Heilbrigðismál - 01.03.1989, Side 33

Heilbrigðismál - 01.03.1989, Side 33
/ Ljósmyndarinn (Jóhannes Long) Félagslegar aðstæður og heilbrigðisþjónusta bama Grein eftir Sigurð Þorgrímsson og Sævar Berg Guðbergsson Þroski barna, uppvöxtur og heilsa er að miklu leyti háð þeirri aðstöðu sem þau búa við. Til að fá vitneskju um líðan barna, er mikil- vægt að vita hvernig fjölskyldum þeirra líður og er eigið mat fjöl- skyldnanna mikilvægt. Frá árinu 1982 hefur barnadeild Landspítalans tekið þátt í norrænu samstarfsverkefni um könnun á aðstæðum barna og fjölskyldna þeirra á Norðurlöndum. Upphaf- legur tilgangur könnunarinnar var að fá upplýsingar um langsjúk og fötluð börn og fjölskyldur þeirra, en til að fá samanburðarhóp var ákveðið að gera úrtakskönnun í hverju landi á aðstæðum fjöl- skyldna með börn sem fædd voru 1966-1983 en væru ekki með áður skilgreinda sjúkdóma. Á íslandi var úrtak þessa hóps, sem kallaður verður „heilbrigð" börn, alls 2654 börn. Spurningahefti voru send út sumarið 1985. Alls bárust svör frá fjölskyldu 1761 barns (66,5%), en 699 barnanna voru á aldrinum frá 6 til 12 ára. • íslensk börn nota heil- brigðisþjónustu mikið • Á þriggja mánaða tíma- bili er haft samband við lækni vegna tveggja af hverjum þrem börnum • Nær tíunda hvert barn leggst inn á sjúkrahús á einu ári en aðeins helming- ur þeirra á barnadeild • Um 90% fjölskyldna eru ánægðar með heilbrigðis- þjónustu fyrir börn þeirra • íslendingar leggja mikið upp úr sérfræðiþjónustu lækna og vilja hafa greiðan aðgang að henni fyrir börn sín Að lokinni þessari könnun voru hliðstæðir spurningarlistar sendir til fjölskyldna ákveðinna hópa langsjúkra og fatlaðra barna og er verið að vinna úr þeim niður- stöðum. Hér á eftir verður gerð grein fyr- ir nokkrum niðurstöðum þessarar könnunar á aðstæðum barnafjöl- skyldna á íslandi, einkum með hliðsjón af félagslegum aðstæðum og samskiptum fjölskyldnanna við heilbrigðisþjónustu. Varðandi félagslegar aðstæður má fyrst nefna að alls dvöldust 59% þeirra barna á forskólaaldri sem könnunin náði til á dagvistar- stofnun hluta úr degi eða allan daginn. Þegar athugað var hve margir fullorðnir væru á heimilinu og bæru höfuðábyrgð á uppeldi barnsins og umönnun, kom í Ijós að 89% barnanna voru í fjölskyld- um þar sem tveir fullorðnir báru þessa ábyrgð. Fram kom að á aðeins 17% heim- ila var annað foreldrið alfarið heima, hjá 49% fjölskyldna voru báðir foreldrar í fullu starfi utan heimilis og hjá 33% fjölskyldna var annað foreldri í hlutastarfi og hitt í fullu starfi. Hjá 80% fjölskyldna vinna foreldrar óreglulegan vinnu- tíma, þ.e. hluti vinnutímans er um kvöld og helgar. Ef við snúum okkur að þeim spurningum, sem varða samskipti barna við heilbrigðisþjónustuna kemur margt athyglisvert í ljós. Á síðustu tólf mánuðum áður en könnunin var gerð höfðu 47% barnanna verið hjá heimilislækni sínum, 14% hjá sérfræðingi á sjúkrahúsi eða heilsugæslustöð og 10% höfðu verið hjá sérfræðingi á stofu. Á síðustu þrem mánuðum hafði verið haft samband við lækni vegna 66% barnanna, þar af hafði verið leitað til læknis vegna 14% barna í bráðatilvikum. Þetta eru vissulega háar tölur og skal tekið fram að tannlæknar eru hér ekki með taldir. Síðasta læknisskoðun fór fram í 46% tilvika hjá skólalækni og í 28% HEILBRIGÐISMÁL 1/1989 33 L

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.