Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 8
Tómas Jónasson
börn sjái um sig sjálf eftir skóla og
velji hvað þau fá sér að borða. Hins
vegar er síðdegishressingin eða
„kaffið" mun orkuríkari máltíð
meðal nemenda í 7. og 9. bekkjum
en hjá fullorðnum. Síðdegishress-
ingin veitir um fjórðung heildar-
orkuneyslunnar og er næststærsta
máltíð dagsins meðal nemenda. Á
þessum tíma er sykurneyslan mest
þar sem kex, sætir drykkir, sælgæti
og sætabrauð eru algengar neyslu-
vörur.
Það vekur óneitanlega athygli
hve lítið fer fyrir grænmetisneyslu
íslenskra barna og unglinga. Með-
alneysla á þessum fæðutegundum
er 35 grömm á dag sem samsvarar
einum þriðja hluta úr gulrót eða
hálfum tómati á dag. Minna getur
það varla orðið og þetta áhugaleysi
fyrir grænmeti kemur skýrt fram í
trefjamagni fæðunnar sem er langt
undir ráðlagðri neyslu. Ávaxta-
neysla er heldur ekki ýkja mikil
þótt heldur sé hún burðugri en
grænmetisneyslan. Að meðaltali
borða börn um það bil hálfan ávöxt
á dag eða 73 grömm. Litlar vin-
sældir ávaxta meðal íslenskra
barna má sjálfsagt útskýra að ein-
hverju leyti með óvenju miklu og
almennu sælgætisáti. Ávextir eru
gjarnan borðaðir sem nokkurs kon-
ar ígildi sætinda og því er ekki að
efa að börn borðuðu minna af sæl-
gæti ef þau fengju meira af ávöxt-
um.
Börn borða alla jafna fituminna
fæði en fullorðnir. Þau smyrja
brauðið minna, nota gjarnan minni
feiti með mat og fjarlægja frekar fit-
una af kjöti en fullorðnir. En fá
börnin næga fitu? Hefur áróður
fyrir fitusnauðum matvörum ef til
vill gengið út í öfgar þannig að
fæðið fullnægi ekki þörf barna og
unglinga fyrir orku og fitu? Bæði í
Svíþjóð og Bandaríkjunum hafa
næringarfræðingar og barnalæknar
haft áhyggjur af þessu og fundið
dæmi þess að börn hafi fengið of
fitusnautt fæði vegna ofstækisfullr-
ar og misskildrar viðleitni til
heilsusamlegs fæðuvals eða vegna
megrunaráráttu ungs fólks. í fáum
orðum sagt sjáum við engin merki
þessa í niðurstöðum könnunarinn-
ar. Fæði íslenskra barna getur svo
sannarlega verið ófullnægjandi
bæði með tilliti til fitu og annarra
næringarefna en það á þá rót sína
að rekja til óhóflegs sætindaáts,
gosdrykkjaneyslu og lélegra fæðu-
venja, samfara óreglu á máltíðum
og engum morgunverði en ekki of-
stæki í notkun fitusnauðra holl-
ustuvara. Það er athyglisvert að
samkvæmt könnuninni fá þau börn
sem velja léttmjóllk í stað nýmjólk-
ur að jafnaði hæfilega fitu úr fæð-
unni auk þess sem þau borða bæti-
efnaríkara fæði en almennt gerist
meðal jafnaldra þeirra.
Samkvæmt manneldismarkmið-
um er talið æskilegt að hlutur fitu
sé innan við 35 af hundraði heildar-
orku og hlutur sykurs innan við 10
af hundraði orkuneyslu. Um helm-
ingur barna og unglinga nær mark-
miðinu með tilliti til fitu en mun
færri takmarka sykurneysluna í
samræmi við markmið. Aðeins átt-
unda hvert barn fylgir hollustu-
markmiðum Manneldisráðs, þegar
á heildina er litið, og takmarkar
bæði fitu og sykur eins og þar er
ráðlagt.
Mataræði barna og unglinga ber
menningu okkar ekki síður vitni en
afrek á sviði lista og vísinda. Þess-
um menningarþáttum gætum við
öll sinnt mun betur, bæði foreldrar,
skólamenn og stofnanir. Við þurf-
um að fræða, rækta og hvetja og
það sem mestu máli skiptir, við
þurfum að auðvelda börnum og
unglingum aðgang að hollum mat.
Þegar sjoppur eru á næsta götu-
horni við flesta skóla, þegar börn
og unglingar eru í skóla á tímum
Manneldisráð hefur dreift bæk-
lingi til grunnskólanema með
leiðbeiningum um fæðuval.
sem stangast á við vinnutíma for-
eldra, þegar börn geta ekki matast
á venjulegum matmálstímum
vegna skólagöngu eða íþróttaæf-
inga, þá er ekki alltaf auðvelt að
velja hollan mat.
Þótt þjóðfélaginu verði að sönnu
ekki umbylt á svipstundu og ein-
setinn skóli með skólamáltíðum sé
enn framtíðarsýn, er engin ástæða
til að Iáta sér algerlega fallast hend-
ur. Við getum þrátt fyrir þessar að-
stæður komið meira til móts við
þarfir barna og unglinga. Manneld-
isráð hefur nýlega stofnað sam-
starfshóp sem er ætlað að koma
með ábendingar og hugmyndir
varðandi matarmál nemenda á
skólatíma. Skólastjórnendur, for-
eldrasamtök, menntamálaráðuneyti
og fleiri aðilar eiga fulltrúa í hópn-
um og er ætlunin að kynna tillögur
hans á haustmánuðum. Eins hefur
Manneldisráð dreift bæklingi með-
al allra nemenda í 5., 6. og 7. bekkj-
um grunnskóla með leiðbeiningum
um fæðuval ásamt bréfi til forráða-
manna barnanna og leiðbeiningum
fyrir bekkjarkennara. Samsvarandi
bæklingur fyrir eldri nemendur er í
bígerð og verður honum væntan-
lega dreift á hausti komanda.
Laufey Steingrímsdóttir næringar-
fræðingur, Ph. D., er skrifstofustjóri
Manneldisrdðs.
8 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993