Heilbrigðismál - 01.03.1993, Síða 32

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Síða 32
Krabbameinslyf úr jurtaríkinu Ymis plöntulyf hafa reynst vel og ný lyf gefa góðar vonir Grein eftir Kristínu Ingólfsdóttur Miklar vonir eru bundnar við nýtt krabbameinslyf, taxól (pakli- taxel), sem unnið er úr trjáberki ýviðar frá Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna (Taxus brevifolia, Pacific yew). Lyfið er væntanlegt á markað innan skamms og bætist þá í hóp þeirra nútímalyfja sem eiga rætur að rekja til náttúrunnar. Auk krabbameinslyfja eru í þessum hópi ýmis verkjastillandi lyf, hjarta- lyf, vöðvaslakandi lyf, augnlyf, segavarnalyf og húðsjúkdómalyf, svo dæmi séu tekin. Hér verður sjónum beint að taxóli og öðrum krabbameinslyfjum sem unnin eru úr jurtaríkinu. Lyf úr ýviði Nýja krabbameinslyfið taxól (paklitaxel), sem eins og áður segir er unnið úr Kyrrahafsýviði, hefur einkum reynst vel við meðferð á Iungnakrabbameini, brjóstakrabba- meini og krabbameini í eggjastokk- um. Eftirspurn eftir taxóli er nú langt umfram framboð og skortur á efninu hefur helst háð klíniskum rannsóknum. Astæðan fyrir þessu er að fella þarf trén til að unnt sé að vinna efnið úr berkinum. Af einu ýviðartré fást einungis um 650 mg af taxóli og því augljóst að ekki verður hægt að treysta eingöngu á börk ýviðarins sem uppsprettu taxóls í framtíðinni. Skógræktar- yfirvöld í Bandaríkjunum hafa veitt tímabundið leyfi til að fella allt að þrjátíu þúsund tré árlega til að tryggja framboð á taxóli meðan verið er að leita nýrra leiða til að vinna efnið á hagkvæman hátt. Bandaríska krabbameinsstofnun- in (National Cancer Institute, NCI) hefur sett það sem forgangsverk- efni að beita sér fyrir því að nýjar leiðir verði fundnar til að mæta vaxandi eftirspurn eftir taxóli. Sem dæmi um vinnsluaðferðir sem ver- ið er að þróa má nefna einangrun taxóls úr barrnálum ýviðar og ann- arra trjáa af sömu ættkvísl. Þótt styrkur taxóls í barrnálum sé hlut- fallslega mun minni en í berki, hef- ur þessi vinnsluaðferð þann kost að ekki þarf að fella trén. Einnig má nefna tilraunir til að framleiða efnið með vefjaræktun og rannsóknir sem beinast að vinnslu efnisins frá grunni með samtengingu. Búast má við að erfitt reynist að finna hag- kvæma leið til að samtengja taxól þar sem efnabyggingin er mjög flókin. Betri árangur hefur náðst við þróun aðferðar til að framleiða taxól með hálf-samtengingu úr hrá- efnum, sem einangruð eru úr barr- nálum ýmissa trjáa af þessari ætt- kvísl. Að lokum má nefna að með hálf- samtengingu hefur tekist að búa til nýtt æxlishemjandi efni sem er ná- skylt taxóli. Hér er um að ræða efn- ið taxóter, sem er gert úr hráefninu bakkatín III, sem er einangrað úr nálum barrlindar (Taxus baccata). Þessi planta er náskyld Kyrra- hafsýviði en vex einkum í Evrópu. Fyrstu niðurstöður úr klíniskum krabbameinsrannsóknum á þessu nýja efni Iofa góðu, en of snemmt er að segja til um lokaárangur. Lyfjaplöntur Lyfjaplantan Catharanthus roseus, (áður nefnd Vinca rosea), sem á ís- lensku nefnist haustlauf, er nú án efa drýgsta uppspretta krabba- meinslyfja úr jurtaríkinu. A mark- aði eru þrjú skráð krabbameinslyf sem unnin eru úr þessari plöntu. Lyfin vinkristín (sem skráð er undir sérhcitunum Oncovin og Vincrist- ine Lederle) og vinblastín (Velbe) eru einangruð úr þessari plöntu, en hún er ræktuð víða um heim. Vinkristín er notað við hvítblæði í börnum, og í fjöllyfjameðferð með öðrum lyfjum gegn lungnakrabba- meini og mörgum öðrum illkynja sjúkdómum. Vinblastín er notað Hvemig em lyf framleidd? Algengast er að lyf séu verk- smiðjuframleidd, þ.e. unnin frá grunni með efnafræðilegum hætti, svokallaðri samtengingu (synthesis). Krabbameinslyfin metótrexat, melfalan og cispla- tín eru til dæmis öll framleidd með þessum hætti. Önnur lyf eru náttúruefni sem eru einangruð úr náttúr- unni, ýmist úr plöntum, dýrum eða örverum. Af krabbameins- lyfjum sem unnin eru úr örver- um, má nefna doxórúbicín, aklarúbicín, epírúbicín og bleómýcín. Allt eru þetta frumueyðandi sýklalyf sem unnin eru úr örverum af Streptomyces-ættkvísl. Af öðrum aðferðum sem not- aðar eru við lyfjaframleiðslu má nefna vinnslu lyfja úr náttúru- legum hráefnum, svokallaða hálf-samtengingu (semi-syn- thesis). Sem dæmi um slík lyf má nefna steralyf, m.a. bólgu- eyðandi stera og kynhormóna. Þessi lyf eru gerð úr flóknum efnum sem unnin eru úr plönt- um. Sum krabbameinslyf eru unnin á þennan hátt, t.d. vind- esín og etópósíð. A síðustu tíu árum hefur framleiðsla lyfja með erfðatækni (genetic engineering) orðið möguleg. Með þessari tækni er hægt að framleiða í stórum stíl efni sem myndast í örlitlu magni í lífverum og ekki er hag- kvæmt að einangra. Sykursýkis- lyfið insúlín og ónæmisörvandi lyfin alfa-interferón og interleu- kín-2, sem notuð eru í krabba- meinslækningum, eru fram- leidd með þessum hætti. K.I. 32 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.