Heilbrigðismál - 01.06.1993, Síða 32
Brian Pilkington
Sagt
Heilbrigðistrúðar
Nútíma náttúrulækninga-
menn eru allir þeir sem
stuðla vilja að bættri heilsu
með líkamsrækt og neyslu
hollrar fæðu, studdri með
vísindalegum grunni, en
forðast kukl og hindurvitni.
Hinir sönnu náttúrulækn-
ingamenn verða að koma í
veg fyrir að hvers konar
heilunar- og heilbrigðistrúð-
ar nái að komast inn í hreyf-
inguna á Trójuhestum sínum
og skaði þar með hina upp-
haflegu náttúrulækninga-
stefnu sem byggist á góðum
og gildum læknisfræðileg-
um rökum.
Guðmundur Björnsson yfir-
læknir. Heilsuvernd, 1992.
Myrkur og þögn
Myrkrið getur fært mikla
fegurð og andlega snert-
ingu við hugsanir göfugra
manna.
Vinur minn, ef þú ert
þjáður af áhyggjum og lífs-
leiða þá gakktu á fund þagn-
arinnar.
Ingibjörg Jóhannsdóttir fyrr-
verandi skólastjóri. Morgun-
blaðið, 7. mars 1993.
Lífsvitund
Maðurinn hefur fólginn í
sér möguleika á að tengjast
viljandi og vitandi því afli
sem er í rauninni ofvaxið
skilningi okkar en birtist þó í
hinu stórmerkilega samræmi
sem hvarvetna má finna í
umhverfinu sem við lifum í
og reyndar líka í okkur sjálf-
um, ef nógu djúpt er leitað.
Sú heildarvitund, sem hér
um ræðir, fæðir af sér að lif-
að er ábyrgu lífi.
Úlfur Ragnarsson læknir.
Heilsuhringurinn, 1992.
Brjóstsviði
Þegar magasýra fer upp í vélinda
Grein eftir Bjarna Þjóðleifsson
Flestir kannast við brjóstsviða af
eigin raun. Hans verður vart þegar
bakflæði verður á sýru frá maga
upp í vélinda. Eins og nafnið bend-
ir til er um að ræða sviða undir
bringubeini, og getur hann leitt út
til beggja hliða, upp í háls og jafn-
vel út í axlir. Að þessu leyti getur
brjóstsviði líkst hjartaverk, sem get-
ur geislað út í vinstri öxl og hand-
legg. Oftast er þó auðvelt að greina
á milli hjartaverkjar (oft kallað
hjartaöng) og brjóstsviða. Hjarta-
öng kemur yfirleitt við áreynslu en
brjóstsviði tengist máltíðum og lík-
amsstöðu.
Allir fá smávegis sýruskvettur
upp í vélinda á hverjum degi, en
heilbrigt vélinda er svo fljótt að
senda sýruna niður aftur að
brjóstsviði kemur sjaldnast fram.
Það er einkum tvennt, sem hindrar
bakflæði.
í fyrsta lagi skal nefnt að neðst í
vélinda er hringvöðvi sem opnast
þegar kyngt er en er samanherptur
þess á milli. Þessi vöðvi á að
tryggja að fæða fari niður í maga en
magainnihald ekki upp í vélinda.
Spennan í vöðvanum eykst þegar
þrýstingur hækkar í kviðarholi
(eins og við hnerra) þannig að
þrýstingsbreytingar valda óveru-
legu bakflæði ef hringvöðvinn
starfar rétt. Það er margt sem getur
truflað starfsemi vöðvans, (slakað á
honum) t.d. lyf (taugalyf, krampa-
losandi lyf, o.fl.), kaffi, alkóhól og
feitmeti.
I öðru lagi liggur efri hluti mag-
ans vinstra megin í kviðarholi og
gengur yfir til hægri og mætir vél-
inda um miðbik þindarinnar. Mót
maga og vélinda eru föst við neð-
anverða þindina og liggja samsíða
henni að hluta. Þessi festing við
þindina er mjög mikilvæg til að
hindra bakflæði vegna þess að þeg-
ar þrýstingur hækkar í kviðarholi
Ieggjast mót maga og vélinda upp
að þindinni og brot kemur á þetta
svæði sem lokar fyrir samgang
milli maga og vélinda, líkt og þegar
brot er sett á vatnsslöngu til að
hindra flæði. Festingin við þindina
getur slitnað og því fylgir yfirleitt
gliðnun á opinu í þindinni, sem
vélinda gengur í gegnum. Þetta er
nefnt þindarslit og verður einkum
hjá fólki með ístru eða konum sem
hafa gengið með mörg börn, því
meðganga teygir mikið á þindinni
og veldur oft sliti. Þegar komið er
þindarslit er hringvöðvinn neðst í
vélinda eina vörnin gegn bakflæði.
Það er mikill munur á því hvað
maginn þolir betur sýru heldur en
vélindað. Magasýran hefur það
hlutverk að eyða gerlum og bakter-
íum úr fæðunni. Þetta þýðir einnig
að hún getur skaðað eða eytt frum-
um magans ef hún kemst að þeim.
Maginn er séstaklega útbúinn til að
verjast sýru. Hann myndar bæði
slím og lút (bícarbonat) til varnar,
32 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993