Heilbrigðismál - 01.06.1993, Qupperneq 10

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Qupperneq 10
Landlæknaþættir / Jón Sveinsson 1780-1803 Af hverju varð Nesstofa ekki spítali? Grein eftir Þórarin Guðnason Fyrsti landlæknirinn var Bjarni Pálsson og sat í Nesi við Seltjörn. Þegar hann féll frá haustið 1779 tók Jón Einarsson, nemandi hans og að- stoðarlæknir síðustu árin, við starf- inu og sinnti því í rúmt ár á vegum Rannveigar ekkju Bjarna án þess að vera settur eða skipaður. Þá kom Jón Sveinsson nýbakaður frá Höfn og var landlæknir til dauðadags eða í 23 ár. Hann fæddist 1752 á Munka- þverá í Eyjafirði, sonur Sveins Sölvasonar lögmanns og Málmfríð- Jón Sveinsson landlæknir skrifaði nokkrar greinar í Rit þess íslenska lærdómslistafélags í lok átjándu aldar. Ein greinin hét „Avísan um hin ódýrustu og einföldustu lækn- ismeðöl." Þar sagði hann meðal annars: „Kalt vatn hefur eina upp- hvetjandi, styrkjandi og aðherð- andi verkun, gjörir því stórt gagn í sjúkdómum er leiða af líkamans og einkanlega sinakerfisins lin- leika; sjaldan brúkast það mikið innvortis . . . ófyrirvarandis hellt yfir höfuðið stillir það ofsa reiði, einkanlega kvenfólks." ar konu hans en hún var sýslu- mannsdóttir frá Grenivík. Ungur var Jón settur til bókar og útskrif- aðist tvítugur úr heimaskóla af Hálfdáni Einarssyni rektor á Hól- um. Eftir það lá leiðin inn í Hafnar- háskóla og þaðan lauk hann lækna- prófi í mars 1780. I nokkra mánuði var hann yfirlæknir í danska sjó- hernum en síðan skipaður land- læknir hér heima. Ofanverð átjánda öldin var ómild landsins börnum. Hver harð- indahrinan rak aðra: sjúkdóms- plágur lögðust þungt á unga, aldna og þá sem tímum saman bjuggu við þröngan kost. Bjarni Pálsson sem mestan hluta embættisævi sinnar var eini læknislærði maður- inn á landinu fékk að kenna á ör- birgð og vanheilsu fólks í ná- grannabyggðum, en íbúum fjarlæg- ari sveita var eins og nærri má geta að mestu fyrirmunað að komast á fund hans þótt þörf og vilji væri fyrir hendi. Varð oft gestkvæmt í Nesi og dvaldist mörgum sjúkl- ingnum þar dögum, vikum og mánuðum saman og höfðu víst fæstir tök á að greiða fyrir læknis- hjálp, lyf eða fæði og húsnæði. Skömmu eftir að Jón Sveinsson tók við landlæknisembættinu fóru hann og Björn Jónsson lyfsali í Nesi sameiginlega fram á stuðning yfir- valda til þess að sporna við þessum átroðningi. Stiftamtmaður brást fljótt við málaleitan þeirra félaga og var úrskurður hans sendur þeim í bréfi vorið 1781 og birtur á lögþingi samsumars. I honum var ákveðið lagt bann við því að öreiga sjúkl- ingar væru fluttir fyrirvara- og skýringalaust að Nesi, nema því aðeins að ættingjar ábyrgðust greiðslu. Að öðrum kosti tæki við- komandi sveitarfélag á sig alla ábyrgð. Æðiströngum viðurlögum var hótað ef út af þessu yrði brugð- ið. Menn hafa greinilega ekki viljað eiga á hættu reiði og refsingar þeirra sem fóru með valdið og tor- velt mun einatt hafa reynst að tryggja snauðum ábyrgðarmenn. Aðstreymi sjúklinga á Seltjarnarnes rénaði mjög og enginn dirfðist að setjast þar upp til langdvalar eins og í tíð Bjarna Pálssonar. Næstu ár- in eftir úrskurðinn fræga voru ár Skaftárelda og móðuharðinda og hefur sjúkum og hungruðum föru- mönnum þá væntanlega þótt skarð fyrir skildi þar sem afdrepið í Nesi var úr sögunni. Vel má geta sér þess til að landlækni hafi eftir á að hyggja þótt of langt gengið með valdboðinu þinglesna, því að tíu árum eftir það skrifar hann amt- manni bréf og stingur upp á að spítali verið settur á stofn í Nesi við Seltjörn því að þar sé hentugur staður fyrir hann svo nálægt lyfja- búðinni. Jafnframt verði lagðir nið- ur holdsveikraspítalarnir eða „hospítölin" á Suðurlandi. Raunar hafði Bjarni Pálsson hreyft svipuð- um hugmyndum við Finn Jónsson biskup í Skálholti og fleiri mektar- menn. Jón kveðst reiðubúinn að láta af hendi til þessarar nauðsyn- legu stofnunar þann helming af Nesstofu er hann hafi ásamt til- heyrandi túni. Verði það að ráði nr- ^albt öðtn fcefur eina oppfmctianbi flprf. ianbi eij abfieröaníi tjerftin, gterir foi (iort gagtt í jlftföómunt er leiöa af (ifaman* og einfanltga finaférfxftns Itníetfa ; ftialöan bráfaj fab ntifit innoortis, þó, fé öreipt á tntb fmi ebc litit ÖrudFit, er faö oiourfoeifianöi, og (Máípac »ib UttUeifa og aungintttni. Utboittá er paö jþeim mtín nteir örúfanligt, fo fent til at Oecfoa foi á anblit og triófl i fanta jípni. 5Jíeb rtfs íegra máta, og ófpriruaranbie {leL't i;ftr þefnbir, fliHir þaö ofja reibi einfantiga qocnnfóffð; rnim 10 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.