Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 8
Erlent
Dregur
forlagatrú fólk
til dauða?
Kínverjar trúa því að
fæðingarárið hafi mikil
áhrif á framvindu sjúk-
dóma og lífslíkur. Til
dæmis telja þeir að fólk
sem er fætt á ári jarðar,
samkvæmt þeirra tíma-
tali, sé í mikilli hættu á
að deyja úr brjósta-
krabbameini.
Þetta samband var
kannað meðal Kínverja í
Bandaríkjunum og kom
þá í ljós að þær konur
sem ekki voru fæddar
undir heillastjömu að
þessu leyti og fengu
brjóstakrabbamein lifðu
allt að fimm árum skem-
ur en aðrar konur með
sjúkdóminn.
Niðurstöðurnar þykja
sýna að hugarástand og
hjátrú geti dregið úr lífs-
vilja fólks og þar með
lífslengd. Hins vegar á
að vera hægt, með góðri
fræðslu og stuðnings-
meðferð, að vinna gegn
þessum áhrifum.
American Health.
Leitað nýrra leiða
Bandaríska heilbrigðis-
stofnunin hefur nýlega
veitt þrjátíu styrki til
rannsókna á óheðbundn-
um lækningum. Meðal
annars verða athuguð
áhrif nálastungumeð-
ferðar, nudds, orkusviðs,
dáleiðslu og slökunar.
American Health.
Grænt er gott
Konur sem hafa fundið
fyrir hjartaverk eða feng-
ið hjartaáfall ættu að
borða vel af grænmeti og
ávöxtum sem eru ríkir af
beta-karótíni og C- og E-
vítamíni. Rannsóknir sem
gerðar voru við Harvard
háskóla sýna að konur
sem gæta þess að fá
nægilega mikið af þess-
um næringarefnum geta
dregið úr hættu á heila-
blæðingu um meira en
helming og hættu á
hjartaáfalli öðru sinni um
þriðjung.
Prevention.
Þeir grönnu
lifa lengur
Enn einu sinni hefur
verið staðfest með rann-
sóknum að karlar sem
eru grannir vexti lifa
lengur en hinir sem eru
feitlagnir. Þetta byggist
einkum á mun lægri
dánartíðni úr hjarta- og
æðasjúkdómum. Þeir
grönnu verða þó að gæta
vel að sér við fæðuval
vegna þess að þeir virð-
ast vera næmari en aðrir
fyrir slæmum áhrifum
kólesteróls í mat.
Longevity.
Fiskfitan
Omega-3 fitusýrur í
fiski hafa ekki einungis
vemdandi áhrif gegn
hjartasjúkdómum heldur
einnig gegn heilablæð-
ingu. Það voru hollenskir
vísindamenn sem komust
að raun um þetta. Ekki
þarf að borða mikið af
fiski til að þessi áhrif
komi fram.
Longevity.
Berjasafi bætir
Gömul húsráð geta
stundum reynst vel. Álit-
ið hefur verið að með því
að drekka trönuberjasafa
(cranberryjuice) megi
draga úr hættu á þvag-
færasýkingum. Þetta var
kannað og kom þá í ljós
að safinn hefur þessi
áhrif og getur jafnvel
slegið á sýkingu sem
þegar hefði búið um sig.
Með samanburðarran-
sóknum var sýnt fram á
að þetta er ekki að þakka
C-vítamíninu í safanum
heldur öðru efni - sem
einnig er í bláberjum.
Prevention.
Hefur streita
áhrif á
krabbamein?
Tvö þúsund ár eru síð-
an læknar áttuðu sig á
því að samband er milli
streitu og myndunar
krabbameins. Á nítjándu
öld töldu breskir læknar
að streita væri helsti
krabbameinsvaldurinn.
Nýjar rannsóknir sýna að
svo er ekki en talið er að
streita auki hættu á
krabbameini. Á hinn
bóginn eru atriði sem
draga úr streitu einnig
líkleg til að minnka líkur
á krabbameini.
Wor/rf Health.
Herferð gegn
holdsveiki
Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunin stefnir að
því að ná tökum á út-
breiðslu holdsveiki í
heiminum fyrir næstu
aldamót og útrýma þess-
um smitsjúkdómi á fyrstu
áratugum næstu aldar.
Með því að nota þrjú mis-
munandi lyf samtímis
hefur tekist að ná árangri
í baráttunni gegn holds-
veiki, sem er að mestu
leyti bundin við 25 lönd.
Verkefnið er mjög viða-
mikið eins og sjá má af
því að 650 þúsund ný til-
felli eru greind ár hvert.
World Health.
Tómatar til
varnar gegn
krabbameini
Efnafræðingar við
Cornell háskóla hafa
komist að því að tvær
sýrur (p-coumaric acid,
chlorogenic acid), sem
báðar teljast til fenóla,
draga úr myndun líkam-
ans á nítrósamínum, sem
eru krabbameinsvaldar.
Þessar sýrur eru einkum
í tómötum en einnig í
gulrótum, jarðarberjum
og grænum pipar.
Health.
8 HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994