Heilbrigðismál - 01.06.1993, Qupperneq 21
Jónas Raf
ráða hraðanum en varasamt er að
ofbjóða líkamanum með því að
ganga dag eftir dag með þunga
byrði."
„Heilsufarslega séð hefur ganga
ýmsa kosti. Maður breytir um um-
hverfi og skilur streituna og vanda-
málin eftir heima eða á vinnustaðn-
um. A einhvern hátt hefur þetta
áreiti úti í náttúrunni góð áhrif á
mann andlega og veitir vissa slök-
un. Þá er mjög þægileg tilfinning
að vera líkamlega þreyttur þegar
lagst cr til hvílu," segir Guðmund-
ur.
En er hægt að ganga allt árið?
„Já," segir Guðmundur, „í raun og
veru heyrir það til undantekninga
að ekki sé hægt að fara í göngu
vegna veðurs. Það er skiljanlegt að
fólk hiki við að fara út í vondu
veðri en ég minnist þess ekki að
hafa séð eftir að hafa farið - ég hef
frekar séð eftir að hafa hætt við, því
að oft rætist úr veðrinu."
„Að jafnaði fer ég eina gönguferð
um hverja helgi. Ef ég sleppi því
verð ég ekki sáttur við sjálfan mig
og þess vegna má segja að áhuga-
málið sé orðið að áráttu," segir
Guðmundur. Eiginkona Guðmund-
ar, Ásdís Steingrímsdóttir, hefur
einnig ánægju af gönguferðum og
hefur oft verið með í för, meðal
annars á Mont Blanc.
I september gekk Guðmundur
Pétursson í fyrsta sinn á Snæfell,
norðaustan Vatnajökuls, en það var
lengi talið hæsta fjall íslands en
reyndist við mælingar vera 1833
metrar. Sveinn Pálsson læknir gerði
tilraun til að komast upp á Snæfell
fyrir tveim öldum en varð frá að
hverfa vegna veðurs. En hvernig
gekk Guðmundi starfsbróður hans?
„Við vorum heppin með veður og
útsýni var stórkostlegt yfir austur-
hluta Vatnajökuls og Lónsöræfi. En
það er í sjálfu sér ekkert afrek að
ganga á Snæfell," segir Guðmund-
ur, „ef hægt er að bíða þess að veð-
ur sé hagstætt."
Þegar Guðmundur Pétursson
læknir er spurður um uppáhalds-
fjall verður fátt um svör. I huga
fjallamannsins eru allir tindar
merkilegir en „ætli óskafjallið sé
ekki það sem mann langar að kom-
ast á næst," segir hann að lokum.
-F-
Þekkingar-
þraut
1. Hvaða réttur er algengastur á
borðum íslendinga, samkvæmt
nýlegri könnun Manneldisráðs?
□ a. Kjötbollur.
□ b. Kjúklingur.
□ c. Soðin eða ofnbökuð ýsa.
2. Gróðurhúsaáhrif stafa af upp-
söfnun efnis sem raskar jafnvægi
milli sólargeislunar og útgeislun-
ar jarðar. Hvaða efni er þetta?
□ a. Koltvíildi.
□ b. Köfnunarefni.
□ c. Súrefni.
3. I hvaða kaupstað eru hlut-
fallslega flestir aldraðir?
□ a. Mosfellsbæ.
□ b. Reykjavík.
□ c. Siglufirði.
4. Hvenær vikunnar slasast
flestir í umferðinni, samkvæmt
skýrslum tryggingafélaga?
□ a. Á þriðjudögum kl. 9-12.
□ b. Á föstudögum kl. 16-19.
□ c. Á sunnudögum kl. 21-24.
5. Hve mikil voru útgjöld hins
opinbera til heilbrigðismála árið
1992, samkvæmt áætlunum?
□ a. Um 16 milljarðar króna.
□ b. Um 26 milljarðar króna.
□ c. Um 36 milljarðar króna.
6. Hversu miklu meiri fita er í
súrmjólk heldur en í skyri?
□ a. Fimm sinnum.
□ b. Tíu sinnum.
□ c. Tuttugu sinnum.
7. Neglur vaxa hraðar á degi en
nóttu og hraðar að sumri en
vetri. En hve hratt vaxa þær að
meðaltali á mánuði?
□ a. Þrjá millimetra.
□ b. Fimm millimetra.
□ c. Sjö millimetra.
8. Fæstar fæðingar eru í des-
ember en hvenær eru þær flest-
ar?
□ a. I apríl.
□ b. I maí.
□ c. I júní.
9. Einn af goðorðsmönnum á
Sturlungaöld mun fyrstur Is-
lendinga hafa leitað sér mennt-
unar í læknislistum í Evrópu.
□ a. Gissur Þorvaldsson.
□ b. Hrafn Sveinbjarnarson.
□ c. Snorri Sturluson.
10. Hvenær var gerð fyrsta
blóðflokkun í barnsfaðernismáli
hér á landi?
□ a. Árið 1928.
□ b. Árið 1938.
□ c. Árið 1948.
Sjá svör á bls. 22.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 21