Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Blaðsíða 23
Skurðadgerð er oftast fyrsta meðferð við skjaldkirtilskrabba- meini. Minnsta aðgerð er brottnám þess skjaldkirtilsblaðs sem 'æxlið vex í. Oftast er mælt með stærri að- gerð og er þá skilinn eftir aðeins lít- ill hluti annars skjaldkirtilsblaðsins eða allur skjaldkirtilsvefurinn fjar- lægður. Minni aðgerðir voru al- gengará fyrri hluta athugunartíma- bilsins en á síðustu árum hafa flestir sjúklinganna gengist undir stærri aðgerðirnar. Margir sjúklingar fá einnig meðferð með geislavirkum samsætum til að eyða þeim vef sem ekki hefur náðst að fjarlægja með skurðaðgerð. Byrjað var að gefa þessa meðferð upp úr 1970 hér á landi. Ytri geislameðferð er stund- um beitt og þá helst gegn villivaxt- armeini. Sjúklingar sem greinast með þennan sjúkdóm fá undantekning- arlítið lyf í töfluformi með skjald- kirtilshormóni og verður að taka þær ævilangt. Hormónatöflurnar hafa tvíþættan tilgang, í fyrsta lagi að koma í staðinn fyrir hormón sem áður voru framleidd í skjaldkirtli og | í öðru lagi að hemja áhrif TSH-hor- í móns frá heiladingli, en það síðast- if nefnda er talið geta örvað vöxt | krabbameinsfruma sem hugsan- •<------------------------------------------------ s <S) 8 Fimm ára lifun sjúklinga með skjald- | kirtilskrabbamein, eftir greiningarár- £ um. FIMM ÁRA LIFUN SJÚKLINGA MEÐ SKJALDKIRTILSKRABBAMEIN KARLAR KONUR 1955 1960 1965 1970 1975 -59 -64 -69 -74 -79 Iega hefur ekki tekist að fjarlægja við meðferðina. Lifun. Um 75% kvenna og 59% karla voru á lífi 10 árum eftir grein- ingu. Séu þessar tölur bornar sam- an við dánarlíkur íslendinga al- mennt 1971—75, þá er lifunin mark- tækt verri í sjúklingahópnum (9% verri meðal kvenna og 17% meðal karla). Talið er að sjúklingar með totumein hafi bestar lífslíkur, þá komi sjúklingar með skjaldbús- mein og sístar séu Iíkur sjúklinga með merggerðarmein. Á meðfylgj- andi línuriti sést hvernig lifun (survival) hefur breyst á athugun- artímanum. Borin eru saman fimm ára tímabil og sýnt hversu margir sjúklingar lifa fimm ár eða lengur eftir að hafa greinst með skjaldkirt- ilskrabbamein. Fyrir bæði kynin kom fram verulega bætt lifun hjá þeim sem greindust eftir miðjan sjöunda áratuginn miðað við fyijir þann tíma. Umraeða. Pað er umhugsunar- efni hversu algengt krabbamein í skjaldkirtli er á íslandi. Á síðast- liðnum 30 árum hefur nýgengið einnig verið breytilegt. Veruleg aukning varð á árunum 1965—69. Erfitt er að gera sér grein fyrir or- sökunum. Á sama tíma batna lífs- líkur þessara sjúklinga verulega. Eftir þennan tíma greinast æxlin einnig minni en áður og fleiri finn- ast við almenna læknisskoðun. Þrátt fyrir þessa aukningu á fjölda greindra tilfella skjaldkirtilskrabba- meina urðu færri dauðsföll af völd- um þessa sjúkdóms. Það var mikill áhugi á rannsóknum á skjaldkirtils- krabbameini hér á landi um 1965 og gæti það hafa stuðlað að bættri greiningu sjúkdómsins á þessum árum. Orsakir. Um 1950 var fyrst bent á samband milli geislunar og skjald- kirtilskrabbameins og hafa rann- sóknir endurtekið staðfest þetta. Vitað er að jónandi geislun getur í vissum tilvikum valdið krabba- meini í skjaldkirtli. Þessi þáttur hef- ur ekki verið athugaður sérstaklega hér á landi, en ólíklegt verður að teljast að þessa háu tíðni sjúkdóms- ins á íslandi megi rekja til geislun- ar. Eitt af því sem stungið hefur ver- ið upp á til að skýra háa tíðni sjúk- dómsins á íslandi og Hawai, er að í báðum löndunum er mikil eld- virkni (rannsókn Einars Arnbjörns- sonar o.fl.). Það hefur þó ekki fundist neitt orsakasamband milli eldvirkni og skjaldkirtilskrabba- meins. í doktorsritgerð Júlíusar Sig- urjónssonar frá 1940 kom fram að skjaldkirtill í íslendingum var smá- vaxinn. Fræðimenn hafa sett það í samband við joðríkt fæði lands- manna sem hafa byggt matarræði Árlegt nýgengi og árleg dánartíðni skjaldkirtilskrabbameins á íslandi, ald- ursstaðlað miðað við 100.000 íbúa. SKJALDKIRTILSKRABBAMEIN - KARLAR - - KONUR - -59 -64 -69 -74 -79 -84 HEILBRIGÐISMAL 2/1987 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.