Heilbrigðismál - 01.03.1989, Qupperneq 30

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Qupperneq 30
Sjúkdómanöfn fyrir tvö hundruð árum Áta, elliglöp, heimsótt, kvensemi og tannæta Fyrir tveim öldum var gefið út í Kaupmannahöfn tímarit sem hét „Rit þess konúngliga íslenzka lær- dómslistafélags". Alls komu út fimmtán árgangar en í níunda og h'unda árgangi, 1789 og 1790, var ít- arleg grein eftir Svein Pálsson lækni undir heitinu „Registr yfir ís- lenzk Siúkdóma nöfn". Þar telur hann upp nokkur hundruð nöfn og skýrir þau. Tilgangur Sveins var meðal annars „at sýna, svo lángt sem þetta tekr, ordríki hinnar ís- lenzku túngu, er einna mest lætr sig í liósi í ment þessari, fremr ödr- um". Hér verða birt sýnishorn úr þessari skrá (stafsetningu hefur verið breytt til núh'ma horfs). - jr. Áblástur (Pustulæ labiorum) er mjög áþekkur munnsviða, mis- munurinn er þessi: Að séu bólurn- ar einasta á vörunum kallast það áblástur, en komi þær á tunguna eða annars staðar innan í munninn heitir það munnsviði. Bólur þessar koma oft mjög á óvart, þess vegna hafa hinir gömlu meint að fylgjur, andar eða aðrar ósýnilegar vofur blási þeim á mann, hefur þá mein- ingu styrkt að meðan bólan er að koma finnst oft þvílíkast sem sval- ur blær komi á holdið eða mann taki í hvar bólan ætlar að koma, er allt hefur sínar náttúrulegu orsak- ir. Aðsókn kallast bæði þá einn lætur illa í svefni sem og hvert og eitt að- svif og kast er hastarlega yfirfellur einn eða annan, og sér í lagi börn, og hvar menn ei vita neina orsök. Þannig verða börn á einu auga- bragði gagntekin af velgju og upp- köstum, rétt upp úr þurru, það kallast almennt aðsókn; fylgir þessu, sem hinu fyrra tilfelli, hjá- trúarfullur þanki á stundum, þó af náttúrulegum orsökum leiði. Ástir (Nebulæ ungvium) eru hvítir blettir og rákir í nöglunum sem koma bæði þá þær merjast og eins líka þegar einhvern punkt þeirra brestur hið náttúrulega við- urværi, orðið hefur sinn uppruria af því að fólk segir, að gamni sínu, að svo margar ástir sem einn eða ein hefur í nöglum svo marga hafi hann eða hún vini eða hjávini. Ásvelging, þegar maður kyngir einhverju þunnu og nokkuð af því fellur inn í barkann ertast vöðva- taugar barkakýlisins, þar náttúr- unnar herra hefur þeim það em- bætti á hendur falið að verja því er niður skal rennast að fara afvega og inn í andrúmið, hvað ef skeður má það annað tveggja ganga um nasir út eða upp aftur í munninn, hvar af oftlega leiðir hinn ákafasta hósta og þar á ofan vellu og of- stopa blóðsins; þegar svo ber undir heitir að manni svelgist á . . . Áta, átumein, jötu- eða jetukaun (Carcinoma, cancer), nefnist og svo krabbi og krabbamein af þeim mörgu vognöglum og krókóttu holum sem ná út í holdið frá sjálfu höfuðsárinu; etur mein þetta og fortærir bæði hinum hörðu sem blautu pörtum líkamans og hefur að því leyti jafna illsku sem beináta og holdfúi til samans. Bæði íslend- ingar og aðrir hafa smíðað sér að lifandi ormar væru skriðnir eða kviknaðir í holdinu, og ráðið það bæði af banvæni sársins og fiðringi þeim er oft kemur í meinið framan af, er þeir kalla skrið. Aðgætt hafa og íslendingar að krabbameinið byrjar sem oftast með beri eða brisi (Schirrho), einkanlega í andliti og brjóstum kvenna. Að leggja lifandi jötunuxa, krufðar mýs og annað illyrmi við ber þessi í fyrstu skal einatt hafa vel gefist, og verður því eigi með öllu neitað að svo komnu. Berserksgangur (Furor Athlet- icus); þessi tegund af æði sem að miklu leyti mun orsakast hafa af háttheldi og ótömdum geðsmun- um forfeðra vorra, er lagst hefur í ættir lengi fram eftir tímum, hefur farið minnkandi með kristniboðinu og hinum mildari siðum, þó mun hann ekki með öllu útdauður úr náttúrufari sumra . . . Bólusótt (Febris variolosa) er al- mennari orðin úti á íslandi en frá þurfi að segja. Bragðleysi (Pallor) kallast þá einn er hvítari ellegar bleikari yfirlitum en svarar náttúrulegri hreysti lífs- andanna og blóðsins, hvort heldur það kemur af hræðslu, sóttum, öngvitum eða þvílíku . . . Bríxl (Callificatio offium); þegar eitt beinbrot læknast kalla menn að beinið bríxli saman og þann stað hvar brotið var, er oftast ber lítið meira á en annars staðar, bríxl. Draumleysi (difficultas somni- andi) er, sem andfælur eða draum- órar, að sönnu ekki sjúkdómur heldur tilfelli eða andvari þeirra, þetta vissi og Haraldur konungur Sigurðarson og því sagði hann við ekkjuna, er leitaði ráða hans syni sínum, að engum manni hlýddi að vera draumstoli . . . Ekki (Planctus anhelosus v. Con- vulsivus) heitir sú ofsa hræring er við fjarskalegan grát íkemur þá ■* VL ; ; ?' , s. p. , * r . 3t e ð i f t« & V'* • 3§!cnaí Siii.fíióma H9fn., r i,:==:= 30 HEILBRIGÐISMAL 1/1989

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.