Heilbrigðismál - 01.03.1989, Page 19
JGEXSMAL / Ljiismyndjnnn (Jóhannes Long)
Gervigangráðir í hjarta
Hafa bætt og lengt líf margra
Islendinga síðasta aldarfjórðunginn
Grein eftir Arna Kristinsson
Leiðslukerfi hjartans. í árdaga
þurfti frummaðurinn að geta
þraukað fimbulvetur án þess að
hafa mikið að bíta og brenna og
þurfti því að hægja á líkamsstarf-
seminni. Einnig varð hann að geta
tekið viðbragð og flúið villidýr
merkurinnar á miklum hraða. Til
að geta þetta þurfti hjartsláttar-
hraði hans ýmist að vera ofurhæg-
ur eða mjög hraður. Þá þróaðist í
hjartanu bráðsnjallt rafkerfi sem
heilinn stýrir með ósjálfráða tauga-
kerfinu. Stjórnandi þessa rafkerfis
í hjartanu heitir gangráður, hann
ákveður hjartsláttarhraðann og frá
honum berast boð eftir rafleiðslum
og valda samdrætti hjartavöðvans.
Gangráðurinn er sjálfvirkur og er
hjartsláttarhraði í hvfld við fæð-
ingu um 120 slög á mínútu, en
verður helmingi hægari þegar ald-
ur færist yfir. Heilinn getur bæði
hert á og hægt þennan sjálfvirka
boða. Rafboð berast frá gangráðn-
um efst í hjartanu, fyrst um gáttir
(forhólf) en síðan um slegla (aftur-
hólf) sem dæla blóði út um allan
líkamann. Hjartsláttarhraði í hvíld
er við fæðingu um 120 slög á mín-
útu, en verður helmingi hægari
þegar aldur færist yfir.
Gangráðsveiklun og leiðslu-
truflanir. Einstaka barn fæðist með
galla í leiðslukerfi hjartans, en
langoftast er um að ræða hrörnun-
arsjúkdóm sem kemur á efri árum.
Leiðslutruflanir eru í meginatrið-
um tvenns konar, bilun í gangráði
eða truflun í leiðslukerfi. Afleið-
ingin er stöðvun hjartsláttar eða
mjög hægur hjartsláttur. Stöðvun
hjartsláttar í örfáar sekúndur veld-
ur yfirliði, en getur einnig lýst sér
sem svimi eða magnleysi ef hjarta-
stöðvun stendur skemur. Við rof í
leiðslu í hjarta verður taktur lötur-
hægur, stundum 20 til 30 slög á
mínútu. Það veldur yfirliðum,
magnleysi og mæði.
Gervigangráðir. Til að ráða bót á
gangtruflunum hafa verið gerð sér-
stök tæki, gervigangráðir. Þetta
eru flókin tæki, drifin af rafhlöð-
um. Nú er rúmur aldarfjórðungur
frá fyrstu gangráðsígræðslunni en
hún var framkvæmd í Stokkhólmi
og er sá sjúklingur ennþá lifandi.
Geimferðirnar hafa valdið byltingu
í búnaði gangráða. Stærðin var áð-
ur eins og hnefi manns en er nú
sem eldspýtnastokkur. Rafhlöður í
gervigangráðum endast nú í sex ár
en entust áður aðeins í sex mán-
uði. Leiðslurnar brotnuðu oft áður
fyrr, en bregðast nú varla. ígræðsl-
an fer fram með staðdeyfingu í
húð. Rafleiðslu er rennt eftir bláæð
inn í hjartað. Fylgst er með ferð
Ieiðslunnar á sjónvarpsskermi, við
gegnumlýsingu. Leiðslunni er
komið fyrir inni í viðeigandi hjarta-
hólfi og ýmsar mælingar fram-
kvæmdar. Þá er búinn til vasi fyrir
gangráðinn undir húð sjúklings
framan á brjóstvegg og rafleiðslan
Fyrstu gervigangráðirnir voru
mun stærri en þeir sem nú er farið
að nota. Gangráðurinn er settur
undir húð framan á brjóstvegg og
leiðslur liggja eftir bláæð inn í
hjartað.
1
18 HEILBRIGÐISMÁL 1/1989
tengd við hann. Sjúklingar þurfa
að vera á sjúkrahúsi fáeina daga til
ígræðslu gervigangráðs. Síðan er
gangráðurinn mældur tvisvar á ári.
Þegar sést að rafhlaðan er að tæm-
ast er skipt um gangráð með því að
spretta upp örinu yfir vasanum,
leiðslan losuð frá gamla gangráðn-
um og skrúfuð í nýtt tæki.
Einfaldir og flóknir gangráðir.
