Heilbrigðismál - 01.06.1987, Síða 29

Heilbrigðismál - 01.06.1987, Síða 29
HEJLBR/GÐÍSMÁL / Jónas Ragnarsson vegna skorts á starfsfólki í heil- brigðisþjónustu, sem leitt hefur til lokunar deilda og komið í veg fyrir opnun nýrra sem tilbúnar eru að öðru leyti. Þessi skortur á starfs- fólki hefur og dregið úr möguleik- um á ódýrari þjónustu svo sem heimahjúkrun og heimilisaðstoð, sem eru einn hagkvæmasti þáttur heilbrigðisþjónustunnar. Nauðsyn- legt er að taka bæði menntunarmál og launamál þessara stétta til skoð- unar í því skyni að bæta hér um. Fagnað er gerð íslenskrar heil- brigðisáætlunar að frumkvæði heil- brigðisráðherra, sem byggð er á markmiðum alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar um „heilbrigði fyrir alla árið 2000" og fjallar um heilsuvernd og varnir gegn sjúk- dómum og slysum. Stuðlað skal að heilbrigðu Iíferni og heilsurækt m.a. með upplýsingum og hvatn- ingu til almennings og kennslu í ís- lenska skólakerfinu. Ahersla verði lögð á baráttu gegn tóbaki, áfengi og fíkniefnum. Virk þátttaka ein- staklinganna sjálfra og vitund þeirra um ábyrgð á eigin heilsu er forsenda árangurs. Heilsugæsla verði færð til sveit- arfélaga enda verði þeim tryggðar tekjur í því skyni. Við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu verði kostir einkareksturs nýttir til fulls. ítrek- aður er stuðningur við frjáls félaga- samtök, sem starfa að heilbrigðis- málum og lögð áhersla á að hlutur þeirra verði aukinn. Eyðni (alnæmi) er alþjóðlegt vandamál sem virðist ætla að taka sömu stefnu á íslandi og erlendis. Styðja þarf af alefli allar mannúð- legar aðgerðir til að hefta útbreiðslu eyðni, einkum þarf að stórefla fræðslu um sjúkdóminn og varnir gegn honum. Fagnað er umbótum í trygginga- kerfinu, svo sem lengingu tíma mæðralauna svo og mæðralaunum vegna barna öryrkja í langtímavist- un. Hvatt er til lögfestingar frum- varps um lengingu fæðingarorlofs og aukinn rétt heimavinnandi kvenna og barna þeirra. Nauðsynlegt er að endurskoða jafnan upphæðir tryggingabóta, þannig að t.d. örorkulífeyrir dugi til framfærslu bótaþega. Bótakerfi vegna slysatrygginga verði endur- skoðað þannig að rauntjón hinna slösuðu verði bætt. Heimavinnandi fólk njóti bóta frá Tryggingastofn- un ríkisins til jafns við aðra þjóðfé- lagsþegna. Fyrningarfrestur vegna umsókna um sjúkradagpeninga verði lengdur. Kannað verði hvort fjármagna eigi lífeyris- og sjúkratryggingar með iðgjöldum frá hinum tryggðu og almannatryggingar gerðar fjár- hagslega sjálfstæðar. Möguleikar á frjálsri tryggingastarfsemi á þessu sviði verði kannaðir og sérstaklega hugmyndir um eflingu sjúkrasam- laga sem stærri og sjálfstæðari tryggingafélaga en þau eru nú. G Alþýðubandalagið Samantekt eftir Svavar Gestsson for- mann flokksins. Við viljum láta verkin tala. Ætli nokkur flokkur hafi sett meiri svip á heilbrigðismál síðustu ára en Al- þýðubandalagið því flokkurinn hefur farið með yfirstjórn heilbrigð- ismála tvisvar sinnum, það er 1971- 1974 og 1980-1983 eða samtals í lið- lega sjö ár af sautján frá því að heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið varð til. Dæmi um þessi mál: 1. Tvöföldun á elli- og örorkulíf- eyri, sem er líka heilbrigðismál. 2. Sett ný lög um heilbrigðismál sem tryggðu algjöra endurskipu- lagningu þessa málaflokks meðal annars með heilsugæslustöðvum, en læknishéraðakerfið var lagt nið- ur. 3. Tannlækningar teknar að hluta inn í tryggingakerfið. 4. Jafnað lyfjaverð og lækkað verð á lyfjum til aldraðra og öryrkja. 5. Sett heildarlöggjöf um málefni aldraðra sem þegar hefur skilað mörgum hundruðum nýrra rúma HEILBRIGÐISMÁL 2/1987 29

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.