Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 34
Sigfús Eymundsson (Þjóðminjasafnið)
Gamalt
Fyrirbyggjandi
Heilsuvemd er vís-
indagrein og list sem
kennir mönnum hvemig
megi fyrirbyggja sjúk-
dóma, framlengja lífið og
bæta heilsufar og getu
manna á þann hátt að
sveita-, bæja- og þjóðfé-
lög geri skipulagðar ráð-
stafanir fyrir heilsusam-
legu umhverfi, sóttvörn-
um, uppfræðslu
einstaklinganna í aðalat-
riðum persónulegs hrein-
lætis, skipulagða læknis-
og hjúkrunarhjálp til
þess að uppgötva og
þekkja sjúkdóma á byrj-
unarstigi og fyrirbyggj-
andi aðgerðir á þeim, og
þroskun á þjóðfélags-
skipulaginu, sem tryggi
hverjum einstaklingi í
þjóðfélaginu aðbúð sem
sé nægilega góð til þess
að viðhalda heilsu hans.
Hjúkrumrkvennablaðið, 1935.
Heimili í ellinni
Það er æskilegast að
gamalt fólk fái sem
lengst að búa að sínu og
hafi vistarveru sína út af
fyrir sig. Öldmð hjón
eiga að hafa litla og
þægilega íbúð og aldr-
aðir einhleypingar að
minnsta kosti eitt sérher-
bergi. Fyrir margra hluta
sakir er það heppilegt að
gamalmenni geti dvalið
sem næst ættingjum sín-
um. Það veitir þeim
ánægju að fá að umgang-
ast börn og barnabörn og
geta hlaupið undir bagga
með hjálp á heimilinu, og
á hinn bóginn þarfnast
þau oft sjálf aðstoðar,
sem venslafólki er ljúft
og skylt að veita. En
mjög náin sambúð gam-
alla og ungra reynist þó
oft illa, eins og alkunn-
ugt er.
I hverjum kaupstað
landsins ættu að vera til
íbúðir, sem hentuðu öldr-
uðu fólki og það sæti
fyrir um. Þær íbúðir
mega vera litlar, eins til
tveggja herbergja, en
bjartar, vistlegar og hæg-
ar verða þær að vera. I
Reykjavík hefur komið til
mála að byggja stórhýsi
er eingöngu hefðu að
geyma smáíbúðir handa
gömlu fólki, sem er
nokkurn veginn sjálf-
bjarga. Er þá gert ráð fyr-
ir að þar sé unnt að veita
því ýmsa aðstoð, t.d. við
ræstingu og matartilbún-
ing. Slíka bústaði þarf að
staðsetja heppilega. Þeir
eiga að vera inni í bæn-
um, en ekki utan við
hann.
Alfreð Gíslason: Bjartari elli.
Heilbrigt líf 1950.
Skólapiltar í Austur-
stræti í Reykjavík árið
1886. Þá tíðkuðust
vindla- og pípureyking-
ar en sígarettureykingar
urðu ekki algengar fyrr
en eftir aldamótin.
Of mikil
bjartsýni?
I Morgunblaðinu 18.
nóvember 1961 er haft
eftir Nielsi Dungal pró-
fessor, sem þá var á ráð-
stefnu í Osló: „Eg tel að
flestir þátttakenda séu
sammála um að unnt sé
að koma í veg fyrir og
útrýma krabbameini.
Vegna vísindastarfs síðari
ára teljum við að á næstu
tíu til þrjátíu árum muni
vísindin vinna sigur yfir
krabbameininu."
Vilji og vellíðan
Hefðum við á eymdar-
tímunum glatað þjóðerni
okkar og þjóðarkennd,
vilja okkar og mætti til
þess að Iifa sem andlega
sjálfstæð þjóð, í allri okk-
ar fátækt, þá værum við
ekki til sem Islendingar.
Þjóðin væri glötuð, tung-
an glötuð, andleg menn-
ing vor glötuð og landið
ekki annað eða meira en
hjáleiga einhverrar ann-
arrar þjóðar. Hin andlega
fátækt, hið andlega gjald-
þrot, er öllum armóð
verri. Þjóðmenning og
þjóðerniskennd er það
/
varanlega sem er öllum
efnalegum framkvæmd-
um og líkamlegri vellíð-
an dýrmætari.
Valtýr Stefánsson ritstjóri.
Morgunblaðið, 1938.
Gjafir
náttúrunnar
Náttúran veitir fáein-
um þörfum vorum full-
nægju fyrirhafnarlaust,
fleirum þeirra fyrirhafn-
arlítið, og flestum þeirra
með mikilli fyrirhöfn.
Vor fyrsta þörf hér í
heimi er að anda. Loftið
fullnægir vanalega þeirri
þörf vorri fyrirhafnar-
laust. Þó, ef vér mæð-
umst mjög, þurfum vér
tómstund til að anda, svo
sem hvíldarstund eftir of
mikið erfiði. En, ef vér
fáum skæða kverka-
bólgu, lungnabólgu eða
annan þess konar sjúk-
dóm, þá þurfum vér að
fá oss læknishjálp, og
hana verðum vér að
kaupa. Vatnið svalar
þorsta vorum, og veitir
oss miklu fleiri not, allt
fyrirhafnarlaust eða fyrir-
hafnarlítið oftastnær. En
þurfi að sækja vatnið
langt til, þurfi að grafa
rennu eða brunn, þá
kemur fyrirhöfn til.
Hinn algóði höfundur
náttúrunnar veitir oss öll
sín nytsömu gæði að
gjöf, en selur eigi; en vér
seljum athafnir vorar,
verk vor og fyrirhöfn.
Arnljótur Ólafsson:
Auðfræði, 1880.
Listin að lifa
Listin að lifa, hin erfið-
asta, nauðsynlegasta og
æðsta list allra lista, er
framar öllu listin að
hugsa, að hugsa frjáls-
lega, af einlægni, djörf-
ung og alvöru.
Sigurður Nordal:
Líf og dauði, 1940.
34 HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994