Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 4
r
I nýjum heimkynnum
Hinn 31. ágúst sl. var hið nýja hús Krabbameinsfé-
lagsins að Skógarhlíð 8 vígt við hátíðlega athöfn. A
öðrum stað í þessu blaði er sagt frá vígslunni og birt
nokkur þeirra ávarpa sem flutt voru við það tækifæri.
Allir þeir sem tengdir eru Krabbameinsfélaginu á einn
eða annan hátt munu fagna þeim áfanga sem hér hefir
náðst. Verðskuldaða athygli vakti það traust og sá vel-
vilji sem þjóðin sýndi á haustmánuðum 1982 þegar hún
með öflugum, frjálsum fjárframlögum gerði Krabba-
meinsfélaginu kleift að kaupa nýtt hús og búa það tækj-
um. Þetta kemur meðal annars fram í ávarpi forseta
íslands er hún segir:
„Við erum hér vitni að stórhug sem hefur borið árang-
ur á ótrúlega skömmum tíma, stórhug þjóðar sem með
átaki safnaði fé til að eignast þetta hús til vísindalegra
rannsókna og ennfremur stórhug og árvekni nokkurra
einstaklinga - innlendra og erlendra - sem gengið hafa
fram fyrir skjöldu og fært þessari vísindastöð gjöf sem
seint verður fullþökkuð og aldrei ofmetin.“
„En vandi fylgir vegsemd hverri", eins og dr. Gunn-
laugur Snædal, formaður Krabbameinsfélags íslands,
benti á í ávarpi sínu. Það er án efa einlæg ósk velunnara
félagsins að því megi takast á komandi árum að sýna í
verki með starfsemi sinni að það sé verðugt þess trausts
sem því hefir verið sýnt.
Það er ekki ætlunin hér að ræða framtíðaráætlanir
Krabbameinsfélagsins. Það er verksvið stjórnar félagsins
að fjalla þar um og til þess hefir hún fyllsta traust. Eg vil
þó taka undir orð Matthíasar Bjarnasonar heilbrigðis-
málaráðherra þar sem hann segir í ávarpi sínu: „Ég held
að þeir sem stofnuðu krabbameinsfélögin hafi gert ráð
fyrir því að þau yrðu á hverjum tíma forgönguhópur,
sem reyndi fyrir sér um nýjar leiðir í forvarnarstarfi og
sjúkdómaleit." Hin nýju húsakynni og tækjabúnaður
munu vissulega skapa möguleika á auknu leitarstarfi
með nýjum og bættum aðferðum. Þar mun efst á blaði
vera mikil aukning á leit að brjóstakrabbameini á byrj-
unarstigi, svo framarlega sem unnt verður að skapa
þeirri starfsemi fjárhagslegan grundvöll. Þá munu uppi
hugmyndir um að hefja leit að ristilkrabbameini og er
aðstaða til slíkrar leitar einnig fyrir hendi í hinum nýju
húsakynnum.
Hin mikla tölvugjöf til Krabbameinsfélagsins, sem
kynnt var á opnunarhátíðinni, mun stórlega bæta mögu-
leika á úrvinnslu þeirra gagna sem safnast hafa og safnast
munu á vegum Krabbameinsskrárinnar. Vísindaleg úr-
vinnsla og rannsóknir byggðar á þeim gögnum munu
framvegis sem hingað til verða mikilvægt viðfangsefni.
Tölvubúnaðurinn mun einnig koma að notum við úr-
vinnslu gagna Leitarstöðvarinnar og Frumu-
rannsóknastofunnar.
Þegar talað er um forvarnarstarf Krabbameinsfé-
lagsins skil ég það orð svo að meðal annars sé átt við
ýmiss konar vísindalega rannsóknarstarfsemi til leitar að
orsökum og orsakaþáttum krabbameins. Ég vænti þess
að sá hluti starfseminnar verði í nánustu framtíð efldur í
hinum nýju húsakynnum. Að sú sé ætlunin þykir mér
mega ráða af þeirri ákvörðun stjórnar Krabbameinsfé-
lagsins að ráða forstjóra sem verði tengiliður milli hinna
ýmsu deilda starfseminnar, stefnumarkandi í ákvarðana-
töku um ný verkefni og hvati í skipulagningu starfsem-
innar á hverjum tíma. Um leið og Heilbrigðismál flytja
Krabbameinsfélaginu bestu heillaóskir á þessum merku
tímamótum bjóðum við dr. G. Snorra Ingimarsson vel-
kominn til starfa að hinum mikilvægu verkefnum sem
framundan eru.
4 HEILBRIGDISMAL 3/1984