Heilbrigðismál - 01.03.1986, Side 26

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Side 26
fallslega sjaldgæft í flestum löndum, en þó er tíðnin mjög há hjá svertingjum á vissum svæðum Afríku án þess að vitað sé hvers vegna. Æxlið er jafn algengt hjá drengjum og stúlkum. Það getur fundist í öðru eða báðum augum í einu, en meðalaldur barnsins er venjulega innan við 1 ár þegar æxli finnast í báðum augum samtímis. Ættgengi er þekkt, allt að 40% til- fella, og er þá oftar um að ræða æxli í báðum augum. Horfur eru góðar þannig að taldar eru 80—90% Iíkur á lækningu með viðeigandi með- ferð. 5.4. Fjölkímsæxli (teratoma, terato-carcinoma). Pessi æxli hafa alla tíð vakið áhuga og um leið furðu manna, því að þau eru sam- sett úr ýmsum líkamsvefjum á mis- munandi þroskastigum, t.d. tönnum, vöðvavef, brjóski, beini, kirtlum og slímhúð. Pau eru talin upprunnin úr þeim vefjum sem upphaflega mynda fósturvísinn, kímfrumunum sjálfum (germ cells), eða beinum afkomendum þeirra. Hugmyndir um að þessi æxli séu ófullkomin tilraun til tví- bura-myndunar hafa einnig átt fylgi að fagna. Algengust eru þau á spjaldhryggs-svæðinu og í kyn- kirtlum karla og kvenna, kviðar- holi, brjóstholi, hálsi og heila. Oft- ast eru fjölkímsæxlin góðkynja hjá börnum. 5.5. Lifrarkímsæxli (hepato- blastoma) eru mjög sjaldgæf krabbamein hjá börnum og finnast þau sjaldan eftir 3 ára aldurinn. Orsakir eru óþekktar. Tíðni virðist hærri í Asíu og Afríku en á Vestur- löndum. Þau myndast í lifur sem er að öðru leyti eðlileg, en lifrar- krabbamein hjá fullorðnum finnst oftar í lifur sem er skemmd af öðr- um sjúkdómum. Líkur á lækningu eru ekki nema 35%. 5.6. Vöðvakímsæxli (rhabdom- yosarcoma) finnast á öllum aldri, en hjá börnum eru þau algengust um fjögurra ára aldurinn. Þau eru gerð úr og talin upprunnin úr frumstæðum vöðvafrumum. Ein- kenni fara eftir staðsetningu krabbameinsins, en hjá börnum eru þessi æxli algengust í augntótt, nefi, koki, munni og þvagblöðru. Horfur hafa batnað með fjölþættri Samhjálp foreldra í febrúar 1983 hittust for- eldrar barna sem voru með krabbamein. Stofnuð voru óformleg samtök og síðan hafa nokkrir fundir verið haldnir með læknum og hjúkrunarfræðingum. Rætt hefur verið um sameiginleg áhugamál og miðlað af reynslu. Að sögn forsvars- mannanna hefur þessi stuðn- ingshópur reynst mjög gagn- Iegur fyrir aðstandendurna og einnig börnin sjálf. Félags- menn eru um sextíu. Samhjálp foreldra hefur að- stöðu í húsi Krabbameinsfé- lagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Stefnt er að því að halda reglulega fundi og koma á föstum viðtalstímum. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 62 14 14. meðferð og eru líkur á Iækningu nú um 50% að meðaltali. Lokaorð. Alvarlegur, Iangvar- andi sjúkdómur hjá barni hefur alltaf í för með sér verulegt álag á alla fjölskyldu þess. Breyting verð- ur til dæmis á heimilislífinu og allt snýst um sjúka barnið, þannig að heilbrigð systkini hverfa í skugg- ann. Allir hafa áhyggjur af veika barninu, foreldrar, systkini, afar, ömmur og aðrir nákomnir ættingj- ar og vinir. Einnig trufla veikindin og sjúkrahúslegurnar fjölskyldulíf og vinnu foreldranna og ýmis kostnaður vegna veikindanna get- ur orðið verulegur baggi. Auk sér- stakrar sjúkdómsmeðferðar er því þörf á öllum þeim stuðningi sem heilbrigðiskerfið hefur upp á að bjóða, bæði andlegum og félags- Iegum. Ekki hvað síst á þetta við þegar lækning tekst ekki og barnið deyr. Segja má að framfarir þær sem orðið hafa í meðferð krabbameina á undanförnum árum séu aðallega á sviði Iyfjameðferðar. Góð samhæf- ing verður þó að vera á milli allra þátta meðferðarinnar, skurðað- gerða, geislameðferðar og lyfja- meðferðar. Meðferð verður að ákvarða og skipuleggja þannig, að barnið fái svo litlar aukaverkanir sem mögulegt er, um leið og reynt er með öllum ráðum að vinna bug á æxlinu. Krabbameinstilfelli hjá börnum eru að vísu fá, en æxlin margvísleg og á mismunandi stig- um við greiningu. Meðferð verður því að vera einstaklingsbundin og sérstaklega ákvörðuð í hverju ein- stöku tilfelli fyrir sig. Mikilvægt er að þeir aðilar, sem skipuleggja krabbameinsmeðferð, hafi næga reynslu af öllum tegund- um sjaldgæfra æxla og mismun- andi meðferð þeirra. Pess vegna er það oft talið nauðsynlegt að mið- stýra greiningaraðgerðum og byrj- unarmeðferð. Til þess að geta metið hvaða meðferð gefur bestan árangur hafa verið gerðar margar alþjóðlegar samanburðarrannsókn- ir, t.d. eru Islendingar í nánu sam- starfi við hinar Norðurlandaþjóð- irnar um meðferð illkynja æxla hjá börnum (NOPHO). Mikil áhersla hefur verið lögð á það að finna leiðir til að minnka meðferð og gera hana einfaldari án þess að árangur versni. Rétt er að endurtaka í lokin að verulegar framfarir hafa orðið í greiningu og meðferð krabbameina hjá börnum. Batnandi horfur og vaxandi Iíkur á lækningu margra æxla hvetja til áframhaldandi bjart- sýni. ítarefni: A. J. Aitman, A. D. Schwartz: Malignant diseases of infancy, childhood and adole- scence. W. B. Saunders, 1983. P. G. Jones, P. E. Campbell: Tumors of infancy and childhood. Blackwell 1976. C. L. Berry: Paediatric pathology. Sprin- ger-Verlag, 1981. E. Silverberg: Cancer Statistics, 1985. Ca- A, Cancer Journal for Clinicians, American Cancer Society, 1985,35(1):19—35. R. E. Behrman, V. C. Vaughan: Text- book of pediatrics. W.B. Saunders 1983. jóhann Heiðar Jóhannsson læknir er sérfræðingur í líffærameinafræði og sér- staklega meinafræði barna. Hann starf- ar á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Guðmundur K. Jónmundsson læknir er sérfræðingur í barnalækningum og starfar á Barnaspítala Hringsins. Hann vinnur m.a. við meðferð illki/nja æxla hjá börnum. 26 HEILBRIGÐISMÁL 1/1986

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.