Heilbrigðismál - 01.06.1993, Page 28
Jóhannes Long (Ljósmyndarinn í Mjódd)
Heilbrigðisþ j ónusta
og einstaklingsfrelsi
Grein eftir Vilhjálm Arnason
Áður hefur komið fram (Heil-
brigðismál 1/1993) að í sanngjörnu
heilbrigðiskerfi er rík áhersla lögð á
heilsuvernd. En ekki er hlaupið að
því að tryggja þann árangur af
forvarnarstarfi sem menn binda
vonir við. Boðskapurinn er tiltölu-
lega einfaldur: Fjölbreytt mataræði,
hófleg vinna, hreyfing, nægileg
hvíld, útilíf og andlegt jafnvægi
stuðla að góðu heilsufari en reyk-
ingar, ofát, óhóflegt vinnuálag,
áfengisdrykkja og notkun annarra
vímuefna eru heilsuspillandi.
Þetta ætti hver maður að geta til-
einkað sér án mikilla vandkvæða.
En reyndin er önnur. Skýringarnar
á því eru eflaust margar og ætla ég
aðeins að tæpa á þeim sem varða
frelsi manna.
Þær raddir sem hvetja til heilsu-
samlegra lífshátta verða oft hjá-
róma og mega sín lítils í skarkala
neyslusamfélagsins. Málið hefur
verið kannað í Noregi. Þar er varið
myndarlegri upphæð til heilbrigð-
isfræðslu, en hundraðföld sú upp-
hæð er árlega notuð til auglýsinga
á heilsuspillandi afurðum, enda
hefur fjöldi fólks atvinnu sína af
framleiðslu slíks varnings. „Spyrja
má hvernig ástand yrði á atvinnu-
markaði ef ráðum heilbrigðisstarfs-
fólks væri fylgt út í ystu æsar. Sum-
ir fræðimenn hafa gengið svo Iangt
að telja að kerfinu sé nauðsyn á að
viðhalda ákveðnu heilsuleysi!"
(Matthías Halldórsson. Heilbrigðis-
mál 4/1991.)
Tökum dæmi: Líklega myndi
ekkert eitt ráð draga jafn mikið úr
slysum og sjúkdómum og að leggja
blátt bann við reykingum og neyslu
áfengis. Fáum dylst að þetta eru
tveir mestu skaðvaldar heilsu í nú-
tíma þjóðfélagi. En mikið þarf til að
slík stefna fái hljómgrunn í lýðræð-
isríki. Líkast til eru gerræðislegir
stjómarhættir eina örugga leiðin til
þess að ná markmiði Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar „heil-
brigði fyrir alla árið 2000", því ekki
munu gróðaöflin, sem þrífast á því
að almenningur spilli heilsu sinni,
láta ótilneydd af áróðri sínum. Og
stjórnvöld eru sjálf í ankannalcgri
stöðu. Ríkið hefur víða einokun á
sölu tóbaks og áfengis og verðlegg-
ur þessar vörutegundir hátt, meðal
annars í því skyni að draga úr
neyslunni. Samt er ávallt gert ráð
fyrir háum upphæðum á hverju ári
sem tekjum fyrir ríkissjóð. Þetta
breytist ekki þótt sýnt hafi verið
fram á að útgjöld ríkisins vegna
vandræða og vanheilsu sem hlýst
af neyslunni séu jafnvel meiri en
hagnaöurinn af sölunni.
Astæðan er einföld: í lýðræðis-
ríki vill fólk eiga þess kost að
reykja sitt tóbak og drekka sitt
brennivín í friði. Kröfur um heilsu-
vernd og heilnæmari lífsstíl rekast
því ekki aðeins á viðskiptahags-
muni fyrirtækja heldur einnig frels-
iskröfur einstaklinga. Heilsan situr
ekki í fyrirrúmi hjá öllum og fjöl-
margir leyfa sér ýmsar lystisemdir
þótt þær kunni að kosta heilsutap
síðar meir. Einn meginvandinn er
að alvarlegustu afleiðingar óhollra
lífshátta koma oft ekki fram fyrr en
eftir langan tíma og ávinningur
hollustu er ekki heldur tryggður.
Áratugir geta liðið áður en menn
fara að finna fyrir því að heilsu-
vernd sé hagkvæm fyrir samfélag-
ið. Þetta gerir það að verkum að
Hvers vegna er ekki fólk sem
skaðar heilsu sína með því að taka
viljandi áhættu látið borga beint
fyrir heilbrigðisþjónustuna frem-
ur en óbeint?
28 heilbrigðismAl 2/1993