Heilbrigðismál - 01.06.1993, Page 17
Lyfjaformið hefur vissa ókosti.
Algengasta kvörtun er að það sé of
sterkt eða erti of mikið í munni eða
hálsi. Sumir verða þreyttir í kjálk-
unum af að tyggja en hjá öðrum
verður of mikil munnvatnsmyndun
og þeir finna fyrir ertingu í maga.
Oft má minnka þessi einkenni með
því að sjúga fremur en tyggja. Forð-
ast ber að drekka kaffi eða gos með
tyggígúmmíinu.
Tvær tegundir nikótín-
plástra á markaði
Rannsóknir á nikótínplástri hafa
sýnt að með þessu lyfjaformi má
komast hjá flestum þeim aukaverk-
unum sem koma fram við notkun
tyggigúmmís. Auðveldara er að
segja fyrir um hve mikið af nikótíni
viðkomandi fær í sig. Tvær tegund-
ir nikótínplástra eru á skrá hérlend-
is. Sólarhringsplástur gefur meira
nikótín en sextán tíma plásturinn
og er umframmagnið að mestu frá-
sogað meðan sofið er.
Rökin fyrir notkun í sólarhring
eru að það hindri fráhvarf að
morgni dags og minnki þar með
áhættuna á að falla þegar nikótín í
blóði er hvað lægst. Rökin fyrir sex-
tán tíma notkun eru að slíkur plást-
ur líki betur eftir áhrifum reykinga
á nóttunni og ekki sé rétt að gefa
nikótín umfram það sem var áður
en reykingamaðurinn hætti að
reykja. Benda má á að flestir sem
freistast til að kveikja sér aftur í síg-
arettu gera það ekki á morgnana
Nú er kostur á lyfjum til að
hjálpa fólki að hætta að reykja.
Með stuðningi frá læknum,
fjölskyldu og öðrum eru góðar
líkur á árangri.
heldur að vel athuguðu máli í
næði. Hins vegar gæti plástur sem
gefur meira nikótín að degi til verið
árangursríkari, að minnsta kosti hjá
reykingamönnum sem eru mjög
háðir nikótíni.
Nefúði í rannsókn
hér á landi
I samanburðarrannsókn á nikó-
tínnefúða sem gerð var á árunum
1989-1991 á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur kom í ljós að hann er
virkt og sérstaklega heppilegt lyfja-
form til að draga úr fráhvarfsein-
kennum, sennilega vegna þess að
við notkun úðans hækkar nikótín í
blóði hratt. Reyndust 27% þeirra
sem fengu virkt efni alveg reyk-
lausir út árið en 17% þeirra sem
fengu lyfleysu.
Það hefur lengi verið ljóst að
ekkert eitt lyfjaform (tyggigúmmí,
plástur, nefúði) gefur nikótín í lík-
amann jafn auðveldlega og það að
draga tóbaksreyk niður í lungun.
Því var ákveðið að kanna áhrif
nikótínnefúða og nikótínplásturs í
sameiningu á fráhvarfseinkenni og
langtímaárangur. Bornir voru sam-
an tveir hópar, annar fékk virkan
plástur og virkan nefúða en hinn
virkan plástur og óvirkan nefúða.
Niðurstaðna er að vænta á næstu
mánuðum.
Gagnleg lyf
Stórreykingamönnum vegnar
betur í reykbindindi ef þeir nota
bæði plástur og nikótíntyggi-
gúmmí, en það síðarnefnda er
hentugt til að nota við álagspunkta
dagsins. Skammtar verða að vera
nægilega stórir til að reykingar
verði ekki hafnar að nýju. Meðferð-
in verður að vera nægilega löng til
þess að tilhugsunin um reykingar
sé orðin framandi þegar notkun
lyfjanna er hætt. Hálft til eitt ár á
lyfjum er ekki langur tími ef miðað
er við það hve lengi hefur verið
reykt og hve mikið er í húfi.
Oft er spurt hvort löng meðferð
með nikótíni sé ekki líka hættuleg.
Svarið er ekki vitað með vissu.
Nikótínnotkun viðheldur ávana og
fíkn og hækkar geðslag þannig að
fólk verður meira „upprifið" og
æstara. Það er ólánlegt að vera svo
háður nikótíni að þurfa að taka það
oft á dag. Samt er það alltaf betra
en að reykja. Við mælingar á efnum
í blóði sem hafa verið talin til
áhættuþátta hjarta- og æðasjúk-
dóma komu í ljós breytingar til
góðs þremur mánuðum eftir reyk-
bindindi, hvort sem notaður var
nefúði eða lyfleysa. Eftir tvö ár var
niðurstaðan sú sama. Þessar niður-
stöður benda til þess að nikótín-
meðferðin sé a.m.k. ekki varasöm
að þessu leyti.
Telja má að sú þekking sem nú er
fengin á notkun nikótínlyfja nægi
til að sannfæra reykingamenn um
að þeim sé ekki lengur til setunnar
boðið. Nú er kostur á lyfjum sem
reynst hafa vel og full ástæða er til
að nýta sér þau. Enda þótt lyfin fá-
ist keypt án lyfseðils í.lyfjabúðum
hefur reynslan sýnt að reykinga-
menn sem vilja reyna að hætta geta
aukið líkur á árangri með því að fá
stuðning frá lækni.
Þorsleinn Blöndal læknir, dr. med.,
er sérfræðingur í lungnasjúkdómum og
yfirlæknir lungna- og berklavarna-
deildar Heilsuvernarstöðvarinnar í
Reykjavík.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 17