Heilbrigðismál - 01.03.1994, Blaðsíða 15
Mayer/Lassalle
birtist í dönsku læknablaði 1830. Á
svipuðum nótum hafði nafni hans
Sveinsson talað og skrifað þegar
hann var landlæknir tæpum fjöru-
tíu árum áður, en engan hljóm-
grunn fundið. Söm varð reynsla
Jóns Thorstensen, enda fylgdi hann
þessari hugmynd ekki fast eftir og
t skipti raunar um skoðun síðar á
ævi þegar hann hafði áttað sig bet-
Frakkar gerðu út rannsóknaleið-
angur hingað til lands tvö ár í röð
og var yfirmaður hans læknirinn
Paul Gaimard („Þú stóðst á tindi
Heklu hám"). í seinna skiptið,
1836, voru þeir átta saman, slógu
tjöldum á túninu suðvestan við
Doktorshúsið og höfðu þar bæki-
stöð. I hópnum voru nokkrir vel
drátthagir menn sem teiknuðu
myndir af landslagi, húsum, þjóð-
lífi og andlitum, þar á meðal af
nokkrum íslenskum fyrirmönn-
um, svo sem Jóni landlækni,
Bjarna Thorarensen og Steingrími
Jónssyni biskupi. Á sumar mynd-
irnar er skráð nafn listamanns:
Emile Lassalle. En enginn með því
nafni var í liði Gaimards hér á
landi og er trú manna sú að Aug-
uste Mayer sem gerði flestar leið-
angursmyndirnar hafi teiknað
höfðingjana og þessi Lassalle svo
lagt síðustu hönd á verkin úti í
Frakklandi og búið þau undir
steinprent.
ur á efnum og aðstæðum. Þá leit
hann á hugmyndina um almennan
spítala sem skýjaborg og tómt mál
um að tala (sjá rammagrein um
spítalamál). Hvort sem við nú á
dögum viljum kenna slík sinna-
skipti við raunsæi eða dragbítshátt
er svo mikið víst að ekki var að-
sóknin mikil þegar fyrsti spítalinn
komst loks í gagnið ellefu árum eft-
ir dauða Jóns.
Urtölumaður þótti hann líka þeg-
ar læknakennslu hérlendis bar á
góma. Sjálfur kenndi hann á sinni
löngu embættistíð einungis örfáum
stúdentum og varð einn þeirra eft-
irmaður hans í sæti landlæknis, Jón
Hjaltalín. Sá Jón var sem kunnugt
er aðalhvatamaður þess að stofnað-
ur var læknaskóli 1876 í spítalanum
við Kirkjustræti sem þá var tíu ára
gamall.
Það fór eins fyrir Jóni Thorsten-
sen og mörgum embættismönnum
öðrum að auk skyldustarfanna
kom í hans hlut að sinna ýmsum
málefnum sem ekki snertu fræði-
grein hans beint. Hann sat í bæjar-
stjórn og á alþingi um skeið, fyrst
konungkjörinn þingmaður en full-
trúi Reykvíkinga varð hann 1853.
Ekki voru mörg atkvæði bak við
hvern þingmann á þeirri tíð; land-
læknir var kosinn með þremur at-
kvæðum en þegar hann féll frá
tveim árum síðar var Jón Pétursson
yfirdómari kjörinn með öllum
greiddum atkvæðum og þau voru
samtals átta.
Fyrir danska Vísindafélagið
framkvæmdi landlæknir stöðugar
veðurathuganir, ýmist í Nesi eða
Reykjavík frá 1820 til 1854 (ekki frá
1823 eins og stendur í sumum bók-
um, og mun sú villa stafa af því að
elstu athuganir hans sem birtust í
útgáfu Vísindafélagsins eru frá því
ári) og veðurbækur sendi hann fé-
laginu tvisvar á ári hverju. Fróðir
menn í þeim efnum fullyrða að
þetta hafi verið mikið starf og
merkilegt. Á árunum 1847-51 birti
hann mánaðarlega, fyrst í Reykja-
víkurpóstinum og síðar í Lanztíð-
indum, yfirlit um tíðarfarið í höfuð-
staðnum.
Ritgerðir og bæklingar eftir hann
á íslensku og erlendum tungumál-
um birtust víðar en hér heima og
fjölluðu að vonum oftast um heil-
Spítalamál
Jón Thorstensen lagðist
gegn byggingu spítala 1847,
eins og sjá má af áliti hans
sem birtist í „Tíðindum frá
alþingi Islendinga":
„Eg get ekki séð annað, og
er sannfærður um af 27 ára
reynslu, að enn sem komið
er og eins og hér er nú hátt-
að, yrði sárlítil aðsókn að
þvílíkum spítala, máske fá-
einir sjúklingar um sum ár
og önnur máske eingir og
því nær eingir, einkum ef
nokkuð þyrfti að borga fyrir
þá veiku, sem þó líklega
ekki mætti án vera nema
spítalinn væri ríkur, sem ei
er að vænta . . . Meira en
2/3 af bæjarins innbúatölu
er svo kallað tómthúsfólk,
þ.e. fólk sem lifir mest og
einkum af fiskiafla og ýmsu
öðru sem fyrir fellur; flest af
þessu fólki er sárfátækt, en á
þó optast kofana sem það
býr í, og því á eg von á að
það heldur liggi heima í kof-
um sínum, þó lasið sé, en
leggi sig inn á spítala, ef
borga skal þar fyrir, og því
að eins brúka þeir læknir,
flestir, að þeir ei þurfi að
borga honum, og ef vel væri,
vildu þeir fá meðölin gefins
líka . . . Sama er að segja um
flest sjófólk, er hér liggur við
frá sveitum; það fær optast
hjúkrun í kotunum fyrir lít-
ið. . . . Um kaupstaðarfólk,
er eg svo kalla (og hvar til
má reikna nálægt 300 manns
í allt), er allt öðru máli að
gegna; þeir brúka læknir og
læknismeðöl, þegar þeir
meðþurfa, lángtum meira en
hinir, sem þeir eru upplýst-
ari til: en þó leggja þessir sig
eða sína víst sjaldan á spít-
ala, þegar þeir geta haft
læknistilsjón heima, og gefa
ei um að gjöra sér þann
kostnað, er þeir geta látið
hirða eins vel sjúklinga sína í
heimahúsum."
HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994 15