Heilbrigðismál - 01.03.1993, Page 26

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Page 26
I ró og næði Þegar erfiðleikar steðja að viljum við fá að vera í ró og næði, í návist þeirra sem okkur þykir vænt um. Krabbamein er erfiður sjúkdómur sem leggst á fólk án tillits til búsetu. Oft er hægt að sigrast á krabbameini með sérhæfri meðferð sem er aðeins í boði í Reykjavík. Til þess að létta undir með landsbyggðarfólki sem þarf að fara í krabbameinsmeðferð hafa Krabbameinsfélag íslands og Rauði kross íslands keypt íbúðir sem ætlaðar eru fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra meðan á meðferð stendur. Ríkisspítalar hafa tekið að sér rekstur íbúðanna en dvalargestir greiða mjög lága leigu. Ef þú veist um einhvern sem er að fara í krabbameinsmeðferð máttu benda honum á að leita upplýsinga um afnot af íbúðunum. Síminn er 91-601455. Við viljum létta krabbameinssjúklingum lífið - þeir þurfa á því að halda. Krabbameinsfélagið Rauði krossinn Ríkisspítalar

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.