Heilbrigðismál - 01.03.1993, Síða 23

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Síða 23
Jóhannes Long (Ljósmyndarinn í Mjódd) legt jafnrétti milli kynjanna minnst á Islandi en mest í Svíþjóð. Á öllum Norðurlöndunum er stór gjá milli aldraðra hjóna og þeirra sem búa einir hvað varðar efnalega velferð. Aldraðir sem búa einir eru í hópi þeirra sem minnst mega sín í efnalegum skilningi í samfélaginu og mikill meirihluti þeirra eru konur. Aldraðar íslensk- ar og norskar konur eru verst settar hvað varðar lífeyrisréttindi af öldr- uðum konum á Norðurlöndunum, enda hafa þær stysta starfsævi utan heimilis í þeim skilningi að fyrir 25 árum var lægst hlutfall íslenskra og norskra kvenna í launavinnu utan heimilis. Þær hafa því ekki áunnið sér lífeyrisréttindi í sama mæli og gamlar konur á hinum Norður- löndunum. Norrænar konur búa við lélegri efnahagslegar aðstæður en karlar, þar eru íslenskar konur engin undantekning. Ef til vill má segja að aðalniður- staða rannsóknarinnar sé sú að gamlar konur á Norðurlöndunum deili þeim „örlögum" að búa við lé- legri lífskjör en karlarnir, en sam- eiginleg „huggun" þeirra er að þær hafa traustari og betri félagsleg tengsl en þeir. Ef skoðaðir eru al- mennir lífskjaraþættir koma karl- arnir betur út hvað varðar allt nema félagsleg samskipti. Þeir hafa hærri tekjur, eiga meiri eignir og auðæfi, hafa meiri menntun, eru síður hræddir við ofbeldi, halda betri heilsu o.s.frv. Þessi mismunur byggir að miklu leyti á hinni hefð- bundnu verkaskiptingu kynjanna, þar sem karlinn hefur lagt allt sitt í atvinnuna, en konan allt sitt í fjöl- skylduna. Því má segja að það gildi fyrir gamlar norrænar konur að makaval hafi mikil áhrif á lífshlaup þeirra og að félagsleg staða karlsins hafi mikið að segja varðandi félags- lega stöðu konunnar. En vegna þess að konan er í miklu meiri og traustari félagslegum tengslum er hún ekki eins illa stödd þegar hún verður ekkja og karlinn myndi verða í sömu sporum. Sigríður Jónsdóttir er félagsfræðing- ur og starfar hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Hiin er einnig kennari við félagsvísindadeild Hdskóla íslands. Þekkingar- þraut 1. Hver margir vistmenn á elli- heimilum, dvalarheimilum og langlegudeildum í Reykjavík eru með falskar tennur (heil- góma)? □ a. Sjö af hverjum tíu. □ b. Átta af hverjum tíu. □ c. Níu af hverjum tíu. 2. Ef gert er ráð fyrir að ein síg- aretta sé tíu sentimetra löng hver er þá heildarlengd þeirra sígaretta sem seldar voru hér á landi árið 1990? □ a. Um 1400 kílómetrar (eins og hringvegurinn). □ b. Um 3200 kílómetrar (eins og bein lína frá Reykjavík til Rómar). □ c. Um 40000 kílómetrar (eins og ummál jarðar). 3. Hve lengi þarf að vera í ljósa- bekk til að fá jafn mikið af út- fjólubláum geislum eins og við að liggja á strönd við Dauðahaf- ið í Israel í fjórar klukkustundir um miðjan dag? □ a. 20 mínútur. □ b. 2 klukkustundir. □ c. 20 klukkustundir. 4. Hve mikið þyngist Boeing 747 farþegaþota á tíu árum ef reykingar eru leyfðar í henni? □ a. Ekkert. □ b. Um eitt hundrað kíló- grömm. □ c. Um eitt tonn. 5. íslendingar borða meiri fisk en nokkur önnur Evrópuþjóð, samkvæmt könnun Manneldis- ráðs, en hve mikið? □ a. 53 grömm á dag (19 kg á ári). □ b. 73 grömm á dag (27 kg á ári). □ c. 93 grömm á dag (34 kg á ári). 6. Hvaða vítamín er talið hafa áhrif til góðs gegn kvefi, hjarta- og æðasjúkdómum, ofnæmis- sjúkdómum o.fl.? □ a. A-vítamín. □ b. B-vítamín. □ c. C-vítamín. 7. Hvenær var fyrst lýst þeirn sjúkdómi sem nú er þekktur undir nafninu AIDS? □ a. 1981. □ b. 1983. □ c. 1985. 8. „Allir veggir og loft eru mál- uð og gljáð í olíulit en þó eru postulínshellur á öllum veggj- um þeirra herbergja sem hafa terrazo á gólfum." Hvaða bygg- ingu var svo lýst þegar hún var tekin í notkun? □ a. Borgarspítalanum. □ b. Landspítalanum. □ c. Vífilsstaðaspítala. 9. Ávöxturinn er upprunninn í Kína en er nú einna mest rækt- aður á Nýja-Sjálandi. Hægt er að geyrna hann í sex mánuði og í honum er rnikið af ávaxta- sykri. Við hvaða ávöxt er átt? □ a. Avókadó. □ b. Kíví. □ c. Mangó. 10. „Heilbrigðiskerfið ræktar bæði heilbrigði og sjúkleika." Hver er höfundur greinar þar sem þetta kemur fram? □ a. Pétur Pétursson læknir. □ b. Olafur Olafsson land- læknir. □ c. Sighvatur Björgvinsson ráðherra. Sjd svör d bls. 30. HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 23

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.