Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 32
viðbrögð hinna nákomnu geta verið
óæskileg og átt sinn þátt í að vekja
upp fælni og halda henni við.
Nemandi sem hliðrar sér stöðugt
hjá stærðfræði staðfestir í eigin huga
að hann geti ekki lært stærðfræði.
Þessi hliðrun takmarkar námsval
hans við fög sem ekki krefjast
stærðfræðikunnáttu. Þetta útilokar
hann frá námi í fögum eins og efna-
fræði, eðlisfræði, náttúrufræði og
svo má lengi telja.
Á tímum örra tækniframfara ótt-
ast menn hið óþekkta og eru tölvur
skýrt dæmi um það. Allt sem þarf er
að setjast niður og læra að færa sér
þær í nyt. Margir hinna fullorðnu
eiga oft erfitt með að stíga fyrsta
skrefið og magna á þann hátt van-
máttartilfinningu sína þar sem þeir
vita að jafnvel börn geta náð góðu
valdi á þessari tækni.
Oft er það svo að við hliðrum
okkur hjá aðstæðum án þess að ótt-
ast kringumstæðurnar sem slíkar, en
óttumst miklu frekar viðbrögð okkar
við þessum aðstæðum, með öðrum
orðum þá óttumst við óttann.
Þegar fælni er tekin til meðferðar
er ekki spurt hvers vegna, heldur er
spurt: Við hvaða aðstæður er þetta
atferli sýnilegt? Hvaða áhrif hefur
þessi hegðun og hvaða afleiðingar
hefur hún í för með sér? Hvaða önn-
ur hegðun er til staðar um leið og
fælniviðbrögðin? Úr hvaða virkni
hefur dregið vegna fælninnar?
Hvaða aðstæður forðast hinn fælni?
Hvernig bregst hann við?
Að hugsa um einhvern atburð get-
ur verið jafn áhrifaríkt og að lifa upp
atvikið sjálft. Ef við höldum að eitt-
hvert áreiti sé hættulegt getum við
fyllst hræðslu án þess að við séum í
hættu stödd.
í rannsókn frá 1977 voru þátttak-
endurnir háskólanemar sem hrædd-
ust snáka.14 Nemunum var skipt í
tvo hópa. Þegar þeir nálguðust
snákabúr heyrði annar hópurinn
upptöku af eðlilegum (hægum)
hjartslætti, hinn hópurinn af hjart-
slætti sem jókst stig af stigi. Þeir
fyrrnefndu komust nær búrinu og
gátu dvalið þar lengur en hinir.
í annarri rannsókn15 var sýnt fram
á tengsl hugsana og kvíða. Myrk-
fælnum börnum var skipt í þrjá
hópa. Fyrsti hópurinn hafði yfir
setninguna: „Ég er dugleg(ur) og get
séð um mig í myrkrinu11. Annar hóp-
urinn þuldi setninguna: „Það er
gaman að vera í myrkri og þá er
hægt að gera margt skemmtilegt“.
Þriðji hópurinn fór með Ijóðlínuna:
„Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan
gluggann". Börnin voru send inn í
herbergi þar sem þau stjórnuðu birt-
unni. Börnin í fyrsta hópnum gátu
dvalist þar lengst og í mestri dimmu,
síðan börnin sem höfðu aðra setn-
inguna yfir en verst stóðu sig þau
sem fóru með Ijóðlínuna. Niðurstöð-
ur þessarar rannsóknar gefa til
kynna að hugsun ein hjálpar ekki,
heldur hvað hugsað er.
í bókarkafla er lýst þeim óhug
sem sló höfundinn þegar hann fór
um jarðgöng:
„Framundan eru Strákagöng,
múruð hvelfing, myrkur. Hér verður
að stansa. ... Handan við þessi göng
er áfangastaður minn - Siglufjörð-
ur. Ég legg af stað inn í fjallið og
myrkrið. Það dimmir, Ijósin á bíln-
um virðast vera að slokkna, það set-
ur að mér óhug. Ég man allt í einu
eftir orðum gamals prests: „Ef þú ert
líkhræddur skaltu setjast niður hjá
líkinu og taka í höndina á því og
stattu ekki upp fyrr en óhugurinn er
úr þér.“ Ég stansa á ný og stíg út úr
bílnum, slekk Ijósin, nú er ég hér
einn með fjallinu. Það fer kaldur
gustur um þennan stað, rakinn þétt-
ist á klettinum og fellur í þungum
dropum á steingólfið. Myrkrið er
orðið svo þétt að ég get hnoðað úr
því bolta sem ég kasta aftur fyrir mig
og ég heyri þá skella á klettaveggn-
um bak við mig. Enn held ég af stað
og nokkrum bíllengdum framundan
er bugða. á göngunum, það djarfar
fyrir Ijósi sem verður bjartara og
bjartara og skyndilega er ég kominn
út úr þessum platonska helli í aðra
og nýja veröld.“16
Hér er á hnitmiðaðan hátt sagt frá
því hvernig óttinn sest að hinum
fælna, hvernig á að takast á við fælni
og hvernig tilfinning það er að kom-
ast út úr kringumstæðum sem við
hræðumst.
Hvemig verður fólk fælið?
Ýmsar getgátur hafa verið settar
fram um það hvernig fólk tileinkar
sér fælni. Það eru einkum þrjár
leiðir sem hafa verið rannsakaðar:
32 HEILBWGÐISMAL 3/1984