Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Blaðsíða 6
Útgjöld til heilbrigðismála hafa margfaldast síðan 1950 og dánartíðnin hefur lækkað Grein eftir Ólaf Ólafsson og Jónas Ragnarsson Dag hvern deyja að jafnaði 4-5 íslendingar. Dánartíðnin miðað við 100.000 íbúa (aldursstöðluð) hefur síðustu árin verið um 700 hjá körlum en milli 400 og 500 meðal kvenna. Nokkrar sveiflur eru frá ári til árs en sé litið á fimm ára meðaltal sést að miklar breytingar hafa orðið á tíðninni síðustu hálfu öldina. Á fjórða og fimmta áratug aldarinnar lækkaði dánartíðnin mikið, eða um 34% hjá körlum og 40% meðal kvenna (frá 1931—35 til 1951-55). Á sjötta og sjöunda áratugnum breyttist tíðnin lítið, einkum hjá körlum. Síðasta áratuginn lækkaði dánartíðni karla um 17% og dánar- tíðni kvenna uni 24% (frá 1966-70 til 1976-80). Mikill munur er á dánartíðni karla og kvenna og kentur hann einnig fram í tölum um ævilengd. Sam- kvæmt nýjustu útreikningum Hag- stofunnar (1981-82) mega íslenskar konur vænta þess að lifa 5,6 árum lengur en karlar. Ævilengd og dánartíðni (einkum ungbarnadauði) eru þættir sem vitað er að fara að einhverju leyti eftir þjóðarframleiðslu og útgjöldum til heibrigðisntála. Þjóðhagsstofnun hefur reiknað út breytingar á heildarútgjöldum fslendinga til heil- brigðismála síðan 1950 og borið þær saman við þjóðarframleiðslu og einkaneyslu. Stofnunin áætlar að á þessu ári muni heildarútgjöld til heil- brigðismála nema 6,5 milljörðum króna eða 27 þúsund krónum á hvern landsmann. Þetta er talið sam- Heildardánartíðni á íslandi Aldursstöðluð dánartiðni, miöað við 100.000 Breytingar á aldursstaðlaðri heildardánartíðni frá 1931—35, til 1976—80, miðað við 100.000. Karlar: Úr 1326 í 706. Lækkun um 47% Konur: Úr 1074 í 444. Lækkun um 59%. Heildardánartíðni á íslandi Aldursstöðluð dánartíðni, miðað við 100.000 900 800 700 ( 600 500 400 300 200 100 Ita' K0'1 \ J\ rv V 1 í 1950 1955 1960 1965 1920 1925 1980 198il 6 HEILBRIGÐISMÁL 3/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.