Heilbrigðismál - 01.03.1989, Page 22

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Page 22
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarinn (Jóhannes Long) Matarhefð og manneldisstefna Hvaða ályktanir má draga af áhrifum mataræðis á lífsafkomu fólks á fyrri tíð? Grein eftir Stefán Aðalsteinsson Maturinn er hverjum manni lífs- nauðsyn. Pað virðist óþarfi að gera þessa sjálfsögðu staðreynd að um- talsefni í landi þar sem einn þáttur efnahagsvandans nú er of mikil framleiðsla á mat. Þegar betur er að gáð er þó ekki nema rúmlega ein öld síðan íslendingar létu lífið í harðindum af beinum matarskorti. Á þeim tíma sem ísland byggðist var hér gott undir bú. Þá voru hag- ar fyrir kvikfé nægir og veðurfar hagstæðara en síðar varð. Korn- rækt var stunduð hér í einhverjum mæli fyrstu fjögur hundruð ár byggðar í landinu. Afurðir búfjárins ísland hefur frá öndverðu verið búfjárræktarland. Hér bjó fjöl- skyldan ásamt vinnufólki á af- mörkuðu eignarlandi eða leigu- landi sem nytjað var af fremsta megni til að afla matar handa heimilinu. Undirstaða mannlífs á íslandi var föst búseta, búfé, beitiland og heyskapur. Afurðir búfjárins voru lang veigamesti þátturinn í matar- æðinu fram eftir öllum öldum. Veiðiskapur var nýttur eins og tök voru á hverju sinni. Fasta bú- setan leyfði ekki sókn í veiðiskap nema um takmarkaðan veg og hér mynduðust ekki þéttbýlisstaðir sem byggðu á útgerð fyrr en á síð- ustu öld. Vandi sjávarplássa Líklegt má telja að ógnirnar sem gengu yfir þurrabúðarfólk í ver- stöðvum í hallærum hafi hamlað verulega gegn þéttbýlismyndun við sjóinn á fyrri öldum. Hannes Finnsson biskup segir m.a. um þetta í riti sínu Mannfækk- un af hallærum: „Opt hefir bærileg- ur eða góður fiski-afli verið og þó hallæri með manndauða. Aldrei manndauði af hallæri með bærileg- um heyskap og hans góðri nýt- ingu." I Fitjaannál segir frá því að árið 1700 hafi orðið mikið hallæri um allt land og þó mest fyrir norðan: „Þá gekk yfir hneppusótt, helzt með sjósíðunni, á því fólki sem lifði við einsömul fiskæti og vatn, fékk vatnsbjúg í tannholdið, and- litið og liðamót líkamans, svo það hnepptist. . . . Mörgum batnaði þá fengu endurnæringu." Hneppu- sótt mun hafa verið skyrbjúgur á mjög háu stigi. Skyrbjúgs er víða getið við sjávarsíðuna áður fyrr. C-vítamín úr sauðamjólk í bókinni „Manneldi og heilsufar í fornöld" gerir Skúli V. Guðjónsson grein fyrir helstu einkennum á mataræði fslendinga samkvæmt því sem lesa má út úr fornnorræn- um bókmenntum. í umfjöllun sinni um C-vítamín segir Skúli: „Þegar þess er gætt, að áður fyrr voru engar kartöflur og lítið græn- meti, leikur oss forvitni á að vita, hvernig menn fullnægðu C-víta- mínþörf sinni. Það hlýtur að vera fróðlegt, eða öllu heldur óskiljan- legt þeim, sem telja þessi matvæli helstu C-vítamíngjafa vora." í nýlegum rannsóknum, sem gerðar voru á Rannsóknastofnun landbúnaðarins, kom fram að meira en þrefalt meira C-vítamín er í sauðamjólk en kúamjólk. í riti um rannsóknirnar segir: „Samkvæmt mælingunum getur einn lítri af 22 HEILBRIGÐISMÁL 1/1989

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.