Heilbrigðismál - 01.03.1993, Qupperneq 10

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Qupperneq 10
Tómas Jónasson Heilbrigðisþ j ónusta er réttlætismál Eðlilegt er að hún sé greidd að mestu með sköttum Hvarvetna í hinum vestræna heimi er nú rætt um endurskipu- lagningu heilbrigðisþjónustu. Sér- kennileg staða er komin upp. Vegna gífurlegra framfara sem orð- ið hafa er nú hægt að gera mun fleira, m.a. með tæknivæddri lækn- isþjónustu, en ráðamenn telja að hægt sé að greiða úr sameiginleg- um sjóðum. Víða hefur þetta eflt umræðu, bæði um það hversu miklum fjármunum beri að veita til heilbrigðisþjónustu og um það hvernig rétt sé og skynsamlegt að skipta þeim milli hinna ýmsu sviða þjónustunnar. Markmiðið er að reka réttláta og árangursríka heilbrigðisþjónustu á eins hagkvæman hátt og kostur er. En það er rétt að velta því fyrir sér hvers vegna nú er almennt talið að samfélagið eyði of miklu fjármagni til heilbrigðismála. Því er jafnvel haldið fram eins og náttúrulögmáli að þjóð geti ekki greitt meira en svarar til tíunda hluta allra útgjalda sinna til heilbrigðismála. Slík mörk Grein eftir Vilhjálm Árnason ráðast þó vitaskuld ekki síst af því verðmætamati sem lagt er til grundvallar. Mikilvægt er að þegn- arnir geri það upp við sig í lýðræð- islegri umræðu hvaða forgang þeir vilja gefa hinum margvíslegu verk- efnum sem samfélagið þarf að sinna. Ætla mætti að ein ríkasta þjóð í heimi sem engu eyðir til her- mála, en þau eru stór útgjaldaliður hjá flestum þjóðum, geti leyft sér að búa við öfluga heilbrigðisþjónustu. En vissulega eru ákveðin tak- mörk fyrir því hve miklu er hægt að eyða í heilbrigðisþjónustu. Hún getur augljóslega ekki sinnt hlut- verki sínu ef kostnaður við hana er að sliga þjóðfélagið. Hún má ekki heldur taka til sín svo mikið fjár- magn að þjóðfélagið ræki illa aðra þjónustu sem skiptir einnig sköp- um um lífskosti manna. Hins vegar eiga menn ekki að þurfa að velja þarna á milli fyrr en allt bruðl í hluti sem aldrei yrði samþykkt í opinni umræðu þegnanna hefur verið aflagt. Hlutverk heilbrigðis- þjónustu er að vernda möguleika fólks til að njóta lífskosta sem sanngjarnt og eðlilegt er að mönnum standi til boða. Allir eru jafn- verðugir til að njóta þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Félagslegt heilbrigðiskerfi er sameiginleg trygging þegnanna gegn áföllum og óréttlæti. Það vefst sjálfsagt fyrir fáum að svara því hvers vegna siðaðar þjóð- ir eyða stórum hluta tekna sinna í heilbrigðisþjónustu. En stundum getur verið gagnlegt að orða aug- Ijósa hluti upp á nýtt. Hlutverk heilbrigðisþjónustu er að vernda möguleika fólks til að njóta lífs- kosta sem sanngjarnt og eðlilegt er að mönnum standi til boða. Þegar vanheilsa hamlar lífsstarfsemi fólks verður hlutur þeirra á sviði venju- legra lífskosta svo skertur að ósanngjarnt verður að teljast. Þess vegna er heilbrigðisþjónusta réttlætismál. Markmiðið er að tryggja öllum sanngjarnan hlut í frumgæðum lífsins, með því að ryðja úr vegi þeim farartálmum sem stafa af fötlun, veikindum og slysum. Heilbrigðisþjónusta sem jafnar lífskosti á grundvelli heilsuþarfa gengur út frá þeirri forsendu að all- ir séu jafnverðugir bæði í sjálfu sér og til að njóta þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Heilbrigðis- 10 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.