Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 13
(Dalahérað). - Tóbak er almennt notað af körlum, jafnt fátækum heimilisfeðrum sem öðrum. Allar brýnustu þarfir verða að víkja fyrir þessari óhóflegu eyðslu. (Flateyrar- hérað). — Tóbak notar fjöldinn. (Hesteyrarhérað). — Kaffi er drukk- ið mikið eins og annars staðar á landi hér, og konurnar hafa á boð- stólum við gesti og gangandi sæta- brauð af öllum hugsanlegum gerðum og gæðum, langt fram yfir það sem góðu hófi gegnir. (Blönduóshérað). - Danssamkomur eru útbreiðslu- staðir, þar sem unglingarnir læra að reykja og drekka. (Sauðárkrókshér- að). - Munntóbaks- og neftóbaks- neysla minnkar við fráfall hinna eldri. Heimabrugg er útbreitt. (Öx- arfjarðarhérað). - Kaffi- og tóbaks- nautn mjög í hófi. (Vopnafjarðar- hérað). Alþýðufræðsla um hcilbrigðismál. - Auk ýmiss konar fróðleiks fyrir alþýðu um heilbrigðismál, sem jafn- Svipmynd úr höfuðborginni á fjórða áratug aldarinnar. an birtist í blöðum og tímaritum (sérstöku tímariti um þessi efni hefir þó enn ekki tekist að halda lifandi), hefir ríkisútvarpið gefið hlustendum kost á nokkurri heilbrigðisfræðslu, og voru á árinu haldnir á þess vegum 27 fyrirlestrar um þessi eða skyld efni. Landlæknir gaf út á árinu tvö smárit til alþýðufræðslu, „Leiðbein- ingar um kynsjúkdóma" og „Leið- beiningar um meðferð ungbarna". Skólaeftirlit. — Skólaskoðanir náðu til 7420 barna, þar af nutu 28% ekki kennslu í skólahúsum. Leikfim- ishús höfðu 38% barnanna og bað 30%. Læknar töldu skóla og skóla- staði óviðunandi fyrir 8,6% barna. - í haust var byrjað að gefa öllum skólabörnum lýsi einu sinni á dag. Kennarar skólans gefa börnunum inn úr glasi, og er hagað svo að glasið kemur tæplega við munninn. Glasið er þerrað í hvert sinn með hreinu þurru handklæði. (Skipa- skagahérað). Barnauppeldi. — Uppeldi og eftir- liti barna er mjög ábótavant hér í kauptúninu. Börnin hafa ekki annan leikvöll en götuna, illa hirta. Hverj- um eyri, sem þeim áskotnast, verja þau til brjóstsykurskaupa. (Sauðár- krókshérað). Meðferð þurfalinga. - Þurfa- lingum líður síst ver en öðrum sem taldir eru komast vel af. (Flateyrar- hérað). Tannlækningar. - Tannáta er tíð- astur allra kvilla á íslandi. Þó eiga menn aðeins kost verulegra tann- lækninga í þeim fáu bæjum, þar sem tannlæknar hafa sest að, en það er í Reykjavík, Hafnarfirði (með köfl- um), ísafirði, Akureyri og Vest- mannaeyjum. Engan veginn ná þó tannlæknarnir til alls almennings á þessum stöðum, og veldur því tvennt, að tannlækningar eru yfir- leitt of dýrar til að vera við almenn- ingshæfi, nema öðru skipulagi verði á komið, og einnig það, að almenn- ingur hefur ekki náð því menningar- stigi að þessu leyti að finna til þarfar- innar og gera kröfu til stöðugrar tannlæknisþjónustu. - Tannlæknir frá Vestmannaeyjum dvaldi hér í tvo mánuði og smíðaði gervitennur í 17 menn og konur, auk ýmissa smærri aðgerða. Má segja að hér hafi farið fram þetta ár stór hreingerning á þessu sviði og var að vísu full þörf á því. (Vopnafjarðarhérað). Samkomuhús. Kirkjur. Kirkju- garðar. - Kirkjur eru sums staðar ofnlausar, og því háski að haldast við í þeim undir messu, þegar kalt er, en raunar kemur sjaldan til þess, því fólk sækir svo illa messur. (Borg- arneshérað). - Flestar samkomur, dans og leiksýningar, eru ýmist haldnar í fiskhúsunum eða í húsi kaupmanns eins, og hvort tveggja lítt nothæft til þeirra hluta. (Bíldu- dalshérað). Framfarir til almcnningsþrifa. - Efnahagsleg afkoma og heilbrigði eru svo skyld, að ég skoða það sem skyldu mína að styðja af alefli allt, er rniðar að bættri afkomu héraðsbúa minna. (Flateyrarhérað). — Ég tel að almenn heilbrigði sé miklu betri nú í héraðinu en fyrir 15 árum. Sennilega er það fyrst og fremst að þakka bættum húsakynnum, en ná- kvæmt skólaeftirlit og nokkur fræðsla í sambandi við það og oftar mun líka eiga einhvern þátt í þessu. Þrifnaði hefir þá líka áreiðanlega mikið farið fram. (Síðuhérað). □ HEILBRIGÐISMAL 3/1984 1 3

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.