Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 9
Iþróttaslys Grein eftir Hrafnkel Óskarsson Á undanförnum árum hefur íþróttaiðkun aukist mjög mikið hér á landi. Með enn lengri frítíma má búast við að sú þróun haldi áfram. Iðkun íþrótta fylgir alltaf viss hætta á slysum og því má gera ráð fyrir að slíkum slysum fjölgi á næstu árum. Til að kanna tíðni íþróttaslysa hér á landi var farið yfir gögn um þá sem komu á Slysadeild Borgarspítalans árið 1980 og skráð var að hefðu slas- ast við íþróttaiðkun. Þegar frá höfðu verið taldir þeir sem voru rangt skráðir svo og þeir sem slasast höfðu við hestamennsku (rúmlega 300) kom í ljós að 2468 manns höfðu slasast í öðrum íþróttum þetta ár, 1833 karlar og 635 konur. Þetta eru 6,6% af öllum sem komu á Slysa- deildina umrætt ár. Miðað við að þessar tölur taka að mestu leyti til höfuðborgarsvæðisins má áætla að á fimmta þúsund Islendingar slasist ár hvert við íþróttaiðkun, þar af á fimmta hundrað hestamenn. Sjö af hverjum tíu sem slasast í íþróttum eru á aldrinum frá 10 til 24 ára, og er það helmingi hærri tíðni en í öðrum slysum. Hæst er tíðnin á aldrinum 10—14 ára en 6,3% af Reykvíkingum á þeim aldri slasast árlega við fþróttaiðkun, 5,4% af 15 — 19 ára unglingum og 3,6% af aldurshópnum 20—24 ára. Algengustu íþróttaslys meðal karla voru í knattspyrnu (805), á skíðum (273), í handbolta (224), körfubolta (165) og leikfimi (100). Konunum var hættast á skíðum (216), í leikfimi (109) og í handbolta (86). í 30-50% tilvika þurftu þeir sem slösuðust að koma til eftirmeðferð- ar. Skíðafólkið var lengst í meðferð, eða 10,4 daga að meðaltali, þeir sem ekki voru innlagðir, handknattleiks- menn í 6 daga og fimleikafólk, knatt- spyrnumenn og körfuknattleiks- menn um 5,5 daga. Enginn beið bana af íþróttaslysi á þessu ári, enda er slíkt fremur sjaldgæft. Tíðni inn- lagna í algengustu slysahópunum var frá 2,9% í handknattleik upp í 7,4% hjá körfuknattleiksmönnum. Nær helmingur áverka var á fing- ri, ökla eða hné. Eins og gefur að skilja var þetta þó misjafnt eftir íþróttagreinum. Fingurmeiðsli voru Síðustu árin hefur vegur skíða- íþróttaima vaxið mjög, en kapp er best með forsjá í þeim leik sem öðrum. t.d. þriðjungur slysa í handknattleik og körfuknattleik, en slys á rist og tám algengust leikfimislysa. Beinn kostnaður á Slysadeild Borgarspítalans vegna íþróttaslysa er um 5 milljónir króna á ári, á núgildandi verðlagi, en þar við bæt- ist legukostnaður, vinnutap o.fl, og áætlaður kostnaður alls ekki undir 15 milljónum króna. Má áætla að kostnaður vegna íþróttaslysa á öllu landinu nemi a.m.k. 30 milljónum króna á ári. Pað er því ljóst að íþróttaslys eru umfangsmeira vandamál en álitið hefur verið, og má drepa hér á nokkrar leiðir til úrbóta. Algengt er enn að slys verði við skíðaiðkun vegna þess að útbúnaður er ekki sem skyldi, og má í því sam- bandi minna á gildi góðra öryggis- bindinga. Byrjendur mega ekki ætla sér um of og slasa sjálfa sig og aðra með því að glíma við brekkur sem þeir ráða engan veginn við. Áber- andi var í þessari rannsókn að mörg smábörn slösuðust á nýju skíðunum sínum fljótlega eftir jólin, og ættu foreldrar að leiðbeina börnunum eft- ir getu og fylgjast sérstaklega vel með því í byrjun að þau tefli ekki í tvísýnu. All mörg slys verða við skíðalyftur og ætti að vera auðvelt að koma að mestu í veg fyrir þau. Líklega er stærstur sá hópur íþróttamanna sem slasast vegna of lítils undirbúnings (upphitunar) fyrir átök í æfingum eða leik. Tognanir ýmiss konar, liðbanda- og sinaslit verða því algengari sem undirbún- ingur er minni. Sérstaklega má benda þeim sem stunda íþróttaæf- ingar án leiðbeinenda eða þjálfara á það að verja 10-15 mínútum í upp- hitun og teygjuæfingar. Vegna aukins áhuga á líkamsrækt skal á það bent að mikilvægt er að gera æfingar á réttan hátt og kunna sér hóf. Góð líkamsþjálfun næst ein- göngu á löngum tíma, þeir sem reyna að ná árangri með offorsi í fljótheitum gefast oftar en ekki upp, eða þurfa jafnvel að leita til slysa- deildar. Sá er ekki tilgangurinn með íþróttaiðkuninni. Höfundur þessarar greinar, Hrafnkell Óskarsson læknir, starfar á Landspítalanum. HEILBRIGÐISMÁL 3/1984 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.