Heilbrigðismál - 01.06.1993, Qupperneq 29

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Qupperneq 29
Tómas Jónasson erfitt er að vekja áhuga bæði hjá einstaklingum til að breyta lífi sínu og hjá stjórnvöldum til að auka fjárframlög til forvarha. Stjórnmála- menn vilja hreykja sér af áþreifan- legum verkum eins og húsbygging- um, jafnvel þótt önnur nýting fjár- muna stuðlaði betur að almanna- heill. Viðhorf almennings sem vill lifa hátt og láta síðan bjarga sér á sjúkrahúsum þegar illa fer greiðir auðvitað fyrir slíkri pólitík. En er þetta „það sem fókið vill"? Þegar vilji einstaklings er metinn er hugað að því hvort hann sé hæfur og nægilega vel að sér til að taka tiltekna ákvörðun og hvort ákvörð- un hans sé óþvinguð. Ganga verð- ur út frá því að þorri manna ákveði eigin lífsstíl, en hitt orkar tvímælis hvort þær ákvarðanir séu alltaf byggðar á þekkingu og teknar án þvingunar. Til að tryggja hið fyrr- nefnda er heilbrigðisfræðsla megin- atriði. Þekking á eðli og afleiðing- um þeirra lífshátta sem fólk á úr að velja eykur vitaskuld frelsi manna, því þekkingin lýsir upp kostina og gerir kleift að meta þá. Afar mikil- vægt er að slík fræðsla sé veitt frá blautu barnsbeini og mest sem for- dæmi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Fræðsla má sín lítils þegar fyrirmyndirnar mæla með hinu gagnstæða í verki. Einnig má spyrja hvort fólk sé ekki stundum þvingað til að lifa við óheilnæmar aðstæður eða geri það að minnsta kosti nauðugt vilj- ugt? Atvinnulaus maður getur átt erfitt með að hafna vinnu sem hon- um býðst, þótt honum sé sagt að hún feli í sér nokkra hættu fyrir heilsu hans. Einn mikilvægasti þáttur heilsuverndar er löggjöf og eftirlit með aðbúnaði starfsfólks á vinnustöðum. Öflug vinnuvernd er áhrifarík leið fyrir samfélagið til að draga úr hættu á sjúkdómum og vanheilsu og jafna dreifingu slíkrar áhættu meðal þegnanna. Því hefur verið haldið fram að strangar reglugerðir séu of kostn- aðarsamar fyrir atvinnurekendur. En ef tiltekinn atvinnurekstur er svo heilsuspillandi að fyrirtækið hafi ekki bolmagn til að bæta úr því á að leggja það niður. Atvinnurek- endum ber skylda til að búa starfs- fólki sómasamlegt umhverfi, þótt það sé dýrt. Einnig er því haldið fram að kröfur af þessu tagi séu óréttmætar vegna þess að þær skerði athafnafrelsi atvinnurekenda og jafnvel starfsmanna líka. En frelsi atvinnurekenda takmarkast eins og frelsi annarra af þeirri reglu að skaða ekki aðra. Málið vandast ef starfsmenn á viðkomandi vinnustað eru líka andvígir reglum um vinnuvernd og eru fúsir til að taka þá áhættu fyrir heilsuna sem vinnunni fylgir. Er það ekki óréttmæt forræðishyggja að framfylgja reglunum í slíku til- viki? Svarið veltur á því hvort sam- þykki starfsmanna er byggt á nægi- legri þekkingu og veitt án þvingun- ar eða ekki. Myndu þeir taka þessa ákvörðun í opinni og óþvingaðri samræðu sín á milli þar sem allar staðreyndir málsins væru þeim kunnar? Ef ekki, er þá réttmætt að beita valdi til þess að tryggja jöfn Jón Sigurðsson forseti sagði árið 1875 að frelsi án takmarkana væri ekki frelsi heldur agaleysi og óstjórn. Eru þessi orð ekki enn í fullu gildi? Stjórnmálamenn vilja hreykja sér af áþreifanlegum verkum eins og húsbyggingum, jafnvel þótt önnur nýting fjármuna stuðlaði betur að almannaheill. Frelsi atvinnurekenda takmarkast eins og frelsi annarra af þeirri reglu að skaða ekki aðra. lífstækifæri þessara manna á við aðra þegna? Jafnvel þótt starfs- menn vildu raunverulega vinna við óbreytt ástand er ósanngjarnt að kostnaðinum sem hlýst af heilsu- tapi þeirra sé velt yfir á skattborg- arana. Auk þess er það réttlætismál að öll fyrirtæki lúti sömu reglum. Mun erfiðara er að setja löggjöf um heilsuvernd og koma við eftir- liti varðandi einkahagi fólks en um vinnustaði. Sanngjarnt er að setja reglur um reykingar á vinnustöð- um en ekki á heimilum. Þótt matar- ræði sé mikilvægt fyrir heilsufar manna eru vonandi fæstir því fylgj- andi að ríkisvaldið hlutist beinlínis til um hvað þeir láta ofan í sig. Er þá óréttmætt að hafa áhrif á gerðir einstaklinga á heimilum og í frítímum? Lítum á brot úr frelsis- kenningu Johns Stuart Mill (sjá Frelsið, bls. 175): „Vandinn er sem hér segir: Einhver tiltekin breytni er talin ámælisverð, en virðing fyrir frelsinu varnar því, að samfélagið aftri mönnum að breyta svo eða hegni þeim fyrir það, vegna þess að einstaklingur, sem í hlut á, tekur öllum hinum illu afleiðingum breytni sinnar." Ekki er hægt að halda því fram að áhættusamir lífshættir séu alfar- ið einkamál þeirra sem þá stunda og þeir taki afleiðingunum einir. Reykingamenn geta valdið öðrum heilsutjóni vegna óbeinna reykinga og áfengisneysla hjóna getur bitnað illa á börnum þeirra, svo dæmi séu nefnd. Heilsuskaðlegur lífsstíll leggur einnig auknar fjárhagsbyrð- ar á hina sem varðveita heilsu sína. Sú staðreynd réttlætir það, til dæm- is, að gera kröfur um öryggisbúnað HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 29

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.