Heilbrigðismál - 01.06.1987, Page 14

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Page 14
Hdgi Guöbergsson þeirra að staðaldri langan vinnu- dag, án þess að því fylgi veruleg þreyta og jafnvel eymsli og verkir ef farið er yfir ákveðinn „vinnuþrösk- uld" hvers vöðva. Ekki hefur tekist að ákvarða með neinni vissu hvað þetta gildi er stór hluti af hámarks- getu vöðva, en oft heyrist talað um 10%. Ef það vöðvaafl sem notað er í vinnu eða við átak er hærra en þessi styrkur má búast við verkjum og gigt. Því er nauðsynlegt að þjálfa sig til að ná nægum styrk svo að maður þreytist ekki. Bestu vinnuhreyfingar eru þær sem halda manni í hæfilegri æf- ingu. Sé of lítil hreyfing og áreynsla í vinnu þarf þjálfun utan vinnu- Þættir sem auka hættu á vöðvagigt gleymir fljótt getur þannig verið upphaf vítahrings, sem erfitt er að losna úr: Verkur getur valdið vöðvaspennu á tilteknu svæði en það stuðlar að því að sem minnst hreyfing komi á svæðið er valdi sársauka. Blóðstreymi í vöðva eða vöðvum minnkar. Bólga kemur á áverkasvæðið o.s.frv. Jafnframt gerist það oft að annar líkamshluti verður fyrir meiri áreynslu en venjulega, t.d. næstu liðamót sem eru lengra frá bol eða vinstri hand- leggur ef hægri handleggur er í lamasessi. Það getur svo leitt til verkja í þessum líkamshluta og þannig koll af kolli. Þegar einn lík- amshluti er orðin stífur verða lík- amshreyfingar stirðar og óeðlilegar og áreynsla óeðlileg. Oft gengur illa áð brjótast út úr slíkum vítahring. Fleiri vítahringi mætti ræða en það hefur Ingólfur Sveinsson geðlæknir gert í ágætri grein í tímaritinu Hjartavernd árið 1979. Talar hann m.a. um áhrif taugaspennu og kvíða í greininni sem nefnist „Vöðvagigt, sjúkdómur eða sjálf- skaparvíti?". Ekki verður fjallað nánar um þessa geðrænu þætti hér. Meðferð vöðvagigtar beinist að því að grípa inn í þennan vítahring, helst á sem flestum stöðum. Til þess að koma í veg fyrir að fólk fái vöðvagigt þarf að hindra að víta- hringnum sé hleypt af stað. Vinnan Þróun lífs á jörðinni hefur leitt af sér hinn upprétta mann (homo er- ectus), en segja má að þróun vinnu hafi leitt af sér hinn sitjandi mann (homo sedens). Liðir mannslíkam- ans eru margir og margvíslegir að gerð. Þeir leyfa hreyfingar af ýmsu tagi, sumir fjölbreyttar eins og axl- arliður, aðrir einhæfar eins og oln- bogaliður. Þótt unnt sé að hreyfa suma liði á margvíslegan hátt er ekki þar með sagt að það sé heppi- legt að staðaldri, einkum ef áreynsla fylgir. Hæfileg og nóg hreyfing og áreynsla stuðla þó að heilbrigði liða, sina og vöðva. Hver vöðvi hefur ákveðinn hámarkskraft og þar með hámkarksafköst. Vöðv- ar þreytast þó fljótt við mikla áreynslu. Ekki er hægt að nota nema lítið brot af hámkarksgetu Hér verða nefndir nokkrir þættir sem tengjast atvinnu og geta aukið hættu á vöðvagigt. Oft er um samverkun margra þátta að ræða. • Rangar vinnustellingar með stöðugri vöðvaspennu. Of hátt vinnuborð, t.d. lyklaborð ritvél- ar eða tölvu, leiðir til þess að vöðvar í herðum þurfa að vera samandregnir til að lyfta öxlum og halda þeim þannig. • Mikil sjóneinbeiting eða hug- areinbeiting í starfi, sérstaklega ef beina þarf athygli að litlu svæði og hreyfa hendur stöðugt á meðan. Þetta er býsna algengt fyrirbæri. Höfðinu er haldið kyrru með vöðvum í hálsi, hnakka og herðum. Vöðvarnir eru stöðugt spenntir en hreyfast iítið. Þetta er erfiðara ef höfuðið hallar fram. Hér er hægt að hjálpa talsvert með því að slaka á annað slagið og leyfa vöðvunum að hvíla sig og stundum er nægi- legt að lagfæra vinnuaðstöðuna. • Slæm lýsing hefur oft svipuð áhrif og í dæminu hér á undan og slæm lýsing við slíkar aðstæður (of lítil eða of mikil) eykur á þreytuna. • Miklar síhreyfingar í starfi valda oft núningi á sinum og sinaslíðrum, sem leitt getur til bólgu eins og allir þekkja. Sé starf þannig að hreyfa þurfi ein- hvern líkamshluta ótt og títt er hætt við, að halda þurfi öðrum kyrrum. Með öðrum orðum framkallar þetta vöðvaspennu í nálægum vöðvum. Að auki leiða slíkar síhreyfingar einfaldlega til þreytu í vöðvum sem notaðir 14 HEILBRIGÐISMAL 2/1987

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.