Heilbrigðismál - 01.03.1993, Side 7
Stúdíó 28 (Gott fólk/Manneldisráð) - Teikniþjónustan sf.
Hlutföll orkuefna
Prótein
Kolvetni
Prótein
Fita
Viðbættur
sykur
Annar
sykur
Fæði skólafólks
Manneldismarkmið
eru einfaldlega ekki góðir nemend-
ur, þeir eru ýmist eirðarlausir eða
þreyttir. En niðurstöður könnunar-
innar sýna að áhrif þess að sleppa
morgunverði eru víðtækari en
marga hefði grunað. Það kemur
nefnilega í ljós að þeir nemendur
sem borða morgunverð sjaldan eða
aldrei, fá mun næringarsnauðara
og lélegra fæði en þeir sem borða
nánast alltaf morgunmat. Munur-
inn á næringarefnum í fæði þessara
tveggja hópa er slíkur að þeir sem
borða morgunmat flesta daga vik-
unnar fá 50% meira af öllum nauð-
synlegum næringarefnum en hinir
sem sleppa morgunmatnum.
Ástæðan fyrir þessum mikla mun
er ekki aðeins afburða hollusta og
næringargildi morgunverðarins,
heldur skiptir hitt ekki síður máli
að þeir sem sleppa morgunmat
borða greinilega meira af lélegri
fæðu seinna um daginn en hin sem
byrja daginn með morgunmat. Það
kemur því ekki á óvart að sykur-
neyslan er mun meiri meðal þeirra
sem sleppa morgunmatnum og
einnig er algengara að þessi sömu
börn séu feitlagin. Niðurstaðan
virðist sú að það sé beinlínis fit-
andi fyrir ungar stúlkur að borða
ekki morgunmat og með því að
byrja daginn án þess að borða sé að
nokkru Ieyti búið að marka stefn-
una fyrir daginn í sjoppufæði, sæl-
gæti og gosdrykki.
Nesti eða matur í skóla eru mik-
ilvægir þættir í neyslu barna og
unglinga. Tíu ára börn sem búa í
þéttbýli koma langflest með ágætt
nesti að heiman, í flestum tilfellum
gróft brauð eða ávöxt. Nestispökk-
um fer strax að fækka meðal
stelpna í 7. bekk og þegar komið er
í 9. bekk sjást fáir með nesti, hvort
heldur er strákar eða stelpur.
Þótt nestismálin séu í ágætu horfi
meðal yngri barnanna er ástæða til
að vekja athygli á einu mikilvægu
atriði. I öllum skólum í þéttbýli eru
seldir drykkir í nestistíma. Mjólk er
þar ævinlega á boðstólum en oftast
eru þar líka sætir drykkir, kókó-
mjólk, safi og svaladrykkir. Mjólkin
á mjög í vök að verjast þar sem hún
er í samkeppni við sæta drykki og
nú er svo komið að hún er sá
drykkur sem minnst er selt af í
skólum landsins. Flest börn drekka
þar af leiðandi sætan drykk í skól-
anum þótt síst sé á sykurneyslu
þeirra bætandi. Það er athyglisvert
að vatn stendur nemendum yfir-
leitt ekki til boða í nestistímum. í
Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi
hefur verið bryddað á þeirri ágætu
nýbreytni að bera fram kalt vatn í
nestistíma. Börnin hafa með sér
mál eða bolla að heiman sem þau
geyma í hólfi í skólastofunni og er
ískalt vatnið borið fram í könnu.
Þetta er dæmi um einfalda og
ódýra aðgerð sem getur haft veru-
leg áhrif til að minnka neyslu sætra
drykkja meðal skólabarna.
Aðstaða barna og unglinga í
dreifbýli er allt önnur en í þéttbýli
hvað varðar mat í skóla. Dreifbýlis-
skólar eru flestir einsetnir og nem-
endur fá yfirleitt heitan mat í há-
deginu og jafnvel er boðið upp á
morgunverð í sumum heiman-
gönguskólum. Áhrif skólamáltíðar-
innar koma meðal annars fram í
því að börnin drekka mjólk eða
vatn í skólanum þar sem ekki er
um annað að velja með heita matn-
um.
Máltíðaskipan nemenda í þétt-
býli er verulega frábrugðin því sem
algengt er meðal fullorðinna sam-
kvæmt fyrri könnun Manneldis-
ráðs. Skólatíminn hefur mest áhrif
þar sem margir nemendur eru í
skóla í hádeginu en fá nestistíma
um miðjan morgun. Hádegisverð-
urinn er því seint og hann er mun
veigaminni en hádegisverður full-
orðinna, enda má ætla að mörg
Vatn stendur nemendum yfirleitt
ekki til boða í nestistímum.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 7