Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 11
 Tóbakssala á Islandi Árleg meðalsala í grömmum á hvem fullorðinn íbúa 3000 Allt tóbak Síga- rettur 500 1940 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 Nú, þegar ný tóbakslög eru að taka gildi, er rétt að átta sig á nokkrum tölulegum staðreyndum um tóbakssölu og tóbaksneyslu hér á Iandi. Á því línuriti sem hér birtist má sjá þróun tóbakssölunnar í rúma fjóra áratugi. Um er að ræða meðal- sölu á hvern íbúa 15 ára og eldri, og eru tölurnar byggðar á sölu frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (reiknað er með að hver sígaretta vegi 1 gramm og hver vindill 2,5 grömm). Sígarettusalan hefur aukist úr 700 grömmum árið 1941 í 2515 gröntm árið 1983. Á sama tímabili hefur heildarsala tóbaks aukist úr 1345 grömmum í 3020 grömm á hvern fullorðinn íslending. Ekki eru til eldri sölutölur en frá 1941. Af innflutningstölum má þó gera sér nokkra grein fyrir þróun- inni. Heildarsalan virðist ekki hafa breyst mikið frá aldamótum og fram undir 1940, en hins vegar hefur síg- arettusalan aukist nær stöðugt. Árin 1912-15 voru sígarettur 3% af inn- flutningi tóbaks en nú eru þær 83% af tóbakssölunni. Um og eftir síðari heimsstyrjöld- ina jókst sígarettusalan mjög mikið. Athyglisvert er að salan minnkaði árið 1964 þegar birtar voru miklar skýrslur um skaðsemi reykinga. Einnig dró úr sölunni árin 1968 og 1969, en setja má það í samband við þrengingar í efnahagslífinu. Síðast minnkaði sígarettusalan að nokkru marki árið 1977, en þá var mikil umfjöllun í fjölmiðlum utn skaðsemi Nokkrar tölur um tóbak reykinga, m.a. námskeið í sjónvarpi til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Pó að sígarettusalan sé nú komin yfir það mark sem var árið 1976 er heildartóbakssalan samt enn minni en þá. Tölur um sölu tóbaks eru ekki besti mælikvarðinn á breytingar á tieyslu tóbaks. Ekki eru tiltækar ná- kvæmar neyslutölur fyrr en nú, árin 1983 og 1984, er kannanir Hagvangs sýna að 41-42% fullorðinna íslend- inga reykja. Lítill munur er á kynj- um. Af þessum tölum, og öðrum, má draga þá ályktun að um 70 þús- und Islendingar reyki sem svarar einum sígarettupakka á dag. Þetta eru þó ekki nema 30% allra lands- manna, þannig að mikill meirihluti þjóðarinnar reykir ekki. Það er sá meirihluti sem nýju tóbakslögin eiga einkum að vernda. —ir. HEILBRIGÐISMAL 3/1984 1 1

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.