Heilbrigðismál - 01.06.1987, Qupperneq 5

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Qupperneq 5
HEJLBR/GÐ/SMÁJ. Gunnar H. Ingimundarson Nær áttatíu heilsugæslustöðvar Nú eru 79 heilsugæslustöðvar á landinu, 74 utan höfuðborgarinnar og 5 í Reykjavík og framkvæmdir hafnar við þá sjöttu (við Vestur- götu). Af þessum fjölda eru 33 svo- nefndar H2-stöðvar en þar starfa tveir eða fleiri læknar, auk annars starfsliðs svo sem hjúkrunarfræð- inga, 19 eru Hl-stöðvar þar sem einn læknir starfar, og 27 eru H- stöðvar en þar starfar hjúkrunar- fræðingur eða ljósmóðir en læknir hefur móttöku reglulega. Á árinu 1986 var opnuð ný heilsu- gæslustöð Hlíðasvæðis í Reykjavík og tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir heilsugæslu á Hofi í Öræfum, í Ólafsvík og í Reykjahlíð í Mývatns- sveit. í Sandgerdi var keypt hús og tekið í notkun. í byrjun árs 1987 var vígð heilsugæslustöð á Seydisfirdi. í fjárlögum fyrir árið 1987 er heimilað að kaupa húsnæði fyrir heilsugæslustöðvar á Borgarfirði eystra, á Flateyri og í Vogum á Vatnsleysuströnd. Nýlega hefur verið keypt hús fyrir heilsugæslu á Eyrarbakka og er verið að breyta því. Þá verður á þessu ári unnið við nýbyggingar heilsugæslustöðva á nokkrum stöðum. Stefnt er að því að heilsugæslustöðin við Hraun- berg í Reykjavík verði fokheld á ár- inu. Unnið veröur áfram við nýtt hús heilsugæslunnar á Akranesi. í Stykkishólmi er verið að byggja við sjúkrahúsið, m.a. fyrir heilsu- gæslu. Á Blönduósi er fokheld við- bygging við héraðshælið, þar sem heilsugæslu er ætlaður staður, og verður unnið við þá byggingu í ár eftir nokkurt hlé. Húsnæði heilsu- gæslunnar á Akureyri verður aukið og endurbætt á árinu. Á Húsavík verður haldið áfram með viðbygg- ingu við sjúkrahúsið þar sem heilsugæsla fær inni. í fyrra var unnið fyrir um níu milljónir króna við nýtt hús fyrir heilsugæslu á Þórshöfn og verður haldið áfram á þessu ári. Nú er verið að reisa 340 fermetra hús fyrir heilsugæslu á Djúpavogi og verður sú bygging fokheld í haust. Líkiegt er að á þessu ári verði hafnar framkvæmd- ir við heilsugæslustöð í Þorláks- höfn, en hún verður byggð eftir sömu teikningu og stöðin á Vopna- firði. Lokið er við að steypa upp 650 fermetra hús fyrir heilsugæslu við Sólvang í Hafnarfirði og átti það að verða tilbúið undir tréverk í vor. Eins og sést á þessari upptalingu má vænta úrbóta í húsnæðismálum margra heilsugæslustöðva á þessu ári. - jr. Heimildir: Fjárlög fyrir áriö 1987. Upplýsingar frá Ingibjörgu R. Magn- úsdóttur deildarstjóra í heilbrigdis- og tryggingamálaráðuneytinu. HEILBRIGÐISMÁL 2/1987 5

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.