Gervigangráðir í hjarta eru mis-
flóknir. Einföldustu gangráðir eru
tengdir hjartanu með einni leiðslu
inn í hægri slegil. Þeir hlera takt
hjartans og grípa aðeins í taumana
ef takturinn verður of hægur. Þá
senda þeir rafboð inn í hjartað og
valda samdrætti. Flóknari gervi-
gangráðir geta hert á hjartsláttar-
hraðanum í samræmi við þarfir lík-
amans, eins og hinn náttúrulegi
gangráður gerir. Eru þá tvær leiðsl-
ur tengdar inn í hjartað, önnur í
gátt og hin í slegil, og geta báðar
hlerað taktinn og hottað á hólfin í
réttri röð. Afköst hjartans aukast
mun meira við áreynslu þegar
þessir gangráðir eru notaðir og
sjúklingarnir geta gert meira og
þeim líður betur. Gangráðina má
stilla á ýmsan hátt og einnig fá frá
þeim upplýsingar.
Raflostsgangráðir. Hér að fram-
an hefur verið lýst gangráðum til
að herða á hjartsláttarhraðanum.
En einnig eru til gangráðir sem
hlera sjúklegar, hraðar hjartsláttar-
truflanir og stöðva þær með raf-
boðum. Við sérstakar aðstæður
getur verið mikil hætta á skyndi-
dauða vegna takttruflunar sem
kallast sleglaflökt. Þetta má hindra
með ígræðslu raflostsgangráðs.
Þessi meðferð er þó tæpast búin að
slíta barnsskónum en á vafalítið
mikla framtíð fyrir sér.
Gangráðir framtíðarinnar. Nú
þegar eru framleiddir gangráðir
sem nema ýmsa starfsemi líkam-
ans, hreyfingu, hita, súrefnisbú-
skap o.fl. og breyta hjartslætti í
samræmi við það. Framtíðargang-
ráðir verða tengdir tveimur hjarta-
hólfum. Þeir munu nema starfsemi
líkamans og líkja þannig eftir boð-
um þeim sem berast í heilbrigðum
líkama til hjartans og fá það til að
slá með réttum hraða.
Fyrstu íslensku sjúklingarnir
voru sendir til Danmerkur til
ígræðslu hjartagangráðs fyrir 25 ár-
um, en síðustu tvo áratugi hafa
þessar aðgerðir verið framkvæmd-
ar hér heima. Árlega fá um 40 ís-
lenskir sjúklingar gervigangráð.
Flestir þeirra eru sjötugir eða eldri,
bæði konur og karlar. Nú ganga
um fjögur hundruð íslendingar
með gervigangráð, og hafa sumir
haft hann á þriðja áratug. Um
helmingur sjúklinga með rof í hinu
náttúrulega leiðslukerfi deyr innan
tveggja ára ef þeir fá ekki meðferð,
en með gervigangráð hafa menn
eðlilegar lífshorfur. Flestir eru með
einfaldari gerð gangráða en brátt
kemur að því að nær allir fái
tveggja hólfa gangráð eða gangráð
sem breytir hraða eftir þörfum
hverju sinni.
Árni Kristinsson er sérfræðingur í
lyflækningum og hjartalækningum og
er yfirlæknir á Landspítalanum.
Með gervigangráð
í mörg ár
Eins og fram kemur í grein-
inni eru nú um fjögur hundruð
manns hér á landi með gervi-
gangráð. Fyrsti íslendingurinn
sem fékk slíkan gangráð var
Hörður Gestsson sem gekkst
undir aðgerð í Árósum í febrúar
1963, en hann er látinn fyrir fá-
um árum.
Helga Valdimarsdóttir, sem nú
er 73 ára, var sennilega næst í
röðinni. Helga hafði lengi verið
heilsulítil. Fyrir um 22 árum var
hún lögð inn á sjúkrahús vegna
bakveiki og þá uppgötvaðist að
hjartsláttur hennar var mjög
hægur. Hún var send í skyndi
til Árósa í gangráðsaðgerð sem
tókst vel. „Eftir það hefur mér
liðið miklu betur," sagði Helga.
Skipt hefur verið um gangráð
nokkrum sinnum, fyrst nokkuð
þétt og síðast í fyrra en þá hafði
hann enst í átta ár. Þegar Helga
var spurð hvort hún myndi ráð-
leggja fólki að fá gervigangráð,
ef það þyrfti á honum að halda,
svaraði hún: „Já, ef það langar
að lifa."
Óli M. ísaksson hefur verið
með gervigangráð í sjö ár og
fékk hann eftir að hann hafði
verið fluttur meðvitundarlaus á
sjúkrahús nokkrum sinnum.
Síðan hefur honum liðið vel,
hann hefur getað unnið alla
venjulega vinnu og er enn í
starfi þó hann sé orðinn 91 árs.
Óli fer í skoðun á þriggja mán-
aða fresti og þá er styrkur raf-
hlöðunnar mældur, en ekki
hefur þótt ástæða til að skipta
um gangráð. „Ég veit ekkert af
þessu tæki og það háir mér ekki
á nokkurn hátt," sagði Óli, en
þess má geta að hann er mikill
hestamaður.
-/>•
HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 19