Heilbrigðismál - 01.03.1993, Síða 29
fjölda sem býr í ýmsum fæðuteg-
undum getur fólk áttað sig á því
hvernig hægt er að stýra megrunar-
áætlun. Sá sem borðar mátulega
mikið fitnar ekki, og sá sem ætlar
að megra sig verður að borða
minna en hann þarf í hæfilega
langan tíma. Sú orka sem kemur
aukalega og líkaminn þarf ekki á
að halda umbreytist í fituvef. Eitt
kíló af slíkri líkamsfitu er talið sam-
svara um 7000 hitaeiningum. Sá
sem fær sér eina óþarfa tertusneið á
hverjum degi getur búist við að
safna á sig allt að 20 kílóum af fitu-
vef á einu ári. Þrír litlir og sakleys-
islegir konfektmolar eða einn góð-
ur bjór á hverju laugardagskvöldi
geta laumað á okkur einu fitukílói
á hverju ári. Sé margfaldað með 30,
árunum milli þrítugs og sextugs, er
aukakílóatalan orðin geigvænleg.
Hreyfa sig meira!
Orkueyðsla við ýmsar athafnir
| fer eftir aldri manns, þyngd og
| hæð, en oft er miðað við orku-
| eyðslu meðalmanns þegar gera á
V almennan samanburð. Sá sem ætlar
2 sér að léttast urn 5 kíló (af fituvef)
1 þarf að losna við 35.000 kaloríur.
s Það getur hann gert með því að
Orkuinnihald
ýmissa fæðutegunda
Mælt í kaloríum.
Tölur breytast í hlutfalli við skammtastærðir.
Appelsína eða epli ............... 45
Banani, meðalstór ............... 100
Brauðsneið með smjöri og osti 200
Egg, soðið eða steikt ........ 80-120
Fiskur, einn skammtur (200 g) 150-350
Gosdrykkur, eitt glas ....... 100-150
Hamborgari og franskar . 700-900
Hrökkbrauðssneið .............. 30-40
Jógúrtdós ....................... 130
Kartöflur (200 g) ............... 130
Kexkaka ...................... 60-120
Kjöt, einn skammtur (200 g) . 300-800
Léttmjólkurglas ................. 100
Nýmjólkurglas ................... 150
Pylsa með öllu .............. 350-550
Sukkulaðibiti eða konfektmoli 25-50
Súpudiskur .................. 200-350
Tertusneið .................. 250-450
Undanrennuglas ................... 75
synda rólega í 65 klukkustundir
eða ganga rösklega í 58 klukku-
stundir. Þetta hljómar ef til vill ekki
vel í fyrstu, en ef maðurinn syndir í
20 mínútur tvisvar í viku og geng-
ur í 30 mínútur einu sinni í viku þá
tekst þetta á einu ári.
Hvernig væri nú að taka dagatal-
ið og skoða eina heila viku frá upp-
hafi til enda. Einhvers staðar hlýtur
að leynast tími sem nota má til
hreyfingar og skemmtilegrar úti-
veru. Það þarf ekki nema hálftíma
gönguferð á hverjum sunnudegi til
að losa okkur við árlega aukakílóið
sem laugardagskonfektið hér að of-
an gaf okkur. Best er þó að gera
hvort tveggja, forðast konfektið og
fá sér göngutúr, að maður tali nú
ekki um tvo til þrjá göngutúra í
hverri viku, til að eyða óþarfri orku
og koma í veg fyrir fitusöfnun. Til
viðbótar hollri hreyfingu og fram-
lagi til megrunar fæst gott loft í
lungun og - ekki síst - vellíðan og
gott skap heimleiðis.
Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir,
er sérfræðingur f meinajræði og líhuga-
maður um heilsurækt og skokk. Hann
hefur áður skrifað í Heilbrigðismál,
m.a. um skokk (3/1986).
Nýjar næringar-
efnatöflur
Námsgagnastofnun og
Rannsóknastofnun Iandbún-
aðarins gáfu í febrúar út
handbók fyrir almenning
undir heitinu „Næringar-
gildi matvæla. Næringar-
efnatöflur." Ólafur Reykdal
matvælafræðingur tók töfl-
urnar saman og ritar skýr-
ingar. 1 bókinni er gefið upp
magn átján mikilvægustu
næringarefnanna í um sex
hundruð fæðutegundum.
Bókin er mjög aðgengileg og
auðveld í notkun. Hún er til
sölu í Bókabúð Máls og
menningar, í Bóksölu stúd-
enta, Skólavörubúðinni og
hjá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins og kostar 425
krónur.
Fyrir hverja fæðutegund
er gefin upp orka (kj, kkal),
prótein, fita (alls, mettuð,
fjölómettuð), kólesteról, kol-
vetni (alls, viðbættur sykur,
trefjar), vatn, vítamín (A, D,
Bl, B2, níasín, C) og steinefni
(kalk, natríum, kalíum, járn,
sink).
Sem dæmi má nefna að í
hundrað grömmum af létt-
mjólk eru 6 mg af kólesteróli
en 119 mg í rjóma, í sama
magni af soðnum kartöflum
eru 10 mg af natríum en 681
mg í kartöflunasli (samsvar-
ar 1,7 g af salti) og í skinku
eru 2 míkrógrömm af A-
vítamíni en 12400 í lifrar-
kæfu. -jr.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 29