Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 21
Ljósmyndariim ályktun að ekki sé nægilega traust- ur vísindalegur grunnur fyrir þeirri fullyrðingu að nálastungumeðferð hafi áhrif á astma. Hagstæð áhrif á hjartaöng Fyrir þrem árum birtist grein í European Heart Joumal um niður- stöður rannsóknar sem gerð var í Gautaborg í Svíþjóð á áhrifum nálastungu á brjóstverki vegna kransæðasjúkdóms (hjartaöng).7 Til rannsóknarinnar var valinn 21 sjúklingur með stöðuga hjartaöng við áreynslu, a.m.k. fimm köst á viku síðustu sex mánuði fyrir rann- sókn, þrátt fyrir mikla lyfjameð- ferð. Nálastungumeðferð var veitt þrisvar í viku í fjórar vikur hjá helmingi sjúklinganna, hinn helm- ingurinn fékk lyfleysu (placebo). Síðan liðu tvær vikur án meðferðar. Þá fengu þeir sem áður fengu lyf- leysu nálastungu, og öfugt, í fjórar vikur. Notuð var hefðbundin kín- versk nálastungutækni, án raförv- unar. Fjórtán sjúklinganna fengu færri köst af hjartaöng meðan á nála- stungumeðferð stóð miðað við þá sem voru á lyfleysumeðferð. Hjá sjö sjúklinganna var fjöldi hjarta- kasta sá sami. Meðalfjölda brjóst- verkjakasta á viku hverri meðan á nálastungumeðferð stóð fækkaði um 50% en þeim fækkaði aðeins um 12% meðan á lyfleysumeðferð stóð. Enginn munur var á líkams- þreki sjúklinga á álagsprófi eftir nálastungu, borið saman við lyf- leysu, en hins vegar þoldu.þeir sem fengu nálastungumeðferð mun meira álag en lyfleysusjúklingarnir áður en þeir fundu til brjóstverkja. Þá kom einnig fram að breytingar á hjartalínuriti við hámarksálag minnkuðu marktækt eftir nála- stungu miðað við lyfleysu. Engar breytingar voru á hjartslætti eða blóðþrýstingi. Allir sjúklingarnir sem fengu nálastungumeðferð sýndu jákvæða svörun á einhverjum af þeim mæli- kvörðum sem notaðir voru. Þannig sáust hagstæðar breytingar á hjart- arafriti hjá sex af sjö sjúklingum, sem fengu jafnmörg hjartaköst á viku meðan á meðferð stóð. Höfundar draga þá ályktun af þessum athugunum að hvorki sé hægt að skýra jákvæð áhrif nála- stungu á hjartaöng eingöngu út frá sálfræðilegum þáttum, né heldur aðeins vegna sársaukahemjandi áhrifa nálastungurmar. Þeir telja að nálastungur verji hjartavöðann gegn súrefnisskorti á einhvern hátt. Lömun eftir heilablóðfall í júlí 1993 voru birtar í sænska læknablaðinu frumniðurstöður rannsóknar á áhrifum nálastungu- meðferðar á sjúklinga með lömun eftir heilablóðfall.8 Rannsóknin í heild sinni var síðan birt í nóvemb- erhefti tímaritsins Neurology.9 Hún var gerð á taugasjúkdómadeild há- skólasjúkrahússins í Lundi og náði til 78 sjúklinga. Fjörutíu þeirra voru valdir í viðmiðunarhóp sem fékk daglega sjúkraþjálfun og iðjuþjálf- un, en 38 sjúklingar fóru þar að auki í nálastungur tvisvar í viku í tíu vikur samanlagt. Allir sjúkling- amir, sem þátt tóku í þessari rann- sókn höfðu lömun sem var það mikil að þeir gátu ekki gengið án stuðnings og lömun í handlegg gerði þeim fyrst í stað ómögulegt að framkvæma athafnir daglegs lífs, eins og að borða og þvo sér. í stuttu máli varð niðurstaðan sú að bæði einum og þrem mánuðum eftir að sjúklingarnir veiktust hafði hópnum sem fékk nálastungumeð- ferð vegnað mun betur hvað varðar hreyfigetu og jafnvægi. Hópurinn sem fékk nálastungumeðferð náði fyrr og betur tökum á athöfnum daglegs lífs en hinn hópurinn. Þessi munur var enn sjáanlegur ári eftir áfallið. Enginn munur var á dvalartíma hópanna á taugalækningadeild. Hins vegar dvaldi viðmiðunarhóp- urinn mun lengur á endurhæfing- ardeild og hjúkrunarheimilum. Meðalfjöldi daga á sjúkrahúsi eða hjúkrunarheimili var 165,5 dagar fyrir viðmiðunarhópinn en aðeins 86,5 fyrir þá sem fengu nálastungu. Mun fleiri sjúklingar sem höfðu fengið nálastungumeðferð höfðu útskrifast og gátu farið heim þrem mánuðum eftir heilaáfallið, saman- borið við viðmiðunarhópinn. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að sjúklingar sem fá nála- stungumeðferð nái fyrr árangri hvað varðar hreyfanleika, jafnvægi og athafnir daglegs lífs og öðlist auk þess meiri lífsgæði. Höfundar velta því fyrir sér hvaða áhrif nálastungumeðferðar- innar það eru sem leiða til aukinnar starfshæfni sjúklinganna. Örvar hún til betri og hraðari afturbata skemmdra (en ekki dauðra) tauga- fruma á svæðinu milli heiladreps- ins og heilbrigðs heilavefs? Bent er á að nálastungur eru ein tegund skyntaugaörvunar og þar sem raf- HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.