Heilbrigðismál - 01.03.1989, Page 31

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Page 31
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ / Sæmur innvortis háls- og brjóstvöðva svo að maður nær varla öndinni lang- an tfma á eftir; bæði lítill ekki og hiksti kallast einnig snökt, er dregst af hljóði því er uppkemur við hiksta og ekka, sem mjög er áþekkt hvert öðru. EUiglöp (amentia senilis) kallast sums staðar æðisgengni og elliór- ar; er eitt alþekkt aldurdóms tilfelli og ég trúi konum eiginlegra en körlum; krepptar og örvasa tala þær í heim fram við menn þá er áður aldrei séð hafa, eða dauðir eru fyrir löngu, byltast á hæl og hnakka og þykjast á meðan fara veröldina á enda, segja fyrir óorðna hluti í einu orði, þetta rænuleysi þekkist varla frá höf- uðórum sóttsjúkra (deliriis febricit- antium). Faraldur (Morbus epidemicus) er sama og landfarsótt nema að því leyti að landfarsótt merkir aleina það faraldur er sótt fylgir en far- aldur tekst um alls kyns krank- dæmi er svoleiðis yfirganga eitt land að þau grípa marga í senn og hvern af öðrum. Finnar (Vari, Jonthi) eru gulleitar og stundurh dökkleitar bólur er mest þjóta út um andlit og enni; inní þeim er hvít þykk vilsa og stundum bólgna þeir og grafa . . . Finnar eiga helst heima hjá þeim er menn almennt segja séu uppá heiminn. Fransós (á Suðurlandi Osa) (Mor- bus gallicus); um ætt og eðli kvilla þessa er ekki vert að vera langorð- ur, honum er og svo varið að þótt um hann væri ritað svo greinilega að allir fengju gripið, er þó engum, utan reyndum læknum, trúandi til, eða auðið að græða hann . . . Gallþusur (Cholera); þessum kvilla hefur, að ég trúi, fyrstur nafn gefið vicelögmaður Eggert heitinn Ólafsson í sinni Matjurta- bók; byrjar hann með sárum sviða- verki undir bringspölum hvar af síðan leiðir áfergilegustu uppköst a og búkhlaup, gulleit og galli bland- in. Garnagaul (Borborygmi) heita skruðningar þær er bæði af hrá- slaga, vindi, kveisu eða sulti orsak- ast og heyrast í kviðnum. Geðveiki (Melancholia) er svo margbreytin að ei má í stuttu máli Sveinn Pálsson (1762-1840) nam læknisfræði og náttúrufræði í Kaupmannahöfn og starfaði sem héraðslæknir á Suðurlandi austan Þjórsár frá 1799 til 1833. Sat fyrst í Kotmúla í Fljótshlíð en síðan í Vík í Mýrdal. Þegar sjúkdóma- skráin var birt var Sveinn enn við nám. útskýra, hún tilfellur oft af hinum léttvægustu tilburðum, stundum fylgja henni sífelld þögn og ókæti, óeira og leiðindi, að manni leiðist lífið og er óánægður með öll sín kjör, stundum grátur og hryggð, efi og grufl í trúarbrögðunum, örvinglan og kvíði fyrir því ókomna, jafnleg hræðsla af því er einskis er vert, og þessu eru oft samfara langvaranleg öngvit; mörgum hefur og sjúkleiki þessi því miður þrýst til að stytta eymd- arstundir sínar í þessu lífi, bæði á íslandi og annars staðar. Það sýn- ist og að fleiri séu konur en karlar veikindum þessum undirorpnir. Samviskuveiki, þunglyndi, sturl- un, fálæti, fáleiki, . . . hrelling, hugtregi, hugarvíl, eru almælt samnefni til geðveiki. Græðgi (Cynorexia) er ómettan- leg matarlyst er einatt tilfellur sjúklingum og óléttu kvenfólki; stundum kallast þetta nálgur vegna þess að þeir sem í er nálgur eru sísvangir og sópnir. Gula (Icterus) kallast svoleiðis af hinum gula lit er kemur á holdið; og er það merkilegt að litur þessi sést varla við ljós en glögglega við dagsbirtu . . . Hálsrígur (Caput obstipum) kall- ast þegar hálsvöðvarnir eru svo stirðir að höfðinu verður ei vikið til hliðar, kemur það tíðum af mikilli áreynslu eða að maður hefur legið óhægt með höfuðið, það kunna einnig ýmissa sjúkdóma leyfar að orsaka hann. Harðsperra kallast almennt dofi sá og stríðleiki er íkemur kálfa og hnésbætur eftir mikið göngulag. Háttheldi (Temperamentum) er ekki sjúkdómur heldur náttúrufar og innvortis skapnaður hvers eins er hinir gömlu hafa meint að grundvöll leggði til lundernis og sóttarferils þeirra, hafa þeir niður- skipað því í fjóra höfuðflokka og kallað Temp. Sangvineum (glað- eða léttlyndi), T. Cholericum (bráðlyndi), T. Melancholicum (þunglyndi) og T. Phlegmaticum (þurrlyndi). Þennan lærdóm hinna gömlu hafa yngri læknar allareiðu lagt fyrir óðal. Heilsa (Sanitas) er það ástand lík- amans er mótsest sjúkdómi; þaðan kallast: Heilsugóður, sterkur, hraustur, heill á hófi (Sanus); ©efcöeift (Melancliolia), er fvo wargbreijtitt, . at ci niá í jluttu máíi ót|ííra>' í>áu tiífcffc opt af enum (éttcceflucflu' tií&urbum, flúnD* unt fpígia £enni fífelb í>ogn og óficcti # _ ,s6eira og íeibinbi, at manni íeibii Wfit, ogj cr óáncsgbr meb eíí fin fior, (lunbum grátc * og fcrigb/c/í og grn6l í ttúarbregbunum, oroingian og goibi fnrí poí ófomna/ 'jafu* ‘ 'lig (jríebfla af fjpf ec einfið er perbt, 09 - «■»»« AiUÍ f Á HitlAAÞ/l __Alt ___ HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 31

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.