Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 9
Garðvinna metin
að verðleikum
Loksins hefur garð-
vinna verið metin jafn-
gild líkamsrækt til
heilsubótar. Rannsóknir
sýna að létt vinna í garð-
inum re)mir álíka mikið á
líkamann eins og þolfimi
í léttari kantinum eða
þegar hjólað er á líkams-
ræktarhjóli. Enn meiri
áreynsla fæst við að slá
með handsláttuvél og
ekki þarf að gera annað
en raka með hrífu til að
fá álíka mikið út úr því
fyrir líkamann eins og
þegar gengið er rösklega.
Að auki hefur verið sýnt
fram á að ræktunarstarf
af þessu tagi eykur vel-
líðan og dregur úr
streitu.
A haustin geta góðar
gönguferðir komið í stað
garðvinnunnar og síðan
snjómokstur þegar þar að
kemur!
Health.
Of mörg rör?
Það hefur færst í vöxt
síðustu ár að rör séu sett
gegnum hljóðhimnu
vegna sýkingar í miðeyra
hjá bömum. Nú er full-
yrt, samkvæmt rannsókn
sem náði til 6600 barna,
að meira en helmingur
þessara aðgerða sé annað
hvort óþarfur eða að
ávinningurinn orki tví-
mælis. Jafnvel munu
dæmi þess að aðgerðirn-
ar valdi varanlegum
skaða á hljóðhimnu.
American Health.
Hopp og hlaup
við höfuðverk
Þeir sem eiga vanda til
mígrenis ættu að panta
tíma á heilsuræktarstöð
eða stunda annars konar
líkamsrækt. Kanadísk
rannsókn leiddi í ljós að
konur sem fóru að æfa
reglulega (þrisvar í viku)
fengu mun færri höfuð-
verkjaköst en áður, verk-
urinn var ekki eins sár
og hann stóð ekki eins
lengi.
Líkamsrækt dregur úr
streitu, sem getur komið
mígreni af stað. Við
áreynslu eykst myndun
endorfína, en þau eru
náttúruleg verkjalyf lík-
amans.
American Health.
Sjónum beint
að sojabaunum
Ákveðin efni í soja-
baunum (protease inhibi-
tors) eru nú til athugunar
í Bandaríkjunum vegna
þess að dýratilraunir
benda til þess að þau
dragi úr hættu á krabba-
meini.
Þessi efni gætu að ein-
hverju leyti skýrt það
hvers vegna sumar teg-
undir krabbameins eru
sjaldgæfari meðal íbúa
þeirra landa þar sem
neysla sojabauna og rétta
úr þeim er mikil, til
dæmis í Japan.
Prevention.
Skyndibitar í hreinu lofti
Um 3300 skyndibitastaðir Taco Bell í Banda-
ríkjunum eru orðnir reyklausir - ef undan er
skilinn reykur frá grillinu. Reykingar eru einn-
ig bannaðar að mestu leyti á veitingastöðum
McDonalds og Burger King.
American Medical News.
Enn ein ástæða . . .
Reykingar tvöfalda líkur á krabbameini í
ristli og endaþarmi að því er fram kemur í
rannsókn sem gerð var á vegum Harvard há-
skóla. Ekki þarf mjög miklar reykingar til að
valda þessu (einn pakka á dag í tíu til fimmtán
ár) og það sem verra er: Áhættan minnkar ekki
þó reykingum sé hætt. Hér er komin enn ein
ástæða til að byrja ekki að reykja.
American Health.
Ófædd börn í hættu
Konur sem reykja á meðgöngu gætu verið að
dæma ófædd börn sín til minni greindar en
önnur börn, samkvæmt niðurstöðum rann-
sókna sem gerðar voru við Cornell háskóla og
háskólann í Rochester í Bandaríkjunum. Talið
er að þetta megi rekja til þess að reykingar
dragi úr streymi súrefnis og næringarefna til
fóstursins.
American Medical Neivs.
Bannað innan 18 ára
Fyrir 1. október í haust áttu öll fylki Banda-
ríkjanna að banna tóbakssölu til þeirra sem eru
yngri en 18 ára. Bannið nær bæði til sígaretta
og reyklauss tóbaks. Einnig átti að setja ákvæði
til að tryggja að banninu yrði framfylgt (sam-
bærilegar sektir í Kanada nema 30 þúsund
krónum). Þetta er talin mikilvæg leið til að
draga úr tóbaksnotkun ungs fólks.
Reykfritt.
Varhugaverðar eftirlíkingar
Börn sem kaupa sælgæti sem líkist sígarett-
um eru tvisvar til fjórum sinnum líklegri en
önnur börn til að fara að reykja. Þetta sýna
rannsóknir barnalækna í Norður-Karólínu. Á
Bandaríkjaþingi hafa verið lagðar fram tillögur
um að banna sælgætiseftirlíkingar af tób-
aksvörum.
Prevention.
Hugsar þú?
Sá sem reykir hugsar ekki - sá sem hugsar
reykir ekki.
Reykfritt.
HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994 9