfðu þegar fengið ein- kenni um kransæðasjúkdóm. Þessi lækkun fékkst með notkun ákveðins lyfs, en þeir töldu að niðurstöðurnar mætti heimfæra upp á kólesteról- lækkun með matarráðgjöf ef hún næði sömu kólesteróllækun í blóði. Vert er að benda á að tíðni krabbameins var hin sama í báðum hópunum í þessari rannsókn, en í sumum fyrri hóprannsóknum hafði vaknað sá grunur að kólesteróllækk- un í blóði gæti leitt til aukinnar hættu á vissum tegundum krabba- meins. Aðrar rannsóknir, svo sem Whitehall-rannsóknin í London, hafa fremur bent til þess að lágt kólesteról í blóði hafi verið afleiðing af krabbameini sem viðkomandi sjúklingar hafi verið haldnir á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Jafn- framt má benda á að í þessum rann- sóknum hefur kólesteróllækkunin einungis verið á bilinu 10-30% og kólesterólgildin ekki nálgast það sem margar þjóðir hafa, svo sem í Suður-Evrópu og Japan, en þar er tíðni þessara krabbameinstegunda síður en svo hærri. Lág tíðni er t.d. á ristilkrabbameini í Japan þar sem meðalkólesterólgildi í blóði er mjög lágt. Þetta mikilvæga atriði er þó enn til rannsóknar. Hafa ber í huga að þessi ákveðna hóprannsókn var fyrst og fremst gerð til að kanna áhrif kólesteról- lækkunar (af völdum ákveðins lyf) á tíðni kransæðasjúkdóma meðal mið- HEOiBRIGÐISMAL 1/1984 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.