Heilbrigðismál - 01.03.1993, Side 20
Long (Ljósmyndarinn í Mjódd)
eldri tæki. Hitt er svo annað mál að
sumum læknum veitir ekkert af að-
haldi."
Þegar Bjarni kom heim úr fram-
haldsnámi, árið 1949, fór hann að
vinna á Rannsóknastofu Háskólans
í líffæra- og lífeðlisfræði, sem var
rekin af prófessor Jóni Steffensen. A
þessari rannsóknastofu voru gerðar
allar algengar rannsóknir og ýmsar
viðameiri rannsóknir sem þá voru
nýjar og ekki gerðar annars staðar.
Síðan fór Bjarni að starfa sem
heimilislæknir og kom upp aðstöðu
fyrir ýmsar lífefnafræðilegar rann-
sóknir, efnaskiptamælingar og al-
gengar blóðmeinafræðirannsóknir
eins og blóðkornatalningar o. fl. Þá
tók Bjarni hjartalínurit sem fáir
læknar voru þá farnir að gera hér á
landi. Hann hafði umsjón með
rannsóknastofu Landakotsspítala í
fimmtán ár og hefur síðustu árin
haft eftirlit með rannsóknastofu á
Kleppsspítala.
Bjarni var fyrstur íslenskra
lækna, árið 1952, til að fá sérfræði-
viðurkenningu í lækningarann-
sóknum, sem þá tóku til efna-
meinafræði, blóðmeinafræði og líf-
eðlismeinafræði, sem á slæmu máli
mætti kalla klínískar laboratorium-
rannsóknir.
„Hér áður fyrr þurfti að taka svo
mikið blóð til að geta gert rann-
sóknirnar, oft 20 millilítra. Nú þarf
ekki nema brot úr millilítra, rann-
sóknatæknin hefur breyst svo mik-
ið." En hvað ætli Bjarni hafi tekið
blóð úr mörgum? „Varlega áætlað
eru þetta eitthvað á annað hundrað
þúsund manns á rúmlega fjörutíu
árum," segir hann.
Ekki líst Bjarna illa á þá sem
vinna í heilbrigðisþjónustunni, en
hann þurfti að dvelja í stuttan tíma
á Landspítalanum á síðasta ári. „Ég
held að mannlegi þátturinn sé í
fullkomnu lagi. Þetta er sérlega
elskulegt og gott fólk og vel að sér.
Það sem mér finnst verst er að
langir biðlistar geta orðið til þess að
sjúklingar sem eru mikið veikir
geta ekki fengið bót meina sinna." I
heimilislækningum telur hann mik-
ilvægt að geta strax fengið að tala
við einhvern sem getur tekið við
upplýsingum um einkenni og met-
ið þau. Þá segir hann að læknar
megi ekki ætla sér of stuttan tíma
til að tala við hvern einstakan sjúkl-
ing.
„Margt hefur breyst til batnaðar
á síðustu áratugum. Húsakynni eru
allt önnur en áður og þrifnaður hef-
ur aukist. Það urðu algjör straum-
hvörf þegar berklalyfin komu og
sama er að segja um salvarsan við
sárasótt. Enn eitt lítið dæmi er að
með breyttum rannsóknum og lyfj-
um hefur dregið mikið úr botn-
langaskurðum," segir Bjarni. „Það
hafa orðið miklar framfarir á öllum
sviðum læknisfræði, ekki síst í sam-
Bjarni Konráðsson var fyrstur ís-
lenskra lækna til að fá sérfræði-
viðurkenningu í lækningarann-
sóknum. Hér er hann við litsjá þar
sem gerður er samanburður á
þekktum og óþekktum upplausn-
um. Tækið er meira en hálfrar ald-
ar gamalt en getur enn gert sitt
gagn-
bandi við rannsóknir og ég hygg að
sú þróun haldi áfram," sagði Bjarni
Konráðsson að lokum. -jr./M.K.
Ekki næg athygli
Bjarni Konráðsson segir
að eitt sinn hafi Guðmundur
Hannesson prófessor verið
að kenna honum og öðrum
læknanemum og sagt við þá:
„Áður fyrr var eina ráðið til
að athuga hvort sjúklingur
væri með sykursýki að dýfa
fingri í þvagið og smakka á
því. Það gerðu Hippókrates
og aðrir læknar í Grikklandi.
Ég er hér með þvagprufu og
nú ætla ég að gera þetta.
Þegar ég er búinn að því
gerið þið eins." Svo var
þvagprufan látin ganga á
milli læknanemanna og þeir
gerðu eins og fyrir þá var
lagt. Að því loknu sagði
prófessorinn: „Athyglisgáfa
ykkar er ekki nógu mikil. Ég
brá vísifingrinum í þvag-
prufuna en sleikti löngu-
töng."
20 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993