Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 4
Scientific American
Er heilinn
í hættu?
Ofbeldi fer ört vaxandi og sér-
staklega hefur það verið áberandi á
meðal ungs fólks og jafnvel bama.
Skýringa hefur verið leitað til of-
beldisverka í kvikmyndum, mynd-
böndum og sjónvarpi. Þó hefur vaf-
ist fyrir mönnum að skilja sam-
hengið til fulls, hvernig fólk með
gott upplag og uppeldi geti framið
ofbeldisverk. Vímuefnaneysla er
alls ekki alltaf orsökin og sérstak-
lega ekki hjá bömum og ungling-
um. Nýlega hafa verið lagðar fram
niðurstöður rannsókna sem gætu
varpað ljósi á þennan óhugnað.
Þýskir vísindamenn hafa fylgst
með fjögur þúsund manns í nær 25
ár og kannað reglubundið viðbrögð
þeirra við ýmsum utanaðkomandi
áhrifum. Viðbrögð hafa verið ólík
eftir aldursflokkum. Ein tilraun var
gerð á þann hátt að sýnd voru
myndbönd þar sem óhugnanlegum
líkamsmeiðingum, framkölluðum
með tæknibrellum, var beitt á
menn. Þeir í tilraunahópnum sem
fæddir voru fyrir 1949 brugðust við
með viðbjóði og meðaumkun og
fæstir gátu horft á myndirnar til
enda. Þeir sem fæddir voru eftir
1969 sýndu litlar tilfinningasveiflur
og virtist athygli þeirra eingöngu
byggjast á því að spenna fylgdi
þræði myndanna, annars slökktu
þeir á myndbandstækjunum ein-
göngu vegna leiða. Fæðingarhóp-
urinn á milli 1949 og 1969 sýndi
blönduð viðbrögð sem líktust þó
frekar þeim í elsta hópnum.
Rannsóknir á ferli taugaboða
innan heilans hafa skýrt þennan
mun. Frá sjónhimnu augna berast
taugaboð til skynstöðva sjónar í
heilaberki. Á leið sinni þangað
koma boðin við á ýmsum öðrum
stöðvum innan heilans og þar á
meðal þeim sem skrá og stjóma til-
finningum. Á þennan hátt gengu
boðin hjá eldra fólkinu og var litið
á það sem eðlilegan feril þeirra og
viðbrögðin samkvæmt því. Hjá
yngsta fólkinu virtust taugaboð frá
augum hafa litla viðkomu á leið
sinni til heilabarkar og þar á meðal
ekki á stöðvum tilfinningalífs. Til-
finningalegt mat varð því ekki á
hinum óhugnanlegu atburðum.
Skýring þess að taugaboð frá aug-
um skjótast framhjá tilfinninga-
stöðvum er talin vera sú að heilinn
hafi ekki tíma eða getu til þess að
vinna úr hinu mikla áreitna efni og
forði sér frá því með því að hleypa
boðunum framhjá. Á þennan hátt
hefur heili ungs fólks lært að
vemda sig gegn ágangi vaxandi
sjónefnis en heili eldra fólks hefur
ekki áunnið sér þennan hæfileika.
Þrátt fyrir breytta úrvinnsluhætti
er bygging heilans talin vera sú
sama í öllum aldursflokkum. I gráa
hluta heilans eru um 20 milljarðar
taugafruma. Þær eiga að geta tekið
við 100 milljón boðum á sekúndu
og afgreitt þau á viðeigandi hátt.
Aðeins lítill hluti þessarra boða
berst þó til hinnar svokölluðu vit-
undar. Mælingar Þjóðverjanna
gerðar árið 1971 leiddu í ljós að af
hverjum eitt hundrað atburðum
sem til heilans bárust komu aðeins
3% til vitundar sem nýjar upplýs-
ingar, 10% voru þar fyrir vegna
fyrri reynslu og 87% komu ekki
fram sem meðvitað efni. Sams kon-
ar mælingar gerðar árið 1989 sýndu
að aðeins 1% atburða komust til vit-
undar, 5% voru fyrir vegna fyrri
reynslu og 94% lentu utan vitund-
ar. Þessi samanburður sýnir glöggt
að heilinn nýtir minna af því sem
til hans berst nú en áður og að lík-
indum er hann að vernda sig gegn
of miklu álagi.
Að heilinn skuli í vaxandi mæli
þurfa að forða sér frá skráningu og
úrvinnslu atburða er ógnvekjandi.
Með sama áframhaldi er hætta á að
á næstu öld verði mannsheilinn
starfslega séð gjörbreyttur frá því
sem hann er nú og verði orðinn
kærulaus gagnvart umhverfinu. Ef
til vill erum við þegar að sjá fyrstu
áhrif þess með vaxandi ofbeldi
meðal ungs fólks. Hugsanlega er
tilfinningalegt og siðferðilegt mat
þeirra annað en það hefðbundna
sem í gildi hefur verið til þessa.
Heilinn er ekki annað en mjög flók-
ið kerfi í ætt við tölvur og gengur
samkvæmt óteljandi forritum. Ef til
vill vantar forrit eðlilegra tilfinn-
inga og siðgæðis í sumt ungt af-
brotafólk. Hvernig á það þá að
skynja eðli og afleiðingar gerða
sinna? Vonandi verður hægt að
svara þeirri spurningu innan tíðar,
áður en í meira óefni verður komið.
Jónas Hallgrímsson, prófessor.
4 HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994