Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 4
HEILBRIGÐISMÁL Jónas Ragnarsson Heilbrigði og skóli Sumir telja að með öflugum for- vörnum megi tryggja heilbrigði allra. í ávarpi Halfdan Mahler fram- kvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar í tilefni af degi stofnunarinnar á síðasta ári benti hann á þjálfun, næringu og ábyrgð einstaklingsins sem helstu liði í heilsubætandi aðgerðum. Petta þrennt telst allt til forvarna. í íslenskri heilbrigðisáætlun, sem stefnir að heilbrigði allra árið 2000, og birt var í síðasta hefti Heilbrigð- ismála, er eitt markmiða að komið verði á fót stofnun forvarna- og heilbrigðisfræðslu. Pessi stofnun á að annast ráðgjöf um heilbrigða lifnaðarhætti, gerð fræðsluefnis og endurmenntun starfsliðs í heilsu- gæslu. Landlæknir sagði nýlega í blaða- grein: „Við verðum að kenna meira í skólum um sjúkdóma og sjúk- dómavalda, námsskráin þarfnast gagngerra breytinga". I þessu hefti Heilbrigðismála er gerð grein fyrir stefnu stjórnmála- flokkanna í heilbrigðismálum eins og þeir lögðu hana fram fyrir kosn- ingar. Þar er á nokkrum stöðum bent á að nýta beri skólakerfið betur til kennslu í heilsuverndarmálum og slysavörnum. Eftir því sem næst verður komist er mjög lítil kennsla í grunnskólum um byggingu mannslíkamans og starfsemi hans. Eitthvað mun vera breytilegt frá einum skóla til annars hversu mikil þessi kennsla er og í sumum fjallar hún sennilega mest um dýrafræði og sáralítið um manninn. Víða hefst líffræði- kennsla í 10 ára bekk en eingöngu er fjallað um það sem snýr að náttúr- unni almennt, um frumur, plöntur og dýr. Aftur á móti mun vera vel séð fyrir kennslu um einstaka þætti sem snerta manninn eins og holl- ustu, mataræði, hreinlæti og íþrótt- ir. í 6. bekk, en þar eru 12 ára börn, er kennd stutt bók um manninn, en aðeins fáar klukkustundir í viku, hluta úr vetri. Síðan er engin kennsla um manninn í 7. og 8. bekk, en eitthvað kennt af almennri líffræði og frumulíffræði. í 9. bekk er síðan hægt að velja milli líffræði og eðlisfræði. Sú líffræði fjallar um líffærakerfi mannsins og mun vera kennd allan veturinn þeim, sem þá grein hafa valið. Hinar hefðbundnu undirstöðu- greinar grunnskólafræðslu eru ís- lenska og stærðfræði. Til þess að forvarnarstarf í heilbrigðismálum nái fullum tilgangi þarf fræðsla um mannslíkamann að verða þriðja undirstöðugreinin í námsefninu. Þekking fólks á Iíkama sínum, byggingu og starfsemi, þarf að vera jafn góð og þekking sú sem nú er krafist af því um land og þjóð, tungu, sögu og atvinnuvegi. Til þess að kennsla um manninn verði viðurkennd undirstöðugrein í skólum hér þarf fyrst að verða hug- arfarsbreyting hjá þeim sem skipu- leggja fræðslumál. Það er í verk- sviði heilbrigðisyfirvalda að beina forystu fræðslumála inn á þessa nýju braut. Þegar nemendur hafa öðlast grundvallarþekkingu á lík- ama sínum verður fyrst hægt að ætlast til að þeir forðist hættur um- hverfisins sem til dæmis felast í fæðu, eiturefnum og vímugjöfum og spilla lífi okkar og heilsu. Þá eiga allir að geta skilið afleiðingar reyk- inga á sama hátt og afleiðingar þess að stíga ofan í heitan hver, svo dæmi sé nefnt. Þá munu allir skilja þýðingu góðrar næringar, líkams- þjálfunar og ábyrgðar á eigin gerð- um, sem eru taldir vera helstu liðir í heilsubætandi aðgerðum eins og Halfdan Mahler setti þær fram. f grunnskóla eru kennd undir- stöðuatriði tveggja höfuðgreina nú- tíma menningar okkar, íslensku og stærðfræði, og er það nú næsta og brýnasta verkefni okkar að koma á og viðurkenna þriðju greinina, um byggingu og starfsemi manns- líkamans. ]ónas Hallgrímsson prófessor. 4 HEILBRIGÐISMÁL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.