Heilbrigðismál - 01.03.1993, Side 9

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Side 9
Tómas Jónasson o. Innlent Skylda að nota reiðhjálm í keppni Hestaíþróttasamband íslands hefur samþykkt skyldunotkun reiðhjálma í keppni í fullorðinsflokki en áður hafa börn og unglingar verið skylduð til notkunar hjálma í keppni. Þess er vænst að almenn hjálmanotkun fari að aukast og verði með tímanum jafn sjálf- sögð og notkun bílbelta. I fræðsluriti um reið- hjálma, sem nýlega var gefið út, kemur fram að til að standast norrænar kröfur verði reiðhjálmar að hylja vel hnakka, hvirfil og enni, og veita eyrum vörn fyrir högg- um. Hökuól má ekki vera úr teygjanlegu efni og á að tengjast hjálmin- um á fleiri en tveimur stöðum. Skyggni eða der hjálmsins á að vera úr eftirgefanlegu efni en að öðru leyti á efnið í hjálm- inum að vera höggdeyf- andi og hafa mótstöðu gegn því að hvassir hlut- ir geti stungist í gegnum ytra byrði hjálmsins. Reiðhjálmar eru taldir geta dregið verulega úr höfuðáverka við fall af baki og víða erlendis gera tryggingafélög notk- un hjálma að skilyrði fyr- ir bótagreiðslu. Minnstar tannskemmdir á Siglufirði? Á árinu 1991 greiddi Tryggingastofnun ríkisins 942 milljónir króna fyrir tannlækningar en að lang stærstum hluta er um að ræða endurgreiðslu á tannviðgerðum barna og unglinga. Að meðaltali námu greiðslurnar 3628 krónum á íbúa. Af 26 umboðsskrifstofum Tryggingastofnunar voru hæstar greiðslur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 6292 krónur á íbúa, í öðru sæti var Dalasýsla (5587 krónur) og í þriðja sæti Akureyri og Eyja- fjarðarsýsla (5006 krón- ur). Lægstu greiðslur á íbúa voru á Siglufirði, 2474 krónur, en næst komu ísafjörður og Vest- ur-Skaftafellssýsla. Þessar upplýsingar komu fram í nýjasta hefti tímarits Tryggingastofnunar. Erf- itt er að skýra þennan mikla mun með mismun- andi aldursskiptingu en hugsanlegt er að fjöldi tannlækna eða aðgengi að þjónustu þeirra hafi einhver áhrif. Dregur úr drykkju Svo virðist sem áfeng- isneyslan sé að komast aftur í svipað horf og fyrir tíma bjórsins. Á síð- asta ári nam áfengissalan 3,55 lítrum af hreinum vínanda á hvern íbúa og hefur dregið stöðugt úr henni síðan bjórinn var lögleyfður árið 1989, en þá var hún 4,13 lítrar. Fyrir þann tíma hafði hún orðið hæst 3,44 lítrar árið 1987. Tölur fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs sýna að enn heldur áfram að draga úr áfeng- issölu. í fyrra seldi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 5,6 milljónir lítra af bjór, nær 1,3 milljónir lítra af léttu víni og 1,2 milljónir lítra af sterku víni. Reyklaust flug Samgönguráðuneytið hefur ákveðið, að tillögu flugráðs og með hliðsjón af tilmælum Alþjóða flugmálastofnunarinnar, að banna reykingar í öllu flugi milli Islands og annarra landa í Evrópu frá og með 1. september 1993. Að því er varðar flug til Norðurlanda og Bretlands gildir þetta frá 1. apríl. Með þessu móti er komið til móts við ein- dregnar óskir farþega um hreint loft í háloftunum og fylgt þróun sem orðið hefur í nálægum lönd- um. Reykingabann gildir í flugi SAS milli fslands og Danmerkur eins og milli hinna norrænu landanna. Erfðaþættir h j artas j úkdóma rannsakaðir Nú stendur yfir sjötti og síðasti áfangi hóp- rannsóknar Hjartavernd- ar sem hófst fyrir aldar- fjórðungi og nær til rúm- lega þrjátíu þúsund karla og kvenna sem voru 34- 61 árs á þeim tíma. Yngra fólki, 25-34 ára, var boðið til sérstakrar rannsóknar árið 1973 og aftur tíu ár- um síðar. Að sögn Nikulásar Sig- fússonar yfirlæknis Rannsóknastöðvar Hjartaverndar hefur lengi verið á döfinni að rann- saka enn yngra fólk og er nú verið að gera áætlun um rannsókn á fólki á aldrinum 15-24 ára sem eru afkomendur þátttak- enda í hóprannsókninni. Fyrirhugað er að kanna meðal annars erfðaþætti í sambandi við hjartasjúk- dórna. Ef tilskilin leyfi fást mun rannsóknin geta hafist á þessu ári. -jr. HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 9

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